Fréttablaðið - 24.06.2009, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 24.06.2009, Qupperneq 4
4 24. júní 2009 MIÐVIKUDAGUR Á forsíðu Fréttablaðsins var sagt að safnarasýning Hafnarborgar í Hafnar- firði yrði opnuð í gær. Hún verður opnuð í dag. LEIÐRÉTTING NOTAÐU FREKAR VISA TÖFRASTUNDIR VISA Í SUMAR ÞÚ GÆTIR UNNIÐ Á HVERJUM DEGI! 100 stórglæsilegir ferðavinningar að verðmæti yfir 4.000.000 kr. VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 31° 23° 24° 26° 23° 25° 26° 22° 23° 22° 26° 24° 27° 33° 23° 25° 27° 21° Á MORGUN 8-13 m/s við S- og SA- ströndina, annars 3-8. FÖSTUDAGUR Hæg, breytileg átt. 6 10 12 10 11 12 16 10 10 8 6 3 6 10 3 3 3 8 8 4 6 13 14 10 1113 12 16 16 1214 18 16 GÓÐVIÐRISTÍÐ FRAMUNDAN Nú fer hægt hlýnandi á landinu og um helgina ættum við að sjá tölur yfi r 20 stigum hér og hvar til landsins. Á morgun verður vindasamt með suðurströndinni en úrkomulítið á land- inu. Bjartast verður þá á Vestfjörðum. Á föstudag léttir verður bjart á austurhelm- ingi landsins en mun þungbúnara vestan. Sigurður Þ. Ragnarsson Veður- fræðingur DÓMSMÁL Tæplega sextugur karl- maður, Jón Sverrir Bragason, hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Reykja- víkur í fjögurra ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn ungum einhverf- um dreng. Maðurinn var jafnframt dæmdur til að greiða drengnum eina og hálfa milljón króna í miska- bætur. Jón Sverrir er með lögheimili í Sameinuðu arabísku furstadæm- unum. Hann komst fyrst í tæri við drenginn í veiðiferð, en hann var kunningi föður hans. Skömmu síðar upphóf hann MSN-samskipti við drenginn. Fljótlega fóru þau að snú- ast um að maðurinn færði drengn- um tölvuleiki þegar hann kæmi hingað til lands í vinnu erindum gegn „greiða“. Í þessum tilgangi sótti maðurinn drenginn á einhvern tiltekinn stað og gaf honum ýmist tölvudót eða peninga gegn ýmis konar kynlífsathöfnum. Athæfi mannsins komst upp þegar móðir drengsisn varð þess vör að hann fór einhverju sinni óvænt að heiman frá sér. Hún gáði því í tölvu hans og sá þá samskiptin við ein- hvern sem kallaði sig Nonna. Drengurinn sem var þrettán til fimmtán ára þegar athæfið átti sér stað hefur verið greindur með þroskaskerðingu, áráttukennda hegðun og vandamál með félagsleg tengsl. Drengurinn var meðal ann- ars haldinn tölvufíkn. Sagði í niður- stöðu dómsins að maðurinn hefði notfært sér þessa veikleika til þess að misnota drenginn kynferðislega og sýnt sterkan og einbeittan brota- vilja við verknaðinn. - jss NETIÐ MSN-samskipti við drenginn leiddu til kynferðislegrar misnotkunar. Myndin er ótengd fréttinni. Tæplega sextugur maður dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir kynferðisbrot: Braut gegn einhverfum dreng STJÓRNMÁL Nú hafa allir þingmenn skráð fjárhagslega hagsmuni sína og trúnaðarstörf utan þings nema Árni Johnsen, þingmaður Sjálf- stæðisflokks. Samkvæmt reglunum skulu þingmenn meðal annars skrásetja ýmsa launaða starfsemi, stuðning eða gjafir og eftirgjöf skulda. Yfirlit um hagsmuni þingmanna er aðgengilegt á vef Alþingis, á heimasíðu hvers og eins þingmanns. - kóþ Hagsmunaskráning og störf: Allir skráðir nema Árni MENNTAMÁL „Ég veit ekki betur en að það sé verið að vinna í þessu,“ segir Katrín Jakobsdóttir mennta- málaráðherra spurð hvað sé verið að gera í menntamála- ráðuneytinu vegna þess að margir sem sóttu um í fram- haldsskóla hafa ekki komist inn. „Flestir sem nú eru að koma úr grunnskóla komast inn en kannski ekki í þá skóla sem voru þeirra fyrsta, annað eða þriðja val,“ segir Katrín. Í Fréttablaðinu í gær kom fram að mikill meirihluti í vinsælustu skóla landsins eru stúlkur. Katrín segir erfitt að stjórna því. „Dreng- irnir eru kannski að sækja í eitt- hvað annað nám frekar en bók- legt,“ segir Katrín. - vsp Grunnskólanemendur: Komast ekki inn í óskaskóla KATRÍN JAKOBSDÓTTIR UTANRÍKISMÁL Jakob R. Möller lög- fræðingur segir að íslenska ríkið hafi verið nauðbeygt að gera Icesave-samningana. Hann telur þau vaxtakjör sem þar bjóðast ekki tiltölulega há. Þetta kemur fram í áliti sem lögmaðurinn vann fyrir utanríkisráðuneytið. Í áliti Jakobs kemur fram að ítrekaðar yfirlýsingar íslenska ríkisins síðasta haust, um að staðið yrði við skuldbindingar samkvæmt tilskipun Evrópusam- bandsins um tryggingasjóði, hafi gert það að verkum að nauðsynlegt hafi verið að semja um málið. Þau rök að Ísland hafi