Fréttablaðið - 24.06.2009, Qupperneq 15
62
Sögurnar... tölurnar... fólkið...
4-5
Veffang: visir.is – Sími: 512 5000
H E L S T Í Ú T L Ö N D U M
Miðvikudagur 24. júní 2009 – 25. tölublað – 5. árgangur
Álverð sveiflast | Verð á áli
hefur sveiflast nokkuð á erlend-
um mörkuðum síðustu daga en
það stóð í gær í rétt rúmum 1.600
dölum á tonnið. Í síðustu viku lá
það í tæpum 1.700 dölum. Verð-
ið hefur hækkað mikið síðan það
lá í nokkurra ára lágmarki í byrj-
un árs.
Kreppunni lokið | Bandaríski
kaupsýslumaðurinn George
Soros segir það versta í fjármála-
kreppunni að baki og hvetur til að
samræmdar reglur verði samdar
til að hafa eftirlit með alþjóðleg-
um fjármálamörkuðum. Verði það
ekki gert muni kerfið hrynja.
Óbreyttir stýrivextir | Vaxta-
ákvörðunardagur er í Bandaríkj-
unum í dag. Stýrivextir hafa verið
keyrðir hratt niður vestan hafs í
tæp tvö ár. Þeir liggja nú nálægt
núlli og hafa aldrei verið lægri.
Erlendir fjármálasérfræðingar
telja líkur á að bankastjórnin boði
óbreytta stefnu í vaxtamálum.
Ákært í svikamáli | Bandaríska
fjármálaeftirlitið hefur ákært
fjóra í tengslum við fjársvika-
myllu Bernards Madoff sem stóð í
hálfa öld. Upp komst um málið um
síðustu jól og er þetta umfangs-
mesta svikamál sem einstakling-
ur er talinn standa á bak við sem
komið hefur upp. Hann á yfir höfði
sér 150 ára fangelsisdóm.
Óbreytt mat | Alþjóðlega mats-
fyrirtækið Moody‘s segir í nýju
áliti að Bandaríkin muni halda
AAA-lánshæfiseinkunn sinni. Ein-
kunnin kann þó að vera í hættu ef
bandarískum stjórnvöldum tekst
ekki að draga úr skuldum hins
opinbera.
NIB hagnast | Norræni fjár-
festingarbankinn hagnaðist um
91 milljón evra, jafnvirði sextán
milljarða króna, á fyrstu þremur
mánuðum ársins. Mikil eftirspurn
hefur verið eftir lánum bankans
vegna fjármálakreppunnar og
hafa þau nú aukist um fimm pró-
sent frá í fyrra.
Græna
prentsmiðjan
Sprotasjóðurinn Björk
Fjárfestingar
hefjast fljótlega
Fjármögnun fyrirtækja
Íslenskt atvinnulíf
í öndunarvél
Jafet Ólafsson
Grípa þarf til
bankaátaks
Bandaríski flugvélaframleið-
andinn Boeing frestaði enn á
ný afhendingu og jómfrúar-
flugi Dreamliner 787 , nýjustu
þotunnar sem flaggað hefur verið
um nokkurra ára skeið sem helsta
trompi fyrirtækisins.
Boeing gaf þá skýringu í gær
að styrkja hefði þurft skrokk
vélar innar fyrir afhendinguna.
Bandaríska dagblaðið Wall
Street Journal benti á að þetta
hafi verið í fimmta skiptið sem
afhending fyrstu þotunnar dregst
og sé hún nú tveimur árum á eftir
áætlun.
Gengi hlutabréfa Boeing féll um
níu prósent við upphaf viðskipta
á bandarískum hlutabréfamark-
aði í gær en fjármálaskýrendur
telja tafirnar rýra trúverðug leika
fyrir tækisins. - jab
Jómfrúarflugi
seinkar
Alþjóðabankinn spáir samdrætti
upp á 2,9 prósent á heimsvísu á
þessu ári. Á næstu tveimur árum
snúi til betri vegar og muni hag-
vöxtur nema 3,2 prósentum árið
2011.
Samdrátturinn verður mestur
hjá iðnríkjunum, þar af upp á 4,2
prósent á evrusvæðinu.
Hagfræðideild Landsbankans
segir í umfjöllun sinni um málið
í í gær að þrátt fyrir þetta séu
vísbendingar um viðsnúning á
næsta leyti. Meðal vísbend-
inga séu aukinn útflutningur í
sumum löndum, aukin eftirspurn
frá neytendum, væntanleg áhrif
vegna örvandi aðgerða stjórn-
valda auk þess sem gengishrun á
hlutabréfamörkuðum sé víða að
stöðvast, jafnvel að snúast við.
Hagvísar séu á svipaðri leið, svo
sem í Kína og í Bandaríkjunum.
Innan annarra svæða, svo sem í
nokkrum Evrópulöndum, sé enn
engin batamerki að sjá.
Alþjóðabankinn segir í skýrsl-
unni iðnríkin þurfa að verja þró-
unar- og nýmarkaðslönd með
áframhaldandi fjármagnsflæði
í stað þess að einblína á eigin
vandamál. Minni fjárfestingar
í þróunar- og nýmarkaðslönd-
unum leiði til samdráttar í út-
flutningi iðnríkjanna og því sé
það hagur iðnríkjanna að verja
hagkerfi þróunar- og nýmark-
aðslandanna. - jab
Betri tíð í
spilunum
Óli Kristján Ármannsson
skrifar
Ekki er útilokað að einum eða fleiri bönkum verði
„skilað“ í hendur kröfuhafa, náist ekki samkomu-
lag um verðmat á eignum sem fluttar voru úr þrota-
búum gömlu bankanna yfir í nýju ríkisbankana. Sam-
kvæmt heimildum Markaðarins eru þeir til í skila-
nefndum bankanna sem telja farsælast að fara þessa
leið, enda væri það þá á ábyrgð kröfuhafanna sjálfra
að hámarka virði eigna sinna, draga myndi úr skuld-
bindingu ríkisins og áhættu við að standa í banka-
rekstri, auk þess sem á einu bretti fengist dreift er-
lent eignarhald á banka sem hér væru í rekstri.
Eftir sem áður þarf þó að leggja bönkunum til
eigið fé, en sömu heimildir telja það úrvinnsluefni
sem ekki ætti að trufla. Verðmæti gætu fengist með
eignasölu úr þrotabúum þeim sem skilanefndirnar
hafa yfir að ráða auk þess sem mögulega mætti taka
lán hjá Seðlabankanum. Bent er á að slík leið hafi
verið farin til að koma í veg fyrir brunaútsölu á bönk-
um Kaupþings á Norðurlöndum.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir
enga möguleika hafa verið útilokaða við lokaupp-
gjör við kröfuhafa bankanna, þótt hann vilji síður
tjá sig um einstakar hugmyndir. „Allt er þetta í við-
kvæmu samningaferli,“ segir hann, en áréttar þó að
vilji stjórnvalda til að opna fyrir eignarhald erlendra
aðila að bönkunum hafi alltaf legið fyrir. „Er þá sama
hvort það væru kröfuhafarnir eða aðrir, ef um það
gæti samist á góðum kjörum. Og að mörgu leyti væri
æskilegt ef traustir erlendir bankar gætu hugsað sér
að gerast eigendur, eða meðeigendur, einhvers hluta
bankakerfisins. En allt er þetta á þannig stigi að bara
verður að koma í ljós hvernig viðræðunum lýkur,“
segir hann og kveður ekki hægt að gefa sér á þess-
um tímapunkti að málum verði lokað með stjórnvalds-
ákvörðun Fjármálaeftirlitsins, náist ekki samningar
fyrir sett tímamörk. „En með einhverju hætti þarf
að fá botn í málið og ekki hægt að gefa sér að sam-
komulag náist. Vitanlega hafa menn rætt þá stöðu og
hvað gerast myndi í framhaldinu.“ Steingrímur segir
hins vegar liggja fyrir að bönkunum verði með ein-
hverjum hætti komið á fót. „Þeir verða fjármagnaðir
og fá sinn efnahagsreikning þannig að það hætti að
trufla þeirra starfsemi. En hvernig eignarhaldið
verður nákvæmlega, það verður bara að fá að skýr-
ast í lokin á þessu ferli.“
Samkvæmt heimildum Markaðarins er óvíst að
niðurstaða fáist í viðræðunum vegna uppgjörs á milli
nýju bankanna og þeirra gömlu fyrir 17. júlí, en það
er sú lokadagsetningu sem Fjármálaeftirlitið (FME)
hefur sett. Í viðtölum við Markaðinn hafa fulltrúar
skilanefnda sagt ágætan gang í viðræðunum nú,
en engu að síður sé ferlið mjög tímafrekt og tíma-
rammi FME mjög þröngur. Kröfuhafar liggja enn
yfir gögnum, svo sem um verðmat eigna. Náist sam-
komulag á svo eftir að láta lögfræðinga koma því í
endanlegt form og bera undir alla kröfuhafa til sam-
þykktar. Heimildir blaðsins segja þetta ferli taka
nokkrar vikur hið minnsta.
Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis,
vill þó ekki útiloka að samningar náist í tíma. „Það
er þokkalegur gangur í þessu núna og ég er bjart-
sýnn á að við náum samkomulagi innan þessa frests,
hvort sem það verður formlega undirskrifað og frá-
gengið eða ekki.“
Gunnar Þ. Andersen, forstjóri FME, staðfestir að
ekki verði veittir frekari frestir til þess að ná sam-
komulagi milli ríkisins og kröfuhafa bankanna. Hann
segir alla möguleika hafa verið rædda um hvernig
málunum kunni að lykta, hvort heldur það sé að af-
henda kröfuhöfum banka, bjóða þeim eignaraðild
með hlutafé eða með endurmati eigna síðar, en of
snemmt sé að tjá sig frekar um þá hluti. „Einhvern
veginn verður þetta leyst,“ segir hann.
Ekki útilokað að
skila bönkunum
Hugmyndir um erlent eignarhald bankanna eru enn uppi á
borðum. Komum bönkunum á legg með einhverjum hætti,
segir fjármálaráðherra. Tímarammi FME er sagður tæpur.
Kaupmáttur launa dróst saman um eitt prósent milli
apríl og maí, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu
Íslands.
Kaupmátturinn hefur þá lækkað um 10,6 prósent
frá því að hann náði sögulegu hámarki í síðustu upp-
sveiflu í upphafi síðastliðins árs, að því er Greining
Íslandsbanka bendir á í umfjöllun sinni í gær. „Hefur
kaupmáttur launa ekki verið jafn lítill síðan í lok árs
2003. Reikna má með því að kaupmáttur eigi enn
eftir að rýrna á komandi mánuðum,“ segir þar.
Launavísitala í maí er 356 stig og hækkaði um 0,2
prósent frá fyrri mánuði.
Engu að síður má gera ráð fyrir því að launavísitalan
hækki nokkuð á næstunni, að því er fram kemur í
Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans, en þar er
vísað til samkomulags þess sem náðst hefur á vinnu-
markaði um að almennir launataxtar muni að líkind-
um hækka um tæpar 6.750 krónur í næsta mánuði og
aftur um sömu upphæð í nóvember. „Í kjarasamningi
sem stærstu aðildarfélög ASÍ og Samtök atvinnulífs-
ins gerðu með sér í febrúar 2008 var kveðið á um
18.000 króna launahækkun frá 1. febrúar 2008. Í
mars 2008 hækkaði launavísitalan um 1,2 prósent á
milli mánaða og í apríl nam hækkunin 0,9 prósent-
um en samningarnir komu ekki að fullu til fram-
kvæmda fyrr en í apríl. Hækkunin var að stærst-
um hluta til komin vegna kjarasamnings ASÍ og SA
og má því gróflega áætla að hækkunin nú skili sér
í um 0,7 prósenta hækkun launavísitölunnar í júlí,“
segir í Hagsjánni. - óká
Kaupmáttur á enn eftir að rýrna
Launavísitalan gæti þó hækkað vegna nýs samkomulags á vinnumarkaði.