Fréttablaðið - 24.06.2009, Page 20
24. 2
„Þessar neglur eru mjög dæmi-
gerðar fyrir þær sem við kenn-
um í skólanum en svo bætti ég við
tveimur nöglum sem ég setti skraut
á og hafði aðeins öðruvísi í laginu,“
segir Hjördís Lilja Reynis dóttir,
kennari við Naglaskóla Snyrti-
akademíunnar. Hún segir slíkar
gelneglur hafa orðið mjög vinsæl-
ar hin síðari ár.
„Við leggjum mikla áherslu á
að kenna nemendum okkar þetta
djúpa bros en það er mun erfiðara
en að mála beina línu,“ segir Hjör-
dís og á þar við lagið á hinni hvítu
rönd naglanna. „Þetta er nokkurs
konar einkennismerki okkar,“ segir
Hjördís og bætir við að þessa tækni
þurfi naglafræðingar að kunna vilji
þeir keppa úti í heimi.
En tekur langan tíma að setja
slíkar gelneglur á? „Ef maður er
í góðri þjálfun tekur þetta einn og
hálfan til tvo tíma,“ svarar Hjördís
og segir allan gang á því hve lang-
ar neglur konur vilji hafa. „Það má
venjast öllu, sumum gengur mjög
vel að venjast því að vinna með
langar neglur en aðrar vilja bara
hafa þær mjög stuttar,“ segir Hjör-
dís og telur það gefa höndunum
vissan hreinleika að hafa á þeim
hvítar línur.
Er þetta ekkert vont fyrir negl-
urnar? „Við kennum nemendum
okkar að bera virðingu fyrir nátt-
úrulegu nöglinni. Neglurnar eiga
að koma undan gelinu eins og þær
voru þegar þær fóru undir það. Þær
eru ekki þynntar og gelið fer beint
ofan á þær,“ útskýrir Hjördís og
tekur fram að ráðleggja eigi öllum
viðskiptavinum að láta naglafræð-
inga taka neglurnar af.
Hjördís segir konur ekki aðeins
fá sér gelneglur við sérstök
tækifæri. „Flestar sem byrja í
nöglunum halda áfram og eru jafn-
vel með þær í mörg ár,“ segir hún
en þær konur sem eru með slíkar
neglur þurfa að koma í lagfæringu
á þriggja til sex vikna fresti.
Allar neglurnar sem sjást á
myndunum eru eftir Hjördísi
sjálfa, þar á meðal þær skraut-
legu með blómunum. „Við kennum
nemendum okkar að búa til skraut,
setja steina og annað slíkt,“ segir
Hjördís en vinsældir slíkra útúr-
dúra aukast sífellt. „Fyrir nokkrum
árum voru konur svolítið ragar við
þetta en eru að taka við sér,“ segir
Hjördís og telur Íslendinga vera
mun íhaldssamari í þessum efnum
en fólk í nágrannalöndunum.
Blaðamaður innir hana þá eftir
oddmjóu nöglunum. „Þessar neglur
kallast stiletto-neglur og hafa verið
í tísku síðasta árið. Flestar fá sér
slíka aðeins á eina nögl, og þá oft á
nöglina á litla fingri.“
solveig@frettabladid.is
Fagrir og fínlegir fingur
Í Naglaskóla Snyrtiakademíunnar fer fram áhugavert starf. Þar læra nemendur að setja á gelneglur, mála
þær og skreyta á listrænan hátt. Hjördís Lilja Reynisdóttir sýnir hvernig vel gerðar neglur eiga að líta út.
Hjördís Lilja Reynisdóttir er kennari
við Naglaskólann. Hún segir vinsældir
gelnagla hafa aukist mjög síðustu árin.
FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Allar þessar neglur eru úr smiðju Hjördísar.
Listilega skreyttar neglur.
Gelneglur með einkennismerki Nagla-
skólans, hinu djúpa brosi. Svo eru
tvær stiletto-neglur með skrauti.
LITRIKIR SKÓR , sokkar, bakpokar og aðrir fylgi hlutir hafa verið
áberandi á herratískuvikunni í Mílanó sem nú stendur yfir. Þar á meðal
eru þessir bleiku skór sem gætu gefið fyrirheit um það sem koma skal.
MATUR
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki