Fréttablaðið - 24.06.2009, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447
„Við hófum ferðina á því að fljúga til London og þaðan til Los Ang-eles og San Francisco. Vorum í Bandaríkjunum rúma viku og
kíktum meðal annars í þáttinn til Jay Leno. Héldum svo til Nýja-Sjálands, leigðum okkur húsbílog keyrðum á honuj
Bangkok í Taílandi aftur. Kíktum til Íslendinga sem búa í Hong Kong og tókum bát á litla spilavítaeyju fyrir utan Kína sem heitir Macau. Þar dvöldum við síðustu nóttina í Asíu á fimm stjörnu hóteli Flsíðan f á H
grunn á hverjum stað en auðvitað kom margt á óvart. Allt gekk samt rosalega vel og þar sem enskan dugði ekki var gripið til táknmálsVið gistum í b
Átum einu sinni snákSex nýútskrifaðir skólafélagar úr Versló ferðuðust umhverfis jörðina á 113 dögum síðasta vetur. Ein þeirra
var Sonja Sófusdóttir, nú flokksstjóri í Fossvogskirkjugarði, sem fór í huganum sama hring og sagði frá.
„Hvert okkar las um eitt svæði,“ segir Sonja Sófusdóttir og kveðst hafa kynnt sér allt um Taíland áður en þangað var haldið.
FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
STRÁHATTAR sáust víða á sumarsýningum tískuhönnuða fyrir
þetta árið enda einstaklega sumarlegir á að líta. Stráhattar fást í
ýmsum útgáfum en á sumarsýningarpöllunum voru þeir bæði
grófofnir sem og fínlegir og glæsilegir.
MIÐVIKUDAGUR
24. júní 2009 — 148. tölublað — 9. árgangur
VEÐRIÐ Í DAG
SONJA SÓFUSDÓTTIR
Ferðaðist umhverfis
jörðina á 113 dögum
• á ferðinni • tíska
Í MIÐJU BLAÐSINS
Ætlar sér
stóra hluti
Laufey Jensdóttir
er bæjarlista-
maður Garðabæjar
2009.
TÍMAMÓT 16
PÁLL WINKEL
Fékk hlutverk í
bíómynd
Tökur hafnar á Bjarnfreðarson
FÓLK 20
Svara gagnrýni
Tvíhöfðamenn gefa
lítið fyrir ásakanir um
vörusvik á nýjum diski
sínum.
FÓLK 26
LÉTTIR VÍÐAST TIL Í dag verða
norðvestan 3-8 m/s. Skúrir með
morgninum norðvestan og austan
til en víðast bjartviðri á landinu eftir
hádegi, síst austast og við Húna-
flóa. Hiti 6-16 stig, hlýjast SA-lands.
VEÐUR 4
6 12
11
1610
ÍSLAND ER LAND MITT
Nýjar upplifanir og örlítið
krydd í tilveruna
Sérblaðið Ísland er land mitt
FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG
ísland er land mitt
MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 2009
Pepsi-deild karla
Hjálmar Þórarinsson
leikmaður áttundu
umferðar hjá
Fréttablaðinu.
ÍÞRÓTTIR 22
FÓLK „Þetta getur ekki verið heppni ef maður
gerir þetta tvisvar á einni viku,“ segir Símon Leví
Héðinsson, tólf ára kylfingur sem gerði félagsmenn
í Golfklúbbi Selfoss hálfkjaftstopp þegar hann
fór holu í höggi tvisvar á einni viku á Svarfhóls-
vellinum. Símon er því orðinn fullgildur meðlimur
í Einherjaklúbbnum en alls hafa 26 kylfingar farið
holu í höggi á árinu.
Brautin sem um ræðir er par þrjú, tæpir níu-
tíu metrar að lengd og notaði Símon sandjárn í
höggið. „Auðvitað er þetta sambland af hæfileikum
og heppni,“ segir Símon, fullur sjálfstrausts eftir
afrekið. Þjálfari hans, Hlynur Geir Hjartarson, seg-
ist vera að íhuga að setja Símon aðeins út í kuldann
enda hafi honum sjálfum aldrei tekist að fara holu í
höggi. Móðir Símonar er hæstánægð með golfáhug-
ann, hún segist skutla syninum út á golfvöll á vorin
og sækja hann á haustin. - fgg / sjá síðu 26
Tólf ára kylfingi tókst það tvisvar á skömmum tíma sem fæstir ná nokkurn tíma:
Fór holu í höggi tvisvar á viku
Hver vill leysa málin?
„Við þurfum að skipta út bílum
með sprengihreyflum fyrir tvinn-
bíla, metanbíla og rafmagnsbíla,“
segir Nóbelsverðlaunahafinn
Jeffrey Sachs.
