Fréttablaðið - 19.06.2009, Síða 8
8 19. júní 2009 FÖSTUDAGUR
VIÐSKIPTI Sjaldan hefur verið meiri
þörf en nú á leiðbeiningum um góða
stjórnarhætti fyrirtækja, að mati
Gylfa Magnússonar viðskiptaráð-
herra. Nýja útgáfu slíkra leiðbein-
inga sem kynnt var í gær sagði
hann þó vekja blendnar tilfinning-
ar, en Viðskiptaráð Íslands, Samtök
atvinnulífsins og Kauphöllin kynntu
í gær þriðju og mikið endur bætta
útgáfu leiðbeininganna. Fyrsta
útgáfa þeirra kom út árið 2004 og
var endurbætt ári síðar, en hefur
síðan verið óbreytt.
Gylfi segir blendnar tilfinn-
ingar þó ekki til komnar af því
að reglurnar séu slæmar, þvert á
móti séu þær um margt ágætar.
„Skýringin á blendnum tilfinning-
um er einfaldlega forsagan. Ekki
hefur gengið nógu vel að fá þá
sem áttu að fylgja slíkum reglum
til þess að gera það,“ segir hann.
Þörfin á gagnsæi og skýrum regl-
um um stjórnarhætti sé hins vegar
aldrei meiri en á endur reisnar- og
umbrotatímum sem þessum. „Hvort
sem okkur líkar betur eða verr fara
allt of mörg fyrirtæki nú í gegnum
fjárhagslega endurskipulagningu
og lenda jafnvel í fanginu á fjár-
málafyrirtækjum sem um tíma að
minnsta kosti eru í eigu ríkisins.
Þetta er auðvitað afleitt ástand
á alla kanta og býður heim þeirri
hættu að stjórnarhættir verði eitt-
hvað sérkennilegir, fyrirtækjum
mögulega mismunað, fákeppnis-
sjónarmið ekki höfð til hliðsjónar
og ýmislegt annað af þeim toga. Það
hlýtur því að vera sérstakt áherslu-
atriði hjá þeim sem halda utan um
þetta ferli allt saman að reyna að
sjá til þess að leiðbeiningum á borð
við þessar sé fylgt.“
Í inngangi leiðbeininganna
kemur fram að viðtökur við fyrri
útgáfu hafi valdið nokkrum von-
brigðum. „Því miður má segja að
ófarir undanfarinna missera bendi
til brotalama í stjórnarháttum
margra fyrirtækja, bæði hérlendis
og erlendis.“
Í kynningu Þórðar Friðjónssonar,
forstjóra Kauphallarinnar, kom
fram að leggja ætti aukna áherslu
á alla eftirfylgni við að reglunum
yrði framfylgt í fyrirtækjum land-
ins. Þannig yrði haft samstarf við
nýtt Rannsóknasetur um stjórnar-
hætti hjá Háskóla Íslands, um að
greina og kanna upptöku regln-
anna í fyrirtækjum landsins. Þær
ættu enda víða við, ekki bara hjá
skráðum fyrirtækjum. Þá kæmu
þær til með að gagnast fjárfestum,
stjórnar mönnum, fjölmiðlafólki og
hverjum þeim sem veita vildi við-
skiptalífinu aðhald.
Reglurnar væru fyrsta skrefið í
að koma á hugarfarsbreytingu þar
sem fólk sætti sig ekki við að eiga
viðskipti við fyrirtæki sem stöðugt
störfuðu á „gráum svæðum“ reglu-
verks. Þá mæltist hann til þess að
ríkisstjórnin kæmi leiðbeiningun-
um til stjórnenda opinberra fyrir-
tækja. olikr@frettabladid.is
LÖGREGLUMÁL „Það er enginn vafi
á því að það er hægar ekið,“
segir Kristján Þorbjörnsson,
yfirlögregluþjónn á Blönduósi.
Hann segir að aksturslag sé
betra; þeir sem sektaðir séu
fyrir hraðakstur aki hægar en
áður.
Kristján telur ástæður betra
aksturslags og fækkunar
hraðasekta samtvinning margra
þátta. Hærri sektir, aukið eftirlit
og meiri sýnileiki lögreglu hafi
áhrif auk hærra eldsneytisverðs.
