Fréttablaðið - 22.06.2009, Page 8

Fréttablaðið - 22.06.2009, Page 8
8 22. júní 2009 MÁNUDAGUR Áætlun um endurreisn Á fundunum fl ytja þingmenn og sveitastjórnarmenn stutt ávörp og svara spurningum um þau stóru og vandasömu mál sem verið er að leiða til lykta í ríkisstjórn og á Alþingi þessar vikurnar. Komið og látið raddir ykkar heyrast í lífl egum umræðum. Allir velkomnir | Nánari upplýsingar á www.xs.is mánudaginn 22. júní kl. 20 Hótel KEA, Akureyri Katrín Júlíusdóttir, Kristján L. Möller, Sigmundur Ernir Rúnarsson og Hermann Jón Tómasson. Hamraborg 11a, Kópavogi Jóhanna Sigurðardóttir, Árni Páll Árna - son, Magnús Orri Schram og Hafsteinn Karlsson. Verkalýðshúsinu, Grindavík Guðbjartur Hannesson, Oddný Harðar- dóttir, Björgvin G. Sigurðsson og Jóna Kristín Þorvaldsdóttir. þriðjudaginn 23. júní kl. 20 Edinborgarhúsinu, Ísafi rði Ólína Þorvarðardóttir, Kristján L. Möller og Sigurður Pétursson. Grand Hótel, Reykjavík Helgi Hjörvar, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Skúli Helgason og Dagur B. Eggertsson. Ránni, Reykjanesbæ Árni Páll Árnason, Oddný Harðardóttir, Róbert Marshall og Guðbrandur Einarsson. Mælifelli, Sauðárkróki Magnús Orri Schram, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Guðbjartur Hannesson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir. miðvikudaginn 24. júní kl. 20 Egilsbúð, Neskaupstað Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Dagur B. Eggertsson og Guðmundur Bjarnason. Sögumiðstöðinni, Grundarfi rði Jónína Rós Guðmundsdóttir, Ólína Þorvarðardóttir og Davíð Sveinsson. Nýheimum, Höfn í Hornafi rði Oddný Harðardóttir, Róbert Marshall, Guðbjartur Hannesson og Árni Rúnar Þorvaldsson. fi mmtudaginn 25. júní kl. 20 Ráðhúskaffi , Þorlákshöfn Össur Skarphéðinsson, Björgvin G. Sigurðs- son, Valgerður Bjarnadóttir og Dagbjört Hannesdóttir. Fjölbrautaskólanum, Akranesi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Guðbjartur Hannesson, Ólína Þorvarðardóttir og Sveinn Kristinsson. Við höfnina, Dalvík Sigmundur Ernir Rúnarsson, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Dagur B. Eggertsson og Svanfríður Jónasdóttir. Þverholti 3, Mosfellsbæ Árni Páll Árnason, Þórunn Svein bjarnar- dóttir og Jónas Sigurðsson. Opnir fundir Samfylkingarinnar um allt land Sköpum samstöðu um leikreglur og leiðir til endurreisnar DÓMSMÁL Tæplega tvítugur piltur hefur verið dæmdur í fangelsi í einn mánuð, skilorðsbundið, fyrir að berja annan pilt í höfuðið með steinhnullungi. Atvikið átti sér stað í Fjölbrautaskóla Suðurlands í febrúar. Pilturinn sem er af erlendum uppruna kvaðst hafa verið reittur til reiði vegna kynþáttafordóma. Við ákvörðun refsingar leit dómurinn til þess að hann játaði brot sitt greiðlega fyrir lögreglu og dómi. Þá var hann sautján ára þegar árásin átti sér stað. Honum hefur ekki verið gerð refsing áður. Hins vegar var um einbeitt- an ásetning hans að ræða. - jss Fangelsisdómur á skilorði: Barði pilt í höf- uðið með grjóti ÚTIVIST Stöðugur straumur erlendra ferðamanna er á helstu ferðamannastaðina og eru þeir fleiri nú en í fyrra. Búist er við að enn fleiri leggi land undir fót síðar í sumar. „Manni finnst eins og þetta sé heldur meira en í fyrra, það koma um sextán til sautján hundruð manns á dag svo þetta er heilmikil umferð,“ sagði Regína Hreinsdóttir, þjóðgarðsvörður í Skaftafelli, en nú er byrjað að bjóða upp á gönguferðir með leið- sögn á íslensku um helgar þar. „Sumarið er tíminn hjá okkur. Frá maí fram í september er mjög mikið af ferðamönnum hjá okkur. Sérstaklega finnum við fyrir fjölgun skemmtiferðaskipa en gríðarlegt álag