Fréttablaðið - 15.07.2009, Side 23

Fréttablaðið - 15.07.2009, Side 23
MIÐVIKUDAGUR 15. júlí 2009 15 Íris Stefánsdóttir, nýútskrifaður ljósmyndari, heldur sýn- ingu á lokaverkefni sínu um kreppuna. Sýningin verður opnuð 16. júlí klukkan 17 í Gúttó, Suðurgötu 7 í Hafnar- firði. Íris útskrifaðist í vor eftir þriggja ára nám frá skól- anum Istituto Europeo di Design í Mílanó, Ítalíu. „Fyrir lokaverkefnið gátum við valið á milli nokkurra tegunda ljósmyndunar. Ég valdi fréttaljósmyndun og ákvað að taka fyrir kreppuna á Íslandi,“ segir Íris sem tók myndir af tómum og hálfkláruðum húsum. „Hugmyndin kviknaði um jólin, stuttu eftir efnahagshrunið. Þá fannst mér skuggaleg þessi hverfi sem stóðu hálf- tóm eins og draugabæli,“ segir hún. Íris sneri aftur um páskana til að mynda og afmarkaði sig við nokkur hverfi. „Ég tók fyrir Hafnarfjörðinn, sérstaklega Vell- ina og Norðurbakkann, og Urriðaholtið í Garðabæ,“ segir hún. Íris útbjó ljós- myndabók og þurfti síðan að verja verk- efni sitt. Verkefnið þótti nokkuð sérstakt á Ítalíu. „Þá var mikið spurt um Ísland og ástandið og það var svolítið erf- itt að útskýra efnahagsvandamál Íslendinga á ítölsku,“ segir hún glettin. Það gekk þó vel og fékk Íris hæstu eink- unn fyrir. Sýning Írisar stendur yfir í sumar en opið er í Gúttó um helgar. - sg Myndaði draugabælin á Íslandi LJÓSMYNDARI Íris Stefándóttir gerði ókláruð hús að viðfangsefni lokaverkefnis síns. ÚTSÝNI Kreppan blasir við út um gluggann á þessu ókláraða húsi. Á VÖLLUNUM Ekki er ljóst hvenær verður flutt inn í öll húsin í Valla- hverfinu. GAMALT OG NÝTT Á Norðurbakkanum í miðbæ Hafnarfjarðar stendur fjöldi nýrra og hálfkláraðra bygginga í bland við gömlu húsin. MYND/ÍRIS STEFÁNSDÓTTIR MOSAIK Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Stella Stefánsdóttir Engihjalla 19, Kópavogi, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 16. júlí kl. 15.00. Jóna Karlsdóttir Stefanía Karlsdóttir Jóhannes G. Pétursson Stefán Þ. Karlsson Þóra Vilhjálmsdóttir Guðbjörg Edda Karlsdóttir Gunnar Sigurðsson Sólveig Gyða Karlsdóttir Gunnar Ólafsson barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, Guðmundu Guðmundsdóttur Egilsbraut 9, Þorlákshöfn, Helga Stefánsdóttir Júlíus Roy Arinbjarnarson Guðni Pétursson Naneth Orongan Víðir Lárusson Áslaug Traustadóttir barnabörn og fjölskyldur þeirra. Okkar ástkæra Súsanna Halldórsdóttir (Sunna) frá Vestmannaeyjum, Stigahlíð 14, Reykjavík, verður jarðsungin frá Háteigskirkju mánudaginn 20. júlí kl. 13. Örn Sævar Ingibergsson Guðlaug Óskarsdóttir Elín Dóra Ingibergsdóttir Haraldur L. Haraldsson Jón Kristinn Ingibergsson Sonja Christensen Þórunn Einarsdóttir Richard Kelley Halldór Einarsson Esther Magnúsdóttir Elín Einarsdóttir Jón Gunnlaugsson Ingibjörg Einarsdóttir Birna Einarsdóttir Guðmundur Þorsteinsson Haukur H. Gröndal Ásta Sigurðardóttir og aðrir aðstandendur. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móðursystur okkar, Margrétar Halldórsdóttur Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hlíðar fyrir ágæta umönnun. Kolbrún Matthíasdóttir Guðný Matthíasdóttir Jón Matthíasson Halldór Matthíasson og fjölskyldur. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og bróðir, Sigurður Karl Sigfússon Drekagili 28, Akureyri, lést föstudaginn 10. júlí. Útför hans fer fram frá Glerárkirkju föstudaginn 17. júlí kl. 10.30. Ása Þorvaldsdóttir Valur Þór Sigurðsson Kamonrat Tiemerat Guðrún Margrét Sigurðardóttir Birgir Marinósson Þorvaldur Sigurðsson Kristín Margrét Gísladóttir Sigurður Brynjar Sigurðsson Bryndís Dröfn Traustadóttir afabörn og systkini hins látna. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigríður Sveinsdóttir frá Grund II, Borgarfirði eystra, sem lést fimmtudaginn 9. júlí síðastliðinn verður jarðsungin frá Bakkagerðiskirkju laugardaginn 18. júlí kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hjálparstarf kirkjunnar, innanlandsstarf. Sveinlaugur Hannesson Unnur Guðrún Davíðsdóttir Þórdís Hannesdóttir Grétar Breiðfjörð Þorsteinsson Sigurður Hannesson Árni Jón Hannesson Oddur Hannesson Katrín Sigurlín Markúsdóttir Gunnar Hannesson Ingibjörg Kristín Jóhannesdóttir Eymundur G. Hannesson Iðunn Kröyer börn og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Margrét Guðmundsdóttir (Maddý) Hagaflöt 9, Akranesi, andaðist á Sjúkrahúsi Akraness 8. júlí. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 17. júlí kl. 14.00. Davíð Guðlaugsson Guðmundur Rúnar Davíðsson Margrét Sigurðardóttir Sigurður Grétar Davíðsson Hólmfríður D. Guðmundsdóttir Harpa Hrönn Davíðsdóttir Búi Gíslason og ömmubörn. Okkar ástkæra og yndislega eiginkona, móðir, tengdamóðir, dóttir og amma, Ástríður Hólm Traustadóttir lést á Landspítalanum Hringbraut fimmtudaginn 9. júlí. Útförin fer fram frá Seljakirkju þriðjudaginn 21. júlí kl. 15.00. Óskar Már Ásmundsson Margrét Jóhannsdóttir Hafþór Theodórsson Bjarki Már Óskarsson Trausti Már Óskarsson Agnes Sigurðardóttir Viktor Blær Hafþórsson Ásta María Hafþórsdóttir. Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, sonur, bróðir og afi, Reynir Helgason Álfheimum 34, andaðist mánudaginn 6. júlí. Jarðarförin fer fram fimmtudaginn 16. júlí kl. 13.00 í Fossvogskapellu. Björg Gísladóttir Berglind Reynisdóttir Samson Magnússon Sveinbjörg Jónsdóttir Jón Helgason Stefanía Björnsdóttir og barnabörn. Okkar innilegustu þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna fráfalls okkar ástkæra og yndislega eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, Sig. Ómars Aðalbjörnssonar Kelduhvammi 13, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir sendum við Brim hf., Rammi hf. og Bifhjólaklúbbnum Dúllurum. Valgerður G. Gunnarsdóttir Guðlín Jóna Ómarsdóttir Sævar Bjarki Einarsson Fanney Anna Ómarsdóttir Arnar Már Jónsson Ómar Örn, Jóel Ernir og Arnar Búi.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.