Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.06.2009, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 19.06.2009, Qupperneq 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI SUMARÞJÓNUSTA Viðbótarsýning Frétta Stöðvar 2 og Íslands í dag kl. 21.00 alla virka daga á Stöð 2 Extra FÖSTUDAGUR 19. júní 2009 — 144. tölublað — 9. árgangur „Ég bjó til salat sem er í uppáhaldi hjá mér og kjúklingaböku með,“ segir Erna Guðrún Agnarsdóttir, námsstjóri hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. „Þetta er brokkólí-salat og uppistaðan í því er hrátt brokkólí sem er ljónhollt. Það er örugglega komið hátt á annan ára-tug síðan ég fékk þetta fyrst þegar ömmusystir mín kom frá Ameríku í heimsókn en þá var það mjög visælt þar á b Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 KVENNAHLAUP SJÓVÁR OG ÍSÍ verður hlaupið nú í tuttugasta sinn á morgun, laugardaginn 20. júní, og í þetta sinn í samstarfi við Krabbameinsfélag Íslands. 200 g hveiti 150 g rjómaostur½ dl vatn Sett í matvinnsluvél og hrært þar til deigið hleypur í kúlur Sveppir léttsteiktir, með hvítlauk, pipar og salti. Takið af hita og spínati og klettasalati bætt söxuðu samanvið Sý ð BAKA MEÐ KJÚKLINGI, SVEPPUM OG OSTI FYRIR 10 Fjölbreytt og ljónholltErnu Guðrúnu Agnarsdóttur finnst gaman að skoða uppskriftir, fá hugmyndir og vinna með þær í eldhús- inu. Hún gefur lesendum Fréttablaðsins uppskriftir að réttum sem gott er að taka með í lautarferðir. Erna Guðrún Agnarsdóttir bjó til brokkólísalat frá ömmusystur sinni og böku þar sem innihaldið ræðst af hugarfluginu. F RÉ TT AB LA Ð IÐ /V AL LI Næg ókeypis bílastæði við Perluna Ódýrt og gott! Súpubar 620 kr. · Salatbar 990 kr.Súpa og salatbar á aðeins 1.430 kr.~ NÝBAKAÐ BRAUÐ FYLGIR MEÐ SÚPU- OG SALATBAR. ~Í kaffiteríunni Perlunnar er hægt að fá alls kyns góðgæti á frábæru verði: Crépes, samlokur, pizzur og smurt brauð. Eins er hægt að fá heimatilbúinn ítalskan ís, alls kyns ísrétti, kökur og tertur. Komnar aftur! Láttu belgísku vöfflurnareftir þér, þær eru algjörlega þess virði. Nú enn betri meðk E lf a D ög g M ah an ey R ek st ra rs tj ór i k af fi te rí un na r VEÐRIÐ Í DAG ERNA GUÐRÚN AGNARSDÓTTIR Mælir með kjúklinga- böku og brokkólísalati • matur • helgin Í MIÐJU BLAÐSINS föstudagurFYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 19. júní 2009 TRANSDANS HORMÓNASVEIFLUR & Stóra svið Þjóðleikhússins verður tileinkað konum í kvöld, þegar fimm konur bregða sér í hlutverk systra, norna, nunna og önnur kvennaspor. Erna Ómarsdóttir er höfundur verksins. Frumkvöðull á sínu sviði Minnisvarði reistur við Hófsvað í tilefni af aldarafmæli Guðmundar Jónassonar fjallabílstjóra. TÍMAMÓT 20 MARÍA SIGURÐARDÓTTIR Lilja „forever“ á leiksvið Spennandi leikár á Akureyri FÓLK 28 Rúnar Freyr og Hilmir í Borgarleikhúsið Bætast við öflugan hóp nýrra leikara í Borgar- leikhúsinu. FÓLK 34 Latabæjarsýn- ing á Íslandi Íslenskir aðdáend- ur Íþróttaálfsins og Sollu stirðu geta tekið gleði sína á ný. FÓLK 34 MENNING Reykjavíkurborg hefði ekki átt að leita út fyrir raðir félagsmanna Bandalags íslenskra listamanna (BÍL) er borgar- listamaður var tilnefndur. Áheyrnarfull- trúar BÍL lögðu fram bókun þess efnis er tekin var ákvörðun um að tilnefna Steinunni Sig- urðardóttur fatahönnuð. Guðmundur Oddur Magnússon, prófessor í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands, segir þetta afleita afstöðu hjá áheyrnar- fulltrúunum tveim, þeim Ágústi Guðmundssyni og Áslaugu Thorlacius. „99 prósent af list er drasl og 99 prósent af hönnun er drasl. Hvaðan góðir hlutir koma er ekki aðalatriðið.“ - fgg / sjá síðu 34 Listamenn gagnrýna borgina: Ósáttir við val á listamanni HANDBOLTI Einn ástsælasti íþrótta- maður þjóðarinnar, Sigfús Sigurðs- son, neyðist líklega til þess að leggja handboltaskóna á hilluna vegna hnjámeiðsla. „Það var verið að lappa upp á hnéð á mér fyrir þrem vikum svo ég geti labbað óhaltur og verkjalaus í framtíðinni. Ef ég spila aftur handbolta þá er það bara bónus,“ sagði Sigfús, sem fór í aðgerð á hné fyrir þrem vikum. Hann býst við því að vera við- loðandi handboltann í framtíðinni þar sem hann er að þjálfa hjá Val og er einnig að vinna fyrir HSÍ í útbreiðslustarfi. - hbg / sjá síðu 30 Sigfús Sigurðsson: Líklega leikið sinn síðasta leik SIGFÚS SIGURÐSSON Sigurður til Solna Sigurður Ingimundar- son