Fréttablaðið - 24.06.2009, Síða 46
18 24. júní 2009 MIÐVIKUDAGUR
■ Pondus Eftir Frode Overli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell
■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott
Jesús, hvað ég
kvíði því að
verða gamall!
Já, segðu! Ekki
mikið til að
hlakka til!
En kannski er það
bara ágætis tækifæri
til að ferðast og
skoða heiminn!
Jújú...
Palli, ertu búinn
að kaupa jólagjöf
handa Söru?
Nei.
Nei.
Veistu hvað þú
ætlar að gefa
henni?
Hversu
mikið má
hún kosta?
Kannski
þúsund-
kall?
Dettur þér eitt-
hvað í hug?
Láttu bara
afsökunarbeiðni
fylgja.
Guðdómlega
pastað er
í hinum
endanum.
Hrist
Hrist
Hrist
Hrist
Hrist
Hrist Hrist
Hri
st Hugsið
fallega til mín.
Þú vilt meina að þú vitir hvað
þú ert að gera?
Algjörlega.
Er ekki skák
aðeins of flókin
fyrir börnin?
Flókin?
Sá sem getur hlustað á tónlist, lesið
bók og stjórnað DVD-spilara á sama
tíma hlýtur að geta teflt.
Við mannfólkið erum eins ólík og við erum mörg. Oftast er þessi munur eitthvað sem glæðir lífið lit og gerir
það skemmtilegra. Stundum er þetta eitt-
hvað sem fær mann til að velta vöngum.
Fyrir nokkru átti ég skemmtilegt sam-
tal við kunningja minn um frasann „að
skreppa út í einn“, sem margir karlmenn
eru gjarnir á að nota. Ég geri mér fylli-
lega grein fyrir því að þessi frasi er ein-
mitt bara það; frasi sem ekki ber að
taka of mikið mark á. En ég fell
oftast í þá gryfju að taka bless-
aðan frasann of bókstaflega.
Ég spurði kunningja minn af
hverju hann og aðrir noti þá
ekki heldur frasa á borð við:
„ég er farinn út“ því þá mundi
sá sem heima situr ekki búast
við honum heim á næstunni.
Svarið kom um hæl; vegna þess
að hann ætlaði sér aldrei meira en einn í
upphafi.
Vinkona mín kvartaði eitt sinn undan
vini sínum sem notaði í gríð og erg fras-
ann „að vera kominn eftir tvær“. Það kom
oft fyrir að vinkona mín sat heilu kvöldin
og beið eftir vini sínum sem kom sjaldnast
eftir „tvær“ heldur liðu oft nokkrar klukku-
stundir þar til hann renndi í hlaðið.
Ég sjálf er svo dæmi um enn eina týp-
una því ég vil að sjálfsögðu hafa vaðið fyrir
neðan mig og ekki gefa loforð sem ég get
síðan ekki staðið við. Þess vegna gef ég
viðmælanda mínum ávallt mjög loðin svör,
„Ég veit ekki hvenær þú gætir átt von á
mér. Ég gæti verið mjög seint á ferð, en
svo gæti líka verið að ég komi bara nokkuð
snemma“. Í rauninni eru þessir hlutir ósköp
smávægilegir og jafnvel hlægilegir svona
eftir á og algjör óþarfi að pirra sig yfir
þeim. Svona erum við mannfólkið bara.
Fæ mér einn, kem eftir tvær
NOKKUR ORÐ
Sara
McMahon
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
H