Fréttablaðið - 24.06.2009, Síða 50

Fréttablaðið - 24.06.2009, Síða 50
22 24. júní 2009 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is FH-ingar eru að stinga af í Pepsi-deildinni en liðið vann sinn sjöunda leik í röð þegar Þróttur kom í heimsókn. FH-ingar byrjuðu leiktíðina á að tapa gegn Keflavík en hafa síðan ekki litið um öxl. Verður ekki séð á þessari stundu hvað muni stöðva liðið í sumar. Framarar rifu sig heldur betur upp á aftur- endanum og skelltu KR með stæl í Dalnum. Þeir voru þjálfaralausir rétt eins og Valur gegn ÍBV og vekur athygli að leikir þjálfaralausu liðanna voru með þeim betri í sumar hjá þeim. Liðin léku meiri og betri sóknar- bolta en oft áður í sumar og virtist léttara yfir mönnum. Geta það vart talist góð skilaboð til þjálfaranna Þorvaldar Örlygs- sonar og Willums Þórs Þórssonar. Báðir eru frekar varnarsinnaðir þjálfarar og það virtist losna um einhver höft hjá leikmönnum liðanna þegar þeir voru hvergi sjáanlegir. Næstu leikir í deildinni fara fram á fimmtu- daginn. > Atvik umferðarinnar Pétur Georg Markan Valsmaður jafnaði met Eyjamanns- ins Leifs Geirs Hafsteinssonar frá árinu 1995 þegar hann skoraði eftir aðeins 8 sekúndur gegn ÍBV. > Bestu ummælin „Ég er alveg búinn á því. Kominn með krampa í nárann, hælinn. Ég er að drekka Herbalife, það heldur mér gangandi. Svo er það ísbað og svo kemur í ljós á morgun hvort ég get gengið,“ sagði gamla brýnið Arnar Grétarsson, leik- maður Breiðabliks. PEPSI-DEILD KARLA: LIÐ 8. UMFERÐAR Fram og FH lið umferðarinnar TÖLURNAR TALA Flest skot: FH, 24 Flest skot á mark: FH, 14. Fæst skot: Fjölnir, 6. Hæsta meðaleink.: Fram. 6,9. Lægsta meðaleink.: KR, 4,0 Grófasta liðið: ÍBV, 15 brot. Prúðasta liðið: Fram, 6 brot. Flestir áhorfendur: 1.347 á leik Blika og Stjörnunnar. Fæstir áhorfendur: 837 á leik Keflavíkur og Fjölnis.. Áhorfendur alls: 6.186 (1.031). Besti dómarinn: Þorvaldur Árnason, Valgeir Valgeirsson og Eyjólfur Kristinsson fengu allir 7 í einkunn fyrir sína frammi- stöðu í 7. umferðinni. Sindri Snær Jensson Hjörtur Logi Valgarðsson Bjarni Hólm Aðalsteinsson Sam Tillen Símun Samuelsen Matthías VilhjálmssonGuðmundur Kristjánsson Davíð Þór Viðarsson Hjálmar Þórarinsson Alfreð FinnbogasonAlmarr Ormarsson 3-4-3 FÓTBOLTI Framarar sóttu sinn annan sigur í Pepsi-deildinni í sumar þegar þeir rúlluðu KR- ingum upp 3-0 á Laugardalsvelli í áttundu umferð. Framherjinn Hjálmar Þórarinsson hrelldi KR- vörnina illilega með beinskeyttum sóknartilburðum sínum í leiknum og skoraði á endanum tvö mörk. Þjálfarinn Þorvaldur Örlygsson var reyndar fjarri góðu gamni hjá Fram en hann þurfti að fara til Englands á UEFA Pro Licence þjálfaranámskeið og Jón Sveinsson stýrði því liðinu. „Toddi mætti inn í klefa og tók fundinn fyrir leikinn og svo hopp- aði hann bara beint upp í flugvél. Toddi lagði því línurnar og Jón var svo með okkur á bekknum og stóð sig vel,“ útskýrir Hjálmar. Eftir tvennuna gegn KR er Hjálmar kominn með fjögur mörk í deildinni í sumar en hann skor- aði sex mörk í tuttugu og tveimur leikjum allt síðasta sumar. „Þetta er búið að ganga ágætlega hjá mér núna en það er náttúrulega einu sinni þannig að þegar liðið er að spila vel, þá blómstra einstakl- ingarnir. Þetta var flottur leikur og mikilvægur sigur gegn KR og við vorum búnir að bíða lengi eftir honum. Það var heldur ekkert leið- inlegt að sigurinn hafi loks komið á móti KR og vonandi verður þetta til þess að koma okkur almennilega af stað í sumar,“ segir Hjálmar. Framarar enduðu í þriðja sætinu í deildinni í fyrra og búist var við þeim í toppbaráttunni aftur núna en liðið hefur farið rólega af stað. Hjálmar viðurkennir vitanlega að hann vildi sjá Fram sitja ofar í stigatöflunni en það sé nú undir liðinu komið að bæta úr því það sem eftir lifir tímabilsins. „Auðvitað viljum við vera ofar í töflunni. Ég veit samt ekki hvort það þýði eitthvað að vera tala um það að við ættum að vera með fleiri stig en stigataflan sýnir. Vissu- lega voru leikir nú í sumar sem okkur fannst að við hefðum átt að fá meira út úr en við gerðum, en svona er fótboltinn bara stundum. Þetta er bara undir okkur komið