Fréttablaðið - 19.06.2009, Page 42

Fréttablaðið - 19.06.2009, Page 42
30 19. júní 2009 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is HANDBOLTI „Það er voða lítið hægt að segja um hnéð á þessu stigi. Ég verð bara að bíða og sjá hvernig þetta verður. Það var verið að gera það sama og síðast nema að hnjá- liðurinn er orðinn ónýtur, sem er ekki gott. Svo var verið að laga brjósk, bora göt og reyna að lappa upp á þetta og þá aðallega til þess að ég geti gengið óhaltur og verkja- laus í framtíðinni. Ef ég spila aftur handbolta þá er það bónus,“ sagði handknattleikskappinn Sigfús Sigurðsson. Þessi 34 ára gamli handknatt- leikskappi hefur að öllum líkindum spilað sinn síðasta handboltaleik. Hnéð á honum er illa farið eins og hann sagði sjálfur. Nú skiptir heilsan miklu máli enda hefur Sig- fús ekki áhuga á því að haltra eða ganga við staf það sem eftir er ævinnar. Silfrið var ekki án fórna „Ég var orðinn slæmur í hnénu fyrir svona einu og hálfu ári. Svo kom þessi undankeppni fyrir Ólympíuleikana og þá tók ég þá ákvörðun að hætta öllu væli og reyna að koma mér í stand ef mér stæði síðan til boða að fara til Kína. Það kostaði sitt. Silfrið var ekki án fórna,“ sagði Sigfús. „Nú snýr maður sér bara að ein- hverju öðru, hvort sem það verð- ur golf eða þjálfun eða eitthvað annað. Nú er ég bara að reyna að venjast þeirri tilhugsun að þess- um kafla sé lokið. Ég get ekki gert annað þar til annað kemur í ljós. Það er betra að vera með minni væntingar en meiri á þessu stigi málsins.“ Miðlar af reynslu sinni til ungra krakka Sigfús fór í aðgerð fyrir þrem vikum og hnéð er enn afar bólgið. Hann styðst við hækjur til að kom- ast leiða sinna. Hann segist þurfa að vera þolinmóður en síðan tekur endurhæfing við. „Ég er nokkurn veginn kominn á aldur í handboltanum og þarf að hugsa um annað. Ég mun fara að þjálfa hjá Val og halda svo áfram í útbreiðslu- og kynningarstarfi hjá HSÍ. Svo verð ég eitthvað í því að fara áfram í grunn- og gagn- fræðaskólana til að sinna forvarn- arstarfi sem ég hef verið í. Svo er aldrei að vita nema ég skelli mér í skóla eftir átján ára hlé,“ sagði Sig- fús léttur spurður hvað tæki við að loknum ferlinum. Hann hefur lifað tímana tvenna á löngum ferli sem meðal annars varð hlé á þegar hann varð undir í baráttunni við Bakkus. Það var lærdómsrík reynsla fyrir Sig- fús, sem hefur reynt að miðla af reynslu sinni til ungra krakka svo þeir brenni sig ekki á sama hátt og hann. „Ef það hefði verið almenni- legt forvarnarstarf þegar ég var í grunnskóla hefði ruglið og vitleys- an á mér líklegast ekki orðið eins mikið og raun bar vitni. Hugsan- lega hefði ég aldrei byrjað. Það verða einhverjir að verða öðrum víti til varnaðar og það er komið að mér að deila minni reynslu með þeim sem þurfa á því að halda. Ef það verður til þess að hjálpa ein- hverjum, jafnvel þó það séu ekki nema einn til tveir í hverjum árgangi, þá er það frábært og þess virði,“ sagði Sigfús. Var í lélegasta forminu af öllum í Ólympíuþorpinu „Það er ekkert létt að sætta sig við þá hugsun að þetta sé líklega búið. Ég setti mér aftur á móti mark- mið þegar ég fór af stað aftur árið 1998. Þá vildi ég sjá hvort ég gæti þetta ekki ennþá og svo í kring- um EM 