Í DAG 12
EFNAHAGSMÁL Nokkur titringur er
kominn upp innan verkalýðshreyf-
ingarinnar í viðræðum um stöðug-
leikasáttmála. Deila menn þar um
leiðir til að taka á þeim mikla fjár-
lagahalla sem fyrirséður er.
Alþýðusamband Íslands og Sam-
tök atvinnulífsins hafa lagt á það
áherslu að eftir 2010 verði dregið
úr vægi skatta í því að brúa bilið í
fjárlögum. Þess í stað verði aukin
áhersla á niðurskurð. Vaxandi
titringur er innan hluta verka-
lýðshreyfingarinnar, sérstaklega
á opinbera vængnum, um að það
þýði stórfelldan samdrátt í vel-
ferðarþjónustunni með tilheyr-
andi uppsögnum og skerðingu á
þjónustu.
Fréttablaðið hefur heimildir
fyrir því að innan ríkisstjórnar
telji sumir að kröfur ASÍ og SA
um niðurskurð gangi lengra en
kröfur Alþjóðagjaldeyrissjóðs-
ins. Opinberir starfsmenn vilja
hins vegar fara hægar í sakirn-
ar og er það mun nær hugmynd-
um ríkisstjórnarinnar, samkvæmt
heimildum Fréttablaðsins.
Nokkrir innan stjórnarmeiri-
hlutans hafa gagnrýnt Alþjóða-
gjaldeyrissjóðinn fyrir að fara
of geyst í sakirnar í kröfum um
niðurskurð. Meðal þeirra er
Ögmundur Jónasson heilbrigðis-
ráðherra.
Fulltrúar vinnumarkaðar
funduðu í gær með ráðherrum
í Stjórnar ráðinu og var jafnvel
búist við að skrifað yrði undir á
þeim fundi. Ríkisfjármálin stóðu
hins vegar út af borðinu að honum
loknum, sem og málefni starfs-
endurhæfingarsjóðs sem verið er
að kippa í liðinn.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins hafa ASÍ og SA lagt
áherslu á afnám gjaldeyrishafta.
Það stangast á við áherslur ýmissa
annarra um að lykilatriði sé að ná
vöxtum niður, en varlegar skuli
farið í höftin.
Meðal þess sem rætt hefur
verið er hvort þeir aðilar sem
hafa verið hvað mest áberandi
í efnahagsráðgjöf síðustu ára,
svo sem Viðskiptaráð og Kaup-
höllin, eigi að eiga ríkan þátt í
enduruppbyggingu samfélagsins
og þá hve mikinn. - kóp
Verkalýðshreyfingin deilir
um skatta og niðurskurð
Titringur er kominn upp innan verkalýðshreyfingarinnar um áherslur í ríkisfjármálum. Alþýðusamband Ís-
lands vill beita auknum niðurskurði eftir árið 2010 en opinberir starfsmenn horfa frekar til skattahækkana.
REGNHLÍFAFJÖLD Skýin kíktu á leiki mannanna í Reykjavík í gær og helltu dropum sínum yfir jafnt íbúa sem gesti þessa lands.
Þeir lengra að komnu kunnu þó betur að klæða sig en heimamenn og urðu lítið varir við rigninguna. Og gular, rauðar, grænar,
bláar regnkápur og regnhlífar lífguðu upp á bæinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
EFNAHAGSMÁL Viðskipti Alcoa
Fjarðaáls og Alcan á Íslandi með
íslenskar krónur erlendis geta
skilað fyrirtækjunum um 1,65
milljörðum króna í hagnað á árs-
grundvelli. Viðskiptin eru lögleg,
en geta seinkað styrkingu krón-
unnar. Þar sem þau fara ekki
fram hérlendis hafa þau ekki
áhrif á opinbert gengi krónunnar.
Færu þau fram hér myndi það
styrkja opinbera gengið.
Ein evra seld á erlendum markaði
hefur gefið um 230 krónur að með-
altali í vetur. Hins vegar hefur seld
evra hérlendis gefið um 165 krón-
ur að meðaltali frá því að banka-
hrunið átti sér stað. Um 65 krón-
ur hafa því græðst á hverri evru
seldri erlendis.
Eftir umfjöllun Fréttablaðsins
um málið í gær hafði Alcan sam-
band við Seðlabanka Íslands og ósk-
aði bankinn eftir því að öll gjald-
eyrisviðskipti fyrirtækisins færu
fram hérlendis. Alcan hyggst verða
við þeirri ósk. - bta, kóp / Sjá síðu 10
Krónur keyptar í útlöndum:
Álfyrirtæki
græða milljarða