Hann bætir við að heldur minni
umferð sé um svæðið en undan-
farin ár. „Það hefur verið lítið
um óhöpp og slys, sem er mjög
jákvætt,“ segir hann. - bþa
Færri sektaðir á Blönduósi:
Hraðinn minni
á þjóðveginum
Bílahreinsivörur
Þú sparar
3.746.-
TILBOÐ
2.990.-PAKKI 1Verð áður 6.736.-
LÖGREGLUMÁL „Innbrotum fjölgaði
heilmikið í byrjun árs og hefur
það haldist,“ segir Gunnar Hilm-
arsson, aðalvarðstjóri lögregl-
unnar á höfuðborgarsvæðinu.
Hann telur óhætt að fullyrða að
þessi aukning sé ákveðið kreppu-
merki. Aðspurður segist hann
ekki sjá meira um heimabrugg
eða landasölu þrátt fyrir að
kreppi að heimilunum.
Einnig segir Gunnar að stuldur
á hjólum aukist iðulega á þessum
árstíma. Ekki sé um skipulagða
starfsemi að ræða heldur ein-
staklinga sem ferðist á hjólunum
stutta vegalengd og skilji þau svo
eftir. - bþa
Hjólastuldur eykst á sumrin:
Innbrotaalda í
kreppunni
Á KYNNINGARFUNDI Í GÆR Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnu-
lífsins, Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, Gylfi Magnússon viðskiptaráð-
herra og Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, kynntu í gær nýtt
rit um stjórnarhætti fyrirtækja. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Vilja endurheimta traust
Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Kauphöllin hafa gefið út endurskoðaðar leiðbeiningar um
stjórnarhætti fyrirtækja. Viðskiptaráðherra segir þær góðar og mikilvægar, en vekja blendnar tilfinningar.
Reglurnar fá víðtækara gildissvið.
Þeim er ekki einungis beint að
skráðum félögum heldur öllum
félögum sem teljast til eininga
tengdra almannahagsmunum.
Nýr kafli hefur verið saminn
um hluthafafundi og hlutverk
stjórnar skýrt og útfært nánar.
Hnykkt er á mikilvægi samstarfs
og markmiðasetningar.
Samdir hafa verið nýir kaflar
um innra eftirlit og áhættustýr-
ingu, siðareglur og samfélags-
lega ábyrgð, samskipti stjórnar
við hluthafa, um stjórnarfor-
menn og helstu skyldur þeirra og
um framkvæmdastjóra og þeirra
helstu skyldur.
Þá hefur kafli um endurskoð-
unarnefnd verið færður til sam-
ræmis við nýlega lagasetningu.
Hlutverk starfskjaranefndar er
skýrt nánar og nýr kafli saminn
um grundvallaratriði starfskjara-
stefnu.
Nýr kafli hefur verið saminn
um tilnefningarnefnd, auk þess
sem kveðið er á um stórbætta
upplýsingagjöf, bæði einstakl-
ingsbundna og almenna, til hlut-
hafa og annarra hagsmunaaðila í
ársreikningum og á vefsíðu.
HELSTU
NÝJUNGAR
NÝRRA
LEIÐBEININGA
MENNTUN „Allir sem eru undir
átján ára aldri eiga rétt á skóla-
vist og þeim mun verða tryggð slík
vist. Það verður bara að gera það,“
segir Sigurbjörg Jóhannesdóttir,
sérfræðingur í menntamálaráðu-
neytinu, sem þessa dagana fer yfir
umsóknir í framhaldsskóla lands-
ins. Samtals bárust 4.437 umsókn-
ir frá nemendum úr 10. bekk, sem
eru um 96 prósent þeirra sem luku
grunnskólanámi í ár.
Sagt var frá því í blaðinu
á þriðjudag að menntaskólar
neyddust til að vísa mörgum
umsækjendum frá. Til að mynda
verða 308 nemendur teknir inn
í Verzlunarskóla Íslands af 520
umsækjendum. Svipað er uppi
á teningnum hjá Menntaskólan-
um við Hamrahlíð, en þar verða
ríflega 300 nemendur innritaðir af
470 umsækjendum.
Hver nemandi hefur kost á að
sækja um fjóra framhaldsskóla.
Að sögn Sigurbjargar verður
unnið sérstaklega með þau til-
felli þegar umsækjandi fær ekki
inngöngu í neinn þeirra fjögurra
skóla sem sótt er um. „Þessum
einstaklingum verður fundinn
skóli. Þeir sem sækja um bók-
nám fara í bóknámsskóla og þar
fram eftir götunum,“ segir Sigur-
björg. Spurð hvort til greina komi
að finna umsækjendum á höfuð-
borgarsvæðinu skólapláss úti á
landi segist Sigurbjörg ekki búast
við að slíkt verði nauðsynlegt. - kg
Tæplega 96 prósent 10. bekkinga sóttu um að komast í framhaldsskóla:
Öllum verður tryggð skólavist
NÝTT UPPHAF Framhaldsskólar landsins
hafa frest fram í miðja næstu viku til að
fara yfir umsóknir. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
DÓMSMÁL Tæplega þrítugur karl-
maður hefur verið ákærður fyrir
stórfellt og ítrekað skjalafals, svo
og þjófnaði og fíkniefnabrot.