er á ákveðn- um tímum á Þingvöllum í tengslum við það,“ sagði Einar Ásgeir Sæmundsen, fræðslufulltrúi Þing- valla. „Við erum með aðeins fleiri heimsóknir inn í gestastofu núna heldur en í maí í fyrra. Þetta eru aðallega erlendir ferðamenn og svo koma Íslending- arnir um helgar,“ sagði Helga Árnadóttir, aðstoðar- maður þjóðgarðsvarðar í Jökulsárgljúfri. -hds Stöðugur straumur er á ferðamannastaði hér á landi segja staðahaldarar: Íslendingar koma um helgar ÞINGVELLIR Töluverð fjölgun gesta af skemmtiferðaskipum hefur aukið álagið á Þingvöllum. MYND/ÚR SAFNI 1 Hvað var elsti maður heims sem lést á dögunum gamall? 2 Á hvaða eyju mun Haffi Haff koma fram í júlí? 3 Hvað var stóri músíkdagur- inn haldinn í mörgum borgum? SVÖR Á SÍÐU 22 GRÆNLAND Grænland varð í gær fullvalda ríki. Margrét Þórhildur Danadrottning afhenti formlega lög um fullveldið við hátíðlega athöfn í Nuuk í gær, á þjóðhátíðar- degi Grænlands. Fullveldisathöfnin hófst klukk- an átta í gærmorgun með því að kór söng þjóðsöng Grænlendinga. Að því loknu tók Kuupik Kleist, nýkjörinn forsætisráðherra lands- ins, til máls og sagði daginn mik- inn gleðidag í sögu þjóðarinnar og að framtíð hennar væri björt. Margrét Danadrottning afhenti svo Josef Motzfeldt, forseta græn- lenska þingsins lögin um sjálfs- stjórnina. „Þetta er stórt augnablik - líka fyrir mig - að afhenda þér og þar með grænlensku þjóðinni þessi lög,“ sagði hún þegar hún afhenti honum lögin. Athöfninni lauk með því að lúðrasveit lék danska kon- ungssönginn. Með lögunum fá Grænlending- ar stjórn yfir innanríkismálum, en Danir munu áfram stjórna utanríkis- og varnarmálum. Þá er grænlenska orðin opinbert tungu- mál landsins. Grænland fær einnig stærri hluta af tekjum af auðlind- um, en reiðir sig áfram að miklu leyti á fjárveitingar frá danska ríkinu. Danska konungsfjölskyldan var viðstödd hátíðarhöldin í Nuuk í gær. Einnig voru helstu ráðamenn Danmerkur á svæðinu,og bæði konungsfjölskyldan og forsætis- ráðherrann klæddust grænlensk- um þjóðbúningum í tilefni dags- ins. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, Dorrit Moussaieff og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, voru einnig við- stödd hátíðarhöldin. Þrjátíu ár eru frá því að Græn- land fékk heimastjórn. Fullveldið var samþykkt með miklum meiri- hluta atkvæða í þjóðaratkvæða- greiðslu í nóvember. Fyrr í mán- uðinum fóru fram þingkosningar þar sem miðju- og vinstri flokkar unnu sigur og Kuupik Kleist tók við sem forsætisráðherra. Hann hefur lofað að taka á félagslegum vandamálum í landinu, sem eru mikil. thorunn@frettabladid.is Grænland fullvalda ríki Grænlendingar öðluðust í gær fullveldi þegar Mar- grét Þórhildur Danadrottning afhenti lög þess efnis. Með lögunum verður grænlenska opinbert tungumál og innanríkismál verða í höndum Grænlendinga. LÖGIN AFHENT Margrét Þórhildur Danadrottning afhenti forseta þingsins, Josef Motz- feldt, lögin sem kveða á um fullveldi Grænlands. NORDICPHOTOS/AFP DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært átján ára pilt fyrir sér- staklega hættulega líkamsárás. Pilturinn sem um ræðir sló mann með glerflösku í höfuð- ið. Fórnarlambið hlaut skurð vinstra megin á enni. Árásin átti sér stað fyrir utan Nætursöl- una við Strandgötu á Akureyri. Sá sem fyrir árásinni varð gerir kröfu um skaðabætur upp á rúm- lega 480 þúsund krónur. Þá krefst ákæruvaldið þess að árásarmaðurinn verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. - jss Átján ára piltur ákærður vegna árásar á Akureyri: Sló með flösku í höfuð VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.