Fréttablaðið - 24.06.2009, Side 24

Fréttablaðið - 24.06.2009, Side 24
 24. JÚNÍ 2009 MIÐVIKUDAGUR2 ● fréttablaðið ● ísland er land mitt Undanfarin sautján ár hefur miðnætur hlaup verið hlaupið frá Laugar dalslaug á Jónsmessu og að sögn þeirra sem hlaupið hafa undan farin ár myndast mikil stemning þetta kvöld. Öllum þátt- takendum er boðið frítt í Laugar- dalslaugina eftir hlaup. Hlaupið er ekki aðeins ætlað reyndari hlaupurum því hægt er að hlaupa þriggja kílómetra skemmti- skokkshring, án tímatöku. Skokk- að er ákveðna leið innan Laugar- neshverfisins og allar beygjur eru vel merktar. Forskráning fer fram á vef Reykjavíkurmaraþons: http:// marathon.is/ og er opin til mið- nættis í kvöld. - jma Eftir mikinn bruna á síðasta ári var óvíst hvort Kaffi Krókur á Sauðarkróki yrði nokkurn tíma endurbyggður. Hjónin Sigurpáll Aðalsteinsson og Kristín Elfa Magnúsdóttir tóku sig til og gerðu gott betur en það og færðu húsið mun nær upprunalegu horfi. Staðurinn var opnaður fyrir skemmstu. „Staðurinn á sinn stað í hjörtum fólks og það tengist eflaust mik- illi sögu hússins,“ segir Sigurpáll en saga hússins spannar meira en hundrað ár þar sem það var byggt árið 1887. „Húsið er fyrsta sýslu- mannshús Skagfirðinga, lengi kallað Sýslumannshúsið, og mér skilst að þarna hafi fyrstu fanga- geymslur Skagfirðinga líka verið til húsa.“ Kaffihús hefur hins vegar verið rekið á staðnum í tæp tuttugu ár, allt þar til að mikill bruni varð í húsinu í janúar 2008. „Við keyptum staðinn um vorið 2008 og hófum endurbætur í nóvember í haust,“ segir Sigurpáll og þrátt fyrir efna- hagshrunið segir hann að áætlanir hafi gengið vel. „Húsið var fært nær uppruna- legu horfi, gluggar, klæðning og allt slíkt, og voru framkvæmdir allar unnar í samráði við húsa- friðunarnefnd, arkitekt og bæjar- yfirvöld.“ Sigurpáll og Kristín Elfa eru veitingarekstri síður en svo ókunn en síðastliðin átta ár hafa þau rekið veitingastaðinn Ólafshús, sem einnig er á Sauðárkróki, sem og skemmtistaðinn Mælifell sem þau hafa starfrækt í þrjú ár. Kaffi Krókur mun bjóða upp á léttar kaffihúsaveitingar og um helgar verður þar kráarstemning að sögn Sigurpáls. Sigurpáll segist hafa talið fleiri ferðamenn en áður það sem af er sumri og honum lítist vel á kom- andi ferðasumar. „Sauðarkrókur hefur aldrei verið mikill ferða- mannastaður þannig að þessi um- ferð ferðamanna í sumar er eitt- hvað sem ég man ekki eftir áður. Við erum bjartsýn á áframhaldið.“ - jma Sigurpáll Aðalsteinsson og Kristín Elfa Magnúsdóttir reka nú þrjá staði á Sauðárkróki; Kaffi Krók, veitingastaðinn Ólafshús og skemmtistaðinn Mælifell. MYND/FEYKIR Kaffi Krókur er í Sýslumannshúsinu en húsið á mikla sögu. Þar voru meðal annars fangageymslur. MYND/HINIR SÖMU SF Færður nær sinni upprunalegu mynd Margir vilja fyrir enga muni missa af miðnæturskokki í Laugardalnum á Jónsmessu. Miðnæturhlaup á Jónsmessu Nýtt fræðslufyrirtæki í ferðaþjónustu, Assa, þekking og þjálfun, var stofnað á dögunum í Trékyllisvík á Ströndum. Fyrirtækið býður í sumar upp á undirbúningsnámskeið fyrir göngufólk sem er að fara á Strandir og Hornstrandir, hópefli fyrir ættarmót, stórfjölskyldur og ferðahópa og upplifunarleið- sögn um Trékyllisvík. „Við sáum Trékyllisvík sem áhugaverða staðsetningu sem býður upp á mikla möguleika,“ segir Ingibjörg Valgeirsdóttir, stofnandi Assa, þekking og þjálfun. „Það sem okkur langar til að gera er í raun og veru að aðstoða fólk við að staldra aðeins við í þeim hraða sem einkennir okkar daglega líf.“ Ingibjörg er uppalin í Trékyllisvík og hefur fundið fyrir því hvað svæðið hefur gert mikið fyrir hana og þá sem sótt hafa það heim. Hún ákvað því að bjóða upp á nýjan valmöguleika í ferða- þjónustu á svæðinu. „Boðið er upp á nýja nálgun þar sem vegurinn endar og óbyggðirnar taka við. Hópurinn er þéttur og fólk undirbúið að fá sem mest út úr ferðinni.“ Nánari upplýsingar má nálgast á www.assaisland.is - mmf Fræðsla á Ströndunum Í Trékyllisvík er nú starfrækt nýtt ferðaþjónustufyrirtæki. MYND/ÚR EINKASAFNI Djasshátíð Egilsstaða á Austurlandi hefst í dag, miðvikudag, og stendur fram á sunnudag. Hátíðin er því lengri en verið hefur undanfarin ár. Nú verða í fyrsta skipti haldnir tónleikar á Eskifirði í tengslum við hátíðina en auk þess verða tónleikar á Egilsstöðum, í Neskaupstað og á Seyðisfirði, líkt og verið hefur. Meðal hljómsveita og tón- listarmanna sem koma fram á hátíðinni í ár eru Mighty Marith and the MeanMan, Tómas R. Einarsson og Trúnóbandið, BT Power Trio með Björn Thoroddsen í farar broddi og danski bassa- leikarinn Andreas Dreier. Auk þessara tónlistarmanna koma fjölmargir austfirskir tónlistarmenn fram á hátíð- inni. - hs Djassinn dunar Tómas R. Einarsson bassaleikari er einn þeirra tónlistarmanna sem fram koma á hátíðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA N O RD IC PH O TO S/ G ET TY Ferðaþjónustan BAKKAFLÖT Skagafirði River raftin g .is 245 Velkomin að Bakkaflöt

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.