er hættur að þjálfa hjá Keflavík og stýrir liði í Svíþjóð næsta vetur. ÍÞRÓTTIR 30 ERNA ÓMARSDÓTTIR Felur sig á leikhúsfjölunum Föstudagur Í MIÐJU BLAÐSINS BJARTVIÐRI Í dag verða norð- vestan 10-18 norðaustast og austast, annars hægari norðlæg átt. Bjart sunnan til og vestan en dálítil væta í fyrstu við norðaustur- ströndina en léttir svo víðast nokkuð til. VEÐUR 4 13 9 7 10 16 AÐGERÐAPAKKI FÓLKSINS Á AUSTURVELLI Mótmælendur sitja ekki aðgerðalausir þó að vissulega sé hægt að slaka á í blíðunni á milli anna. Þeir höfðu slegið upp skjaldborg heimilanna á Austurvelli í gær og meira að segja hvítbláinn var dreginn að húni. Evrópufánanum var einnig flaggað en gerðar höfðu verið smávægilegar breytingar á honum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI DÓMSMÁL Samningar Ríkiskaupa við Vodafone um síma- og gagnaflutn- ingaþjónustu fyrir Land spítalann hafa verið stöðvaðir. Kærunefnd útboðsmála segir verulegar líkur á að lög séu brotin með samnings- gerðinni. Síminn og Vodafone voru meðal bjóðenda í mars í útboði fyrir þriggja ára þjónustu fyrir Land- spítalann. Tilboð Vodafone var 185 milljónir króna, sem var 42 milljón- um undir tilboði Símans. Ríkiskaup sögðu stefnt að því að skrifa undir samninga við Vodafone í næsta mánuði en Síminn kærði málið á þeim forsendum að Vodafone hefði verið með neikvæða eigin fjárstöðu þegar tilboðið hefði verið sett fram og það væri andstætt lögum. „Það er ánægjulegt að kæru- nefndin skuli hafa stöðvað þetta ferli því það var klúður í uppsigl- ingu,“ segir Sævar Freyr Þráins- son, forstjóri Símans, um ákvörðun kærunefndarinnar sem tekin var á þjóðhátíðardaginn. Hrannar Pétursson, forstöðu- maður almennatengsla hjá Voda- fone, segist ekki geta tjáð sig um ákvörðun kærunefndar útboðsmála því hún hafi ekki borist fyrirtæk- inu. - gar Kærunefnd útboðsmála segir verulegar líkur á að Ríkiskaup séu að brjóta lög: Stöðva símasamning Landspítalans EFNAHAGSMÁL Skera á ríkisútgjöld niður og afla nýrra tekna til að ná hallanum á ríkissjóði niður um samtals 86 milljarða króna á árun- um 2009 og 2010. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins verður um sextíu prósent- um þessarar upphæðar náð fram með niðurskurði útgjalda og um fjörutíu prósentum með auknum tekjum. Ætlunin er sú að á árinu 2013 verði fjárlögin hallalaus. Meðal hagræðingaraðgerða sem stefnt er að er mikil endur- skipulagning ríkisstofnana. Þar á meðal mun vera rætt um sam- einingu Varnarmálastofnunar og Landhelgisgæslunnar og veruleg- ar breytingar á embætti Ríkislög- reglustjóra. Þá á að veita verkefn- um sem nú eru hjá ríkinu yfir á sveitarfélögin. Söfn á landsbyggð- inni verða sameinuð og sumar stofnanir lagðar niður. Rætt er um fækkun sendiráða og sölu sendi- ráðsbygginga erlendis, mikla fækk- un sýslumannsembætta og fækkun skattstofa, sem verði sameinaðar Ríkisskattstjóra. Spara á í rekstri ríkisins. Meðal annars verði ferðakostnaður á næsta ári aðeins helmingur þess sem hann var hjá ríkinu í fyrra. Lækka á útgjöld vegna stjórna og nefnda um helming og forðast í lengstu lög að ráða utanaðkomandi ráðgjafa til ríkisins. Laun hjá yfirmönnum ríkis- stofnana og -fyrirtækja verða felld undir kjararáð. Fara á sérstaklega yfir laun ríkisstarfsmanna með mánaðartekjur yfir 400 þúsund krónum og lækka hlutfallslega mest laun þeirra sem hafa hæstu launin. Aksturskostnaður og risna verða skorin niður. Af áðurnefndum 86 milljörðum má nefna að spara á 5,5 milljarða í almannatryggingakerfinu, til dæmis með lækkun á frítekjumarki ellilífeyrisþega. Draga á úr fram- lögum til Þjóðkirkjunnar um 450 milljónir og 420 milljónir sparist með því að hámarksgreiðsla úr Fæðingarorlofssjóði verði 350 þús- und krónur. Virðisaukaskattur á sumar matvörur, á borð við sykur, sem áður báru sjö prósenta skatt, verður eftirleiðis 24,5 prósent. Til að standa straum af sívax- andi útgreiðslum úr Atvinnuleysis- tryggingasjóði verður trygginga- gjald fyrirtækja hækkað úr 0,65 prósentum í 2,21 prósent. - gar Lækka á fjárlagahallann um 86 milljarða á tveimur árum Draga á úr halla ríkissjóðs á þessu ári og því næsta um samtals 86 milljarða króna, að mestu með niður- skurði útgjalda. Sameina á stofnanir og flytja verkefni til sveitarfélaga. Fjárlög eiga að verða hallalaus 2013. STEINUNN SIGURÐARDÓTTIR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.