2002 lýsti ég því yfir að ég ætlaði mér að vinna til verðlauna á stórmóti. Það tókst síðasta sumar og ég get því ekki annað en stigið sáttur frá borði. Ég er mjög sáttur við minn feril og ekki ónýtt að enda með medalíu á Ólympíuleikum,“ sagði Sigfús, sem er þakklátur fyrir að hafa fengið að taka þátt í ævintýr- inu í Peking. „Það er ekkert sjálfgefið að maður eins og ég, sem var á síð- ustu dropunum, fái að taka þátt í stærsta íþróttamóti heims. Ég held ég geti vel sagt að ég hafi verið í lélegasta forminu af öllum í Ólympíu þorpinu og það er ekki sjálfgefið að slíkur maður fái að vera með. Ég tel mig samt hafa náð að skila einhverju til liðsins. Ég vissi að ég yrði varaskeifa en þá fór ég áður í fýlu. Ég gerði hugarfarsbreytingu þar fyrir leik- ana enda vissi ég líka að ástæðan fyrir því að ég fór var sú að Vignir [Svavarsson] var svo óheppinn að meiðast. Því miður fyrir hann en eins dauði er annars brauð í þessum bransa,“ sagði Sigfús auðmjúkur. Í hönd fara hjá honum erfiðir mánuðir í endurhæfingu þar sem hann þarf meðal annars að taka af sér þrjátíu kíló til þess að létta á álaginu á hnénu. Það er ekki auð- velt verk þegar menn eiga erfitt með að hreyfa sig. „Það gengur vel því fjögur kíló eru farin á fjórum vikum bara út af breyttu mataræði. Ég held jákvæður inn í þennan nýja slag sem bíður mín,“ sagði Sigfús að lokum. henry@frettabladid.is Rússajeppinn kominn á endastöð Einn ástsælasti íþróttamaður þjóðarinnar, Sigfús Sigurðsson, þarf líklega að leggja skóna á hilluna vegna þrálátra hnémeiðsla. Sigfús var að koma úr enn einni aðgerðinni og vonast til þess að verða ekki haltur til æviloka. Hann ætlar að einbeita sér að þjálfun og forvarnarstarfi í grunnskólum landsins. SÍÐASTI LEIKURINN? Sigfús huggar hér liðsfélaga í Val síðasta vor eftir að Valur hafði tapað úrslitaeinvíginu gegn Haukum um Íslandsmeistaratitilinn. Það var líklega síðasti handboltaleikur Sigfúsar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SILFRIÐ KOSTAÐI SITT Sigfús lagði mikið á sig til þess að spila í Peking en það kost- aði sitt þar sem hnéð var afar illa leikið eftir leikana.. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ÍÞRÓTTIR Vegna viðgerðar á háspennukerfi í Hafnarfirði og Garðabæ þurfti Fréttablaðið að fara í prentun klukkan 20 í gær- kvöldi. Af þeim sökum eru engin úrslit úr VISA-bikarnum í blað- inu í dag. Við bendum lesendum á íþróttavef Vísis þar sem má finna öll úrslit gærkvöldsins. Prentun Fréttablaðsins: Engin úrslit KÖRFUBOLTI Körfuknattleiksdeild Keflavíkur stendur nú frammi fyrir því í fyrsta sinn í langan tíma að finna nýjan þjálfara. „Sigurður er búinn að vera hjá okkur í tólf ár og við höfum ekk- ert þurft að hugsa um. Nú er allt í einu komin upp ný staða,“ sagði Margeir Elentínusson, formaður körfuknattleiksdeildar. „Við erum annars ekkert farnir að spá í framhaldið. Við munum boða til fundar eftir helgina og fara yfir þá möguleika sem eru í stöðunni. Eftir það munum við ræða við einhverja aðila. Við erum opnir fyrir öllu í þeim efnum og næsti þjálfari þarf ekki endilega að koma frá Keflavík,“ sagði Margeir. - hbg Þjálfaramál Keflavíkur: Erum opnir fyrir öllu > Fram og FH fá tíu milljónir frá KSÍ KSÍ úthlutaði á