Fréttablaðið - 15.07.2009, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 15.07.2009, Blaðsíða 14
Kynning „Í Sýrlandi eru margir áhuga- verðir staðir fyrir ferðamenn og sagan er við hvert fótmál. Ég get nefnt æðislegan markað í borg- inni Aleppo og rómverska hring- leikahúsið í Basra,“ segir Sigríður Víðis og bætir við að í Sýrlandi sé öruggt að dvelja og heimamenn séu almennt gestrisnir og vinalegir. „Í Damaskus, sem er meðal elstu borga í heimi, er eitthvað um að vera á hverju götuhorni en samt lítið áreiti,“ segir hún og heldur áfram dreymin. „Uppáhaldið mitt var að fara í göngutúr um gömlu borgina í Damaskus og koma við á stóra markaðnum Souk El-Ham- idiyeh sem er heill heimur út af fyrir sig. Setjast síðan á torgið við Umayyad-moskuna og fylgjast með mannlífinu og fara þaðan á eitt- hvert af milljón kaffihúsunum eða á veitingastað því matargerðin í Sýrlandi er einstök. Oftast eru veit- ingastaðirnir í fallegum, eldgöml- um húsum þar sem setið er undir berum himni í garði í miðju húsinu. Ótrúlega sjarmerandi.“ Þessi lýsing hljómar sannarlega vel. Erindi Sigríðar til Mið-Austur- landa var þó ekki bara að njóta lífs- ins lystisemda heldur líka að kynna sér bakgrunn þeirra einstæðu mæðra sem komu sem flóttamenn með börn sín frá Írak til Akraness á síðasta ári. Því efni ætlar hún að gera skil í bók. „Ég sjálf er af Skaganum en hef lengi haft áhuga á málefnum Pal- estínu og Ísrael, auk þess sem mast- ersritgerðin mín var um Írak. Allt í einu voru komnar konur til Íslands sem tengja allt þetta saman. For- eldrar þeirra flúðu til Írak frá Pal- estínu þegar Ísraelsríki var stofn- að og þær sjálfar þurftu síðan að flýja Írak.“ Sigríður segir það ekki hafa verið auðsótt mál að komast inn í flóttamannabúðirnar í Írak og fá blaðamannaáritun til Sýrlands en þó hafi það tekist með aðstoð flótta- mannastofnunar Sameinuðu þjóð- anna og hjálplegra starfsmanna utanríkisráðuneytisins. Hún er tekin til við skriftirnar og stefn- ir á að fara í haust til Palestínu og aftur til Íraks. Sigríður er alvön að ferðast og kveðst oftast fara ein af stað frá Íslandi. „Ég hef komist í kynni við margt skemmtilegt fólk á mínu flakki,“ segir hún. „Bæði heimafólk og ferðamenn.“ gun@frettabladid.is Flóttafólk veitti innblástur í bók Hellulagðar götur og torg Damaskus í Sýrlandi hrifu Sigríði Víðis Jónsdóttur blaðamann. Einnig matarmenningin og margt fleira. Hún dvaldi þar í þrjá mánuði í vor eftir heimsókn í flóttamannabúðir í Írak. Skrapp líka þaðan til nágrannalandanna Líbanon og Jórdaníu. Á markaði í Damaskus þar sem ólívurn- ar eru ómótstæðilegar. Í Maloula, litlum bæ í Sýrlandi státar fólk sig af því að geta enn talað sama mál og Jesús Kristur. Sigríður dvaldi þrjá mánuði í Sýrlandi í vor og skrapp þaðan til nágrannalandanna Líbanon og Jórdaníu. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR SKILAGJALD ÖKUTÆKIS sem afