Fréttablaðið - 19.06.2009, Qupperneq 46
34 19. júní 2009 FÖSTUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
LÖGIN VIÐ VINNUNA
LÁRÉTT 2. skíðaíþrótt, 6. gat, 8.
fyrirboði, 9. kvk. nafn, 11. fyrir hönd,
12. flatfótur, 14. kvk nafn, 16. skóli,
17. dýrafita, 18. andi, 20. tveir eins,
21. staðarnafn.
LÓÐRÉTT 1. tarfur, 3. í röð, 4. ósigur,
5. lík, 7. land í Evrópu, 10. flýtir, 13.
angan, 15. illgresi, 16. skammst., 19.
tveir eins.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. brun, 6. op, 8. spá, 9. lóa,
11. pr, 12. ilsig, 14. lilja, 16. ma, 17.
mör, 18. önd, 20. ff, 21. oddi.
LÓÐRÉTT: 1. boli, 3. rs, 4. uppgjöf,
5. nár, 7. pólland, 10. asi, 13. ilm, 15.
arfi, 16. möo, 19. dd.
Íslenskir aðdáendur Íþróttaálfsins og Sollu stirðu
ættu að geta tekið gleði sína á ný. Því samkvæmt
heimildum Fréttablaðsins eru forsvarsmenn
Latabæjar nánast búnir að ákveða að setja upp
Latabæjar leiksýningu á Íslandi á næsta ári. Tíu
ár verða þá liðin síðan leiksýningin Glanni glæpur
í Latabæ sló öll aðsóknarmet í Þjóðleikhúsinu.
Latibær hóf í kjölfarið mikla útrás til Evrópu,
Bandaríkjanna og nú síðast Suður-Ameríku þar
sem þetta hugarfóstur Magnúsar Scheving hefur
slegið rækilega í gegn. Latabæjarleiksýningar hafa
nú verið settar upp bæði í Mexíkó og á Bretlandi
og samkvæmt síðustu tölum höfðu yfir ein milljón
aðgöngumiða verið seldir.
Ekki liggur fyrir hvar og hvenær sýningin verður
frumsýnd. Hins vegar má reikna með að sýningin
verði mikill smellur enda
selst Latabæjarvarningur nú
sem aldrei fyrr. Eftir því sem
Fréttablaðið kemst næst er
enn ekki komið á hreint hvort
leitað verði að nýjum íslenskum
Íþróttaálfi eða hvort Magnús
Scheving sjálfur bregði sér í ljósbláa
ofurhetjubúninginn. Þá hefur ekki fengist
staðfest hvort Stefán Karl Stefánsson, sjálfur
Glanni glæpur, muni endurtaka hlutverk sitt sem
skúrkurinn ógurlegi. Fréttablaðið hafði samband
við Hlyn Sigurðsson, upplýsinga -
fulltrúa Latabæjar, en hann vildi
hvorki játa né neita því að þetta væri
satt.
- fgg
Latabæjarsýning fyrirhuguð á Íslandi
SAMAN Á SVIÐ Glanni glæpur og
Íþróttaálfurinn endurnýja kynni sín við
íslenskt smáfólk þegar ný íslensk Lata-
bæjarsýning verður sett upp á næsta ári.
„Við erum að styrkja hópinn. Hér
er sterkur hópur leikara fyrir og
það er að bætast í hann,“ segir
Magnús Geir Þórðarson, leikhús-
stjóri í Borgarleikhúsinu.
Þau tíðindi berast nú úr Borgar -
leikhúsinu að einn vinsælasti
leikari þjóðarinnar, Hilmir Snær
Guðnason, hafi fastráðið sig við
Borgarleikhúsið. Hann hefur
ekki verið á föstum samningi
við leikhús í fjögur ár en hann
sagði samningi sínum við
Þjóðleikhúsið lausum við síðustu
leikhússtjóraskipti. Magnús
Geir er að sópa til sín öflugum
leikurum. Þannig er Rúnar Freyr
Gíslason einnig að ganga til liðs
við Borgarleikhúsið – en hann
leikur nú í Kardimommubæ
Þjóðleikhússins. Áður höfðu
Þröstur Leó, Jóhann Sigurðarson,
Guðjón Davíð Karlsson, Kristín
Þóra og Hallgrímur Ólafsson
gengið til liðs við Magnús og hans
fólk. „Hilmir er klárlega einn
vinsælasti leikari undanfarinna
ára og hér bíður hans fjöldi
spennandi verkefna. Hann mun
verða áberandi á fjölunum en
Hilmir mun einnig leikstýra.
Hann tekst fyrst á við gríðarlega
flott og margverðlaunað verk,
August, eftir Tracy Letts, sem
hefur sópað til sín verðlaunum
á borð við Tony- og Pulitzer-
verðlaunin. Þetta leikrit hefur
verið heitasta verkið á Broadway
að undanförnu og fer nú sem eldur
um sinu um heiminn.“
Stór hópur leikara fer með
hlutverk í sýningunni en
það er svo sjálfur KK sem
semur tónlistina en hann
hefur ekki verið á stóra sviði
Borgarleikhússins síðan hann
sló rækilega í gegn í Þrúgum
reiðinnar. Magnús Geir
segir að frumsýning
verði í október.
- jbg
FENGUR FYRIR
MAGNÚS GEIR
Borgarleikhúsið
styrkir leikhóp sinn til
muna og eru Hilmir
Snær og Rúnar Freyr
meðal þeirra sem hafa
fastráðið sig við húsið.
Rúnar Freyr og Hilmir í Borgarleikhúsið
HUMAR 2000 KR/KG
MARINERUÐ
STÓR LÚÐU STEIK
ROÐLAUUS/BEINLAUS
1.990KR/KG
Áheyrnarfulltrúar Bandalags
íslenskra listamanna, BÍL, í menn-
ingar- og ferðamálaráði lögðu fram
bókun við þá ákvörðun að Stein-
unn Sigurðardóttir fata hönnuð-
ur var útnefnd borgarlistamaður
Reykjavíkurborgar. Allir kjörnir
fulltrúar menningar- og ferða-
málaráðs greiddu útnefningunni
atkvæði sitt. Í bókun áheyrnar-
fulltrúanna kemur fram að
ástæðulaust sé fyrir menningar-
og ferðamálaráð að leita út fyrir
Bandalag íslenskra listamanna
en félagar í BÍL eru þrjú þúsund.
„Borgar listamaður er heiðursnafn-
bót sem jafnframt fylgir peninga-
upphæð. Á þeim tímum þegar mjög
þrengir að hjá listamönnum, jafn-
vel meira en hjá flestum öðrum
starfsstéttum er mikilvægt að
listamenn hljóti þó það sem lista-
mönnum ber,“ segir í bókuninni.
Jafnframt er tekið skýrt fram að
ekki sé verið að vega að Steinunni
Sigurðardóttur í bókuninni. „Enda
hefur hún þegar fengið margvís-
lega og verðskuldaða viðurkenn-
ingu fyrir störf sín.“ Eftir því sem
Fréttablaðið kemst næst er þetta í
fyrsta skipti í mörg ár sem fram
kemur bókun frá áheyrnarfulltrú-
um BÍL þegar borgarlistamaður er
tilnefndur.
Ágúst Guðmundsson kvikmynda-
leikstjóri var annar áheyrnar-
fulltrúanna frá BÍL. Hann sagðist
í samtali við Fréttablaðið ekki ætla
að taka það hlutverk að sér að skil-
greina orðið listamaður. „Borgar-
stjórn vill þó greinilega túlka
það hugtak á víðari hátt en við.“
Ágúst segist hafa viljað að borg-
arlistamaður kæmi úr hefðbundn-
ari hópi listamanna og bendir í því
samhengi á að aðildarfélögin að
BÍL séu fjórtán. „Margir íslensk-
ir hönnuðir eru að gera það gott
á erlendum vettvangi og þá ekki
síst Steinunn. Okkur finnst full
ástæða til að meta það að verð-
leikum en útnefning borgarlista-
manns er ekki rétti vettvangurinn
fyrir það.“
Fulltrúar meirihlutans í menn-
ingar- og ferðamálaráði lögðu
fram bókun í kjölfar þessa og
þar kemur fram að í reglum um
útnefningu borgarlistamanns sé
þess ekki getið að sá sem hljóti
útnefningu þurfi að tilheyra félagi
Bandalags íslenskra listamanna né
öðrum fagfélögum. Á fundinum,
sem haldinn var hinn 11. júní en
var trúnaðarmál allt þar til í gær,
kom jafnframt fram tillaga um að
stofna til sérstakra Hönnunarverð-
launa Reykjavíkur borgar. Full-
trúar listamanna lýstu yfir ein-
dregnum stuðningi sínum við slík
verðlaun.
freyrgigja@frettabladid.is
ÁGÚST GUÐMUNDSSON: ÞRENGIR AÐ HJÁ LISTAMÖNNUM
LISTAMENN ÓSÁTTIR VIÐ
VAL Á BORGARLISTAMANNI
ÓSÁTT VIÐ VALIÐ
Þau Ágúst Guðmundsson og Áslaug
Thorlacius lögðu fram bókun þegar
menningar- og ferðamálaráð hafði
útnefnt Steinunni Sigurðardóttur
fatahönnuð sem borgarlistamann. Þau
töldu ástæðulaust að leita út fyrir BÍL og
að á tímum þegar kreppti að listamönnum
væri mikilvægt að þeir hlytu það sem
listamönnum bæri.
„Ég hlusta helst á iPodinn minn,
sem hefur að geyma mjög fjöl-
breytta tónlist, allt frá Talking
Heads til David Byrne.“
Þorgerður Ólafsdóttir, listamaður og
gallerírekandi.
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á síðu 8
1 Garðabæ.
2 The Mars Volta.
3 Grosswallstadt.
Einkaþjálfarinn Egill „Gillzenegg-
er“ Einarsson, sem til skamms
tíma kallaði sig „Störe“, hefur fengið
nýtt viðurnefni: „Þykki“ sem vísar til
þess að hann mun aldrei hafa verið
þykkari yfir axlir og upphandleggi en
þessa dagana. Félagar hans gerðu því
skil með því að skipta um bílnúmer
á bíl Egils að honum forspurðum og
settu að næturþeli einka-
númerið „ÞYKKI“ á bíl Egils.
Þetta var nóttina áður
en hann útskrifaðist sem
íþróttafræðingur og ráku
háskólamenn upp
stór augu þegar
hann mætti til
útskriftarinnar á
bíl sínum þannig
merktum – ekki eins virðulegur og
hann vildi.
Sigurður Kaiser, kandídat í stöðu
þjóðleikhússtjóra, stýrði Grímuhátíð-
inni af mikilli röggsemi og er óhætt
að segja að mikil og góð stemning
hafi myndast í sal Borgarleikhúss-
ins. Slegið var upp balli í anddyri
leikhússins þar sem hver leikarinn á
fætur öðrum tróð upp við undirleik
frábærrar húshljómsveit-
ar. Þó er um það rætt
innan leikhússins að
ekki hafi verið mikið
tillit tekið til smekks
áhorfenda sem greiða
atkvæði með veskjum
sínum í miðasölunni.
Sigursýningarnar
Utangátta, Húman-
ímal og Steinar í Djúpinu – eins
ágætar og þær eru – teljast ekki með
vinsælustu leiksýningum síðasta árs.
Sagan segir að þríeykið Sveppi, Auddi
og Eiddi (Eiður Smári Guðjohn-
sen) sé í mikilli og gríðarlega flottri
strákareisu í Bandaríkjunum þar sem
staðir á borð við Las Vegas og Miami
eru inni á ferðaáætlun stjarnanna.
Grínararnir munu vera
þarna í boði fótbolta-
kappans en auk
þeirra munu með
í för gamlir félagar
Eiðs úr Chelsea
svo sem John
Terry. - fgg, jbg
FRÉTTIR AF FÓLKI