dögunum í annað sinn úr mannvirkjasjóði sínum. Að þessu sinni var 34 milljónum króna úthlutað sem fóru til átta félaga. Mest fengu Fram og FH eða tíu milljónir hvort félag. Fram vegna aðstöðu í Úlfarsárdal og FH vegna stúkubyggingar sinnar. Sjóðnum er ætlað að styðja við nýframkvæmdir knattspyrnumann- virkja til að skapa iðkendum, stjórnendum og áhorfendum sem besta aðstöðu. KSÍ gerir ráð fyrir að úthluta 200 milljón- um úr sjóðnum til ársins 2011. Landsliðsþjálfarinn Siguður Ingimundarson hefur ákveðið að venda sínu kvæði í kross og yfirgefa herbúðir Kefla- víkur og skrifa undir árs langan samning við sænska úrvalsdeildarfélagið Solna frá Stokkhólmi. „Þetta er bara klappað og klárt og ég skrifaði undir eins árs samning við Solna. Mér leist bara vel á allar aðstæður hjá félaginu og þetta er góður klúbbur með mikinn metnað. Þeir hafa staðið sig vel undanfarin ár og stefna enn lengra þannig að þetta er bara skemmtileg áskorun sem mér líst mjög vel á,“ segir Sigurður brattur en hann tekur við starfinu af Finnanum Pekka Salminen. Sigurður tók við þjálfun Keflavíkur haustið 1996 og stýrði því til ársins 2003 þegar hann tók sér árs frí frá þjálfun. Sigurður stýrði svo Keflavíkurliðinu frá árinu 2004 og út síðasta keppnistímabil. Á þessum árum hefur Sigurður unnið fimm Íslandsmeistaratitla með félaginu. „Ég var búinn að vera lengi hjá sama félaginu og það er því skemmtilegt að breyta algjörlega um umhverfi þegar maður ákveður loks að yfirgefa Keflavík. Sænska deildin hefur líka styrkst mikið síð- ustu ár og er orðin nokkuð kröftug deild með mörg góð lið. Sænska og finnska deildin eru svipaðar að styrkleika og eru sterkustu deildirnar á Norðurlöndum,“ segir Sigurður en hann hefur engar áhyggjur af því að Keflavík finni ekki góðan eftirmann til að þjálfa Suðurnesjaliðið. „Keflavík er í sterkri stöðu að mínu mati og það er mikið af góðum þjálfurum sem eru á lausu,“ segir Sigurður. Samningur Sigurðar við Solna mun ekki hafa neinar breytingar í för með sér varðandi landsliðsþjálfarastarf hans hjá karlalandsliðinu en hann ætlar að standa við núgildandi samning sinn við KKÍ. „Ég virði bara minn samning við KKÍ og klára því þessa leiki sem landsliðið á eftir í b-deild Evrópukeppninnar í ágúst. Við höfum ekkert rætt um framhaldið því það var bara ákveðið að klára þessa leiki fyrst,“ segir Sigurður sem heldur svo út til Svíþjóðar í byrjun september. SIGURÐUR INGIMUNDARSON: SKRIFAR UNDIR EINS ÁRS SAMNING VIÐ SÆNSKA ÚRVALSDEILDARFÉLAGIÐ SOLNA Skemmtilegt að breyta algjörlega um umhverfi FÓTBOLTI Þýska félagið FC Bayern hefur sett portúgalska bakvörð- inn Jose Bosingwa efstan á óskal- ista sinn fyrir sumarið. Bayern staðfesti í gær að við- ræður við Chelsea um kaup á leikmanninum væru í gangi. Miðað við hversu vel Bosingwa spilaði í vetur er ekki talið líklegt að Chelsea vilji selja hann nema Bayern sé tilbúið að selja þeim Frakkann Franck Ribery sem er undir smásjá margra félaga þessa dagana. Þar á meðal er Man. Utd og Real Madrid. Bayern segir það ekki koma til greina að selja leik- manninn eins og staðan sé í dag. - hbg FC Bayern: Vill fá Jose Bosingwa BOSINGWA Var frábær með Chelsea í vetur. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.