fullnægt skyldu sinni með því að setja trygginga- sjóðinn á stofn og þurfi því ekki að greiða, líkt og Stefán Már Stefáns- son og Lárus Blöndal hafa meðal annarra bent á, eigi því ekki við vegna ítrekaðra yfirlýsinga stjórn- valda. Jakob segir samninginn vera keimlíkan alþjóðlegum lána- samningum með jafngildi sjálf- skuldarábyrgðar. Hann segir van- efndaákvæði samningsins vera í samræmi við ýmsa aðra lánasamn- inga sem ríkið hefur gert. Hvað lögsöguna varðar segir Jakob að engu höfuðmáli skipti hvers lands lög gildi um samn- ingana, eðlilegt sé að löggjöf eins samningsríkjanna gildi. Ensk fjármálalöggjöf standi traustum fótum og Íslendingar hafi um ára- tugaskeið gert samninga sem lúti henni. Þá hafi Ísland í marga áratugi gert lánasamninga „sem háðir hafa verið erlendum lögum og undir lögsögu erlendra dómstóla [...] Hingað til hefur ekki verið talið, að þetta eitt út af fyrir sig feli í sér skerðingu á full- veldi Íslands.“ Að því sögðu telur Jakob að heppilegast hefði verið að fela alþjóðlegum gerðardómi lögsögu í málinu, við- semjendur hafi hins vegar ekki léð máls á því. Nokkuð hefur verið rætt um tilkall kröfuhafa í eigur ríkisins. Jakob segist ósammála því, sem til að mynda Magnús Thoroddsen lög- maður hefur haldið fram, að Bret- ar og Hollendingar geti gert kröfu í allar eigur þess hérlendis; svo sem Alþingishús og Stjórnarráð. Í niðurlagi segir Jakob: „Ég dreg enga dul á að mér þykir grábölv- að að íslenzka ríkið skuli hafa talið sig nauðbeygt til að þess að gera þá samninga sem hér um ræðir.“ Hann telur þá þó nauðsynlega og þekkingar- og skilningsleysi hafi stýrt umræðunni hingað til. kolbeinn@frettabladid.is Eðlilegt að lögsaga Icesave sé í Bretlandi Jakob Möller segir eðlilegt að lögsaga Icesave-samninganna sé í Bretlandi og það sé í samræmi við fjölda annarra lánasamninga sem Ísland hefur gert. Í því felist ekki fullveldisskerðing. Hann segir Ísland hafa verið nauðbeygt að semja. ICESAVE Mikið hefur verið deilt um samning Íslendinga við Hollendinga og Breta vegna Icesave-samninganna. Jakob Möller segir grábölvað að nauðsynlegt hafi verið að gera samningana. Annað hafi þó ekki verið hægt. JAKOB MÖLLER ATVINNA Tíu sumarstarfsmenn fengu störf hjá skilanefnd og slita- stjórn Landsbankans og eru lang- flestir laganemar, að sögn Páls Benediktssonar, upplýsingafull- trúa Skilanefndar Landsbankans. Hjá Kaupþingi var aðeins einn sumarstarfsmaður ráðinn hjá skilanefndinni. Sá er í laganámi. Slitastjórn Kaupþings mun á næst- unni ráða nokkra nema vegna kröfulýsingaferlis sem hefst bráð- lega. Fjórir sumarstarfsmenn voru ráðnir hjá skilanefnd Glitnis að sögn Árna Tómassonar, formanns skilanefndarinnar. Flestir eru laganemar. Verkefni þeirra er að taka á móti kröfulýsingum, senda kröfulýsingar og annað tilfallandi í þeim dúr, að sögn Árna. - vsp Laganemar í sumarstörf: Í vinnu hjá skilanefndum DÓMSTÓLAR Rúmlega tvítugur maður hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi, þar af níu á skilorði, fyrir að stinga og skera tvo menn með hnífi. Þá var hann dæmdur til að greiða öðrum þeirra hálfa milljón í skaðabætur og hinum áttatíu þúsund krónur. Hnífamaðurinn stakk annan mannanna vinstra megin í brjóst- hol, með þeim afleiðingum að hann hlaut lífshættulega áverka, loft- brjóst og blóð í vinstra brjósthol. Hinn manninn skar hann í vinstri höndina þegar hann reyndi að forða félaga sínum frá ofan- greindri atlögu. - jss Hnífamaður dæmdur: Skar og stakk tvo karlmenn SAMSKIPTI Síminn hefur gert samning við Greenland Connect um sæstreng til Kanada. Fyrir- tækið hefur nú gert samninga um þrjá sæstrengi til annarra landa. Í tilkynningu frá Símanum segir að sæstrengur Greenland Connect hafi verið lagður í marsmánuði og því sé umferð um hann enn tiltölulega lítil. Flutningur gagna um sæstreng- inn þýði að niðurhal frá Ameríku verði hraðara, enda þurfi gögnin ekki að fara um Evrópu fyrst líkt og þegar þau fara um strengina Farice eða Cantat-3. - kg Nýr sæstrengur Símans: Með samning um þrjá strengi HNÍFAÁRÁS Maðurinn stakk fórnar- lambið í brjóstholið. GENGIÐ 23.06.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 218,4528 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 127,97 128,59 208,37 209,39 178,56 179,56 23,984 24,124 19,576 19,692 16,068 16,162 1,3387 1,3465 197,46 198,64 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.