að fara að hala inn stig. Við erum með mjög svipað lið og í fyrra og við vitum alveg hvað þarf til,“ segir Hjálmar. Fram mætir sjóðandi heitum Íslandsmeisturum FH í Pepsi- deildinni á Laugardalsvelli á fimmtudag en Framarar eiga góðar minningar frá leik liðanna í Laugardalnum síðasta sumar, þegar þeir skelltu FH-ingum 4-1. „Sigur á KR veitir okkur auk- inn kraft fyrir leikinn gegn FH. Við skelltum þeim í Laugardalnum í fyrra, þannig að við verðum að hafa trú á því að við getum klárað þá aftur núna,“ segir Hjálmar ákveðinn. omar@frettabladid.is Við vitum hvað þarf til Hjálmar Þórarinsson skoraði tvö glæsileg mörk í 3-0 sigri Fram gegn KR og er fyrir vikið leikmaður áttundu umferðar Pepsi-deildar karla hjá Fréttablaðinu. MARKSÆKINN Framarinn Hjálmar Þórarinsson er kominn með fjögur mörk í átta leikjum í deildinni í sumar en miðað við frammistöðu hans gegn KR eiga mörkin eftir að verða talsvert fleiri þegar upp verður staðið í lok september. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Landsliðsfyrirliðinn Her- mann Hreiðarsson ákvað í gær að framlengja samning sinn við enska úrvalsdeildarfélagið Portsmouth um eitt ár með möguleikann á öðru til viðbótar. „Hermann er mjög sátt- ur við þessa niðurstöðu því hann hefur verið ánægður með dvölina hjá félaginu en vildi þó fá staðfestingu á að félagið ætlaði sér að styrkja leikmannahópinn í sumar. Honum var sagt að Portmouth ætlaði að fá til sín sex til sjö nýja leikmenn í sumar og það eru því spennandi tímar fram undan hjá félaginu,“ segir Ólafur. Hermann var orðaður við fjölda félaga á síðustu mánuð- um og Ólafur staðfestir að fleiri möguleikar hafi verið í stöð- unni. „Hermanni stóðu aðrir mögu- leikar til boða en eftir að hafa leik- ið í ensku úrvalsdeildinni er erfitt að fara eitthvertannað. Það er hins vegar gaman og mikill heiður fyrir leikmann sem er að verða 35 ára að hafa jafn marga möguleika í stöðunni og Hermann hafði. Hann hefði getað tekið tveggja ára samn- ing annars staðar. Það voru mörg félög í ensku b-deildinni sem vildu fá hann og einnig fyrirspurnir frá ensku úrvalsdeildinni og Skot- landi,“ segir Ólafur. - óþ Hermann Hreiðarsson framlengdi samning sinn við Portsmouth í gær: Spennandi tímar fram undan HERMANATOR Verður áfram í herbúðum Portsmouth. NORDIC PHOTOS/GETTY SENDU S MS SKEY TIÐ ESL LVK Á NÚMERIÐ 1900 ÞÚ GÆTIR UNNIÐ B ÍÓMIÐA! AÐRIR VI NNINGAR ERU: TÖLVULEI KIR, DVD MYNDIR , BÍÓMIÐ AR, GOS OG M ARGT FLE IRA FRUMSÝ ND 24. J ÚNÍ TVEIR VIT LEYSING AR. FULLT AF LESBÍSK UM VAM PÍRUM. EIN SVAK ALEG NÓ TT! WWW.BREIK.IS/LVK 9. hver vinnur! Vinningar verða afhentir í ELKO Lindum.149 kr/skeytið. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. JÓNSMESSUGLEÐI í Garðabæ Miðvikud. 24. JÚNÍ 2009, kl. 20-24 á Strandstíg í Sjálandi • Varðeldar, kanóar og kajakar í víkinni í umsjá skáta • Skapandi hópur ungs fólks verður með uppákomur • Um 20 myndlistarmenn sýna verk meðfram strandlengjunni • Söngur, tónlist og skemmtun. Kórar og hljómsveitir Sjá nánar á www.gardabaer.is FÓTBOLTI Valur og Breiðablik eru áfram efst og jöfn á toppi Pepsi- deildar kvenna eftir leiki gær- kvöldsins. Valur vann Aftureldingu/Fjölni 4-2 en Breiðablik rúllaði GRV upp 0-7. Sigur Íslandsmeistara Vals á Aftureldingu/Fjölni var þægi- legri en lokatölurnar, 4-2, gefa til kynna, án þess þó að taka neitt af gestunum, sem spiluðu vel á köfl- um á Vodafone-vellinum í gær. Valsstúlkur réðu ferðinni í fyrri hálfleik og Rakel Logadóttir skor- aði bæði mörk liðsins í hálfleikn- um. Katrín Jónsdóttir bætti við þriðja markinu í upphafi síðari hálfleiks og Dóra María Lárus- dóttir skoraði fjórða markið á 65. mínútu. Sigríður Þóra Birgis dóttir lagaði svo stöðuna fyrir Aftureld- ingu/Fjölni með tveimur mörkum og lokatölur því 4-2. - óþ Lítið um óvænt úrslit í Pepsi-deild kvenna í gær: Öruggur Valssigur VALSSIGUR Embla Sigríður Grétars- dóttir átti fínan leik fyrir Val í gærkvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Pepsi-deild kvenna Valur-Afturelding/Fjölnir 4-2 GRV-Breiðablik 0-7 Stjarnan-Keflavík 5-1 ÍR-Fylkir 2-2

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.