Fréttablaðið - 19.06.2009, Page 19
„Ég bjó til salat sem er í uppáhaldi
hjá mér og kjúklingaböku með,“
segir Erna Guðrún Agnarsdóttir,
námsstjóri hjá Endurmenntun
Háskóla Íslands. „Þetta er brokkólí-
salat og uppistaðan í því er hrátt
brokkólí sem er ljónhollt. Það er
örugglega komið hátt á annan ára-
tug síðan ég fékk þetta fyrst þegar
ömmusystir mín kom frá Ameríku
í heimsókn en þá var það mjög vin-
sælt þar á bæ.“
Kjúklingabökuna segist Erna
Guðrún hafa fikrað sig áfram með.
„Ég fer sjaldan eftir uppskriftum.
Í bökunni er grunnurinn alltaf sá
sami. Innihald bökunnar getur svo
verið mismunandi og það ræðst af
manns eigin hugarflugi, til dæmis
basil og tómatar í staðinn fyrir
kjúklinginn, sveppina og gráða-
ostinn.“
Erna Guðrún segir að báða rétt-
ina sé auðvelt að gera fyrir fram,
jafnvel deginum áður, og auðvelt
sé að taka þá með í lautarferðir,
sumarbústaðinn eða til að eiga í
frystinum.
Aðspurð segist Ernu Guðrúnu
finnast gaman að elda. „Það er
áhugamál mitt að skoða uppskriftir
án þess að ég fari endilega eftir
þeim. Ég fæ hugmyndir og vinn
með þær. Ég sé uppskrift og kann
einhver grunn og blanda svo bara
saman því sem mér finnst gott.“
martaf@frettabladid.is
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447
KVENNAHLAUP SJÓVÁR OG ÍSÍ verður hlaupið
nú í tuttugasta sinn á morgun, laugardaginn 20. júní, og í
þetta sinn í samstarfi við Krabbameinsfélag Íslands.
200 g hveiti
150 g rjómaostur
½ dl vatn
Sett í matvinnsluvél
og hrært þar til deigið
hleypur í kúlur.
250 g sveppir, skornir
í bita
2 væn hvítlauksrif
olía til steikingar
væn lúka af spínati og
klettasalati
1 dós sýrður rjómi
1 dl rjómi
4 egg
150 g rifinn ostur
100 g gráðaostur
300 g steiktur kjúklingur,
skorinn í smáa bita
pipar úr kvörn
Maldon-salt
Sveppir léttsteiktir,
með hvítlauk, pipar og
salti. Takið af hita og
spínati og klettasalati
bætt söxuðu saman
við. Sýrðum rjóma,
rjóma og eggi blandað
saman. Öllu blandað
saman og hellt yfir
bökubotninn sem búið
er að setja í eldfast
form. Gráðaosturinn
mulinn yfir og rifinn
ostur settur á. Bakað
í 40 til 45 mínútur við
180 gráður.
Brokkólísalat
6 bollar hrátt brokkólí,
búið að klippa blómin
smátt af stilkum
350 g stökksteikt beikon,
skorið í bita
1 bolli saxaðar rúsínur
½ bolli smátt saxaður
rauðlaukur
Öllu blandað saman.
Dressing
1 bolli mæjónes og sýrð-
ur rjómi til helminga
4 msk. edik
3 msk. sykur
Öllu hrært saman og
blandað við salatið.
BAKA MEÐ KJÚKLINGI, SVEPPUM OG OSTI
FYRIR 10
Fjölbreytt og ljónhollt
Ernu Guðrúnu Agnarsdóttur finnst gaman að skoða uppskriftir, fá hugmyndir og vinna með þær í eldhús-
inu. Hún gefur lesendum Fréttablaðsins uppskriftir að réttum sem gott er að taka með í lautarferðir.
Erna Guðrún Agnarsdóttir bjó til brokkólísalat frá ömmusystur sinni og böku þar sem innihaldið ræðst af hugarfluginu.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
A
LL
I
Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Heimasíða www.perlan.is
H
rin
g
b
ro
t
Næg ókeypis bílastæði
við Perluna
Ódýrt og gott!
Súpubar 620 kr. · Salatbar 990 kr.
Súpa og salatbar á aðeins 1.430 kr.
~ NÝBAKAÐ BRAUÐ FYLGIR MEÐ SÚPU- OG SALATBAR. ~
Í kaffiteríunni Perlunnar er hægt
að fá alls kyns góðgæti á frábæru
verði: Crépes, samlokur, pizzur
og smurt brauð. Eins er hægt að
fá heimatilbúinn ítalskan ís, alls
kyns ísrétti, kökur og tertur.
Komnar aftur!
Láttu belgísku vöfflurnar
eftir þér, þær eru algjörlega
þess virði. Nú enn betri með
kanil auk vanillu.
E
lf
a
D
ög
g
M
ah
an
ey
R
ek
st
ra
rs
tj
ór
i k
af
fi
te
rí
u
n
na
r
HELSA