Maðurinn framvísaði tékka að
upphæð rúmlega 240 þúsund í
Glitni. Hann vissi að tékkinn var
falsaður og falsaði svo framsals-
áritunina.
Næst framvísaði maðurinn
tveimur fölsuðum tékkum upp á
tæpar 700 þúsund krónur í KB
banka.
Þá bar hann niður í versluninni
BT í Skeifunni. Þar sveik hann út
heimabíókerfi ásamt fylgihlutum
fyrir rúm 320 þúsund.
Í desember 2007 blekkti maðurinn
svo starfsmenn Kaupþings banka
símleiðis til að millifæra heimildar-
laust tæp sautján þúsund af tékka-
reikningi annars manns yfir á sinn
reikning. Hann hafði komist yfir
lykilnúmer og tókst að nota það í
þessum tilgangi.
Skömmu áður hafði hann blekkt
starfsmenn í tveimur útibúum
Landsbankans til að taka út 104
þúsund af tveimur bankareikning-
um, sem maðurinn sló eign sinni
á.
Auk þessa var maðurinn ákærð-
ur fyrir ítrekuð fíkniefnabrot, bíl-
þjófnað og innbrot þar sem hann
stal fartölvum, myndavél og tveim-
ur fjarstýringum. - jss
FJÁRSVIK Maðurinn er ákærður fyrir skjalafals sem miðaði að því að svíkja út
hundruð þúsunda.
Ákærður fyrir stórfellt og ítrekað skjalafals:
Sakaður um að svíkja
út háar fjárhæðir
CALGARY, AP Gestum dýragarðsins
í borginni Calgary í Kanada brá í
brún í gær þegar þeir náðu mynd-
um af górillunni Bartiku þar sem
hún otaði hnífi að sambýlisgórillu
sinni í búri þeirra. Yfirmenn í
dýragarðinum segja Bartiku ekki
hafa ætlað að skaða hina górill-
una með hnífnum.
Að sögn Cathy Gaviller,
fræðslustjóra dýragarðsins, var
hnífurinn óvart skilinn eftir af
starfsmanni sem fór inn í gór-
illubúrið til að skilja eftir mat.
Hnífur inn var tekinn af Bartiku
örfáum mínútum eftir að hann
uppgötvaðist.
Að sögn Gaviller er það ekki
í eðli górilla að brúka vopn.
„Bartika hafði aldrei í hyggju að
fremja ofbeldisverknað,“ segir
Gaviller. - kg
Ferðamönnum brá í brún:
Górilla afvopn-
uð í dýragarði
GÓRILLA Óvarkár
starfsmaður skildi
hnífinn eftir í búr-
inu. Fræðslustjóri
dýragarðsins telur
að górillan hafi
aldrei haft í hyggju
að fremja ofbeldis-
verknað þótt hún
væri vopnuð hnífi.
NORDICPHOTOS/AFP
SÓMALÍA, AP Að minnsta kosti
tuttugu manns létu lífið í sjálfs-
morðsárás við hótel í Sómalíu
í gær. Á meðal hinna látnu var
varnarmálaráðherra landsins,
Omar Hashi Aden.
Að sögn sjónarvotta var lítill
bíll sprengdur í loft upp fyrir
framan hótelið.
Forseti landsins hefur sakað
Al-Kaída um að standa að baki
árásinni. Sérfræðingar hafa
lýst yfir ótta við að stjórn-
leysið í landinu verði til þess
að íslamskir hryðjuverkahópar
muni í auknum mæli nota landið
sem höfuðstöðvar sínar.
- þeb
Sjálfsmorðsárás í Sómalíu:
Ráðherra á
meðal látinna
1 Hvar er ódýrast að fara í
sund á höfuðborgarsvæðinu?
2 Hvaða hljómsveit er að gefa
út sína fimmtu plötu á jafn
mörgum árum?
3 Hvaða þýska félag er hand-
knattleiksmaðurinn Sverre
Jakobsson að ganga til liðs við?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 34
VEISTU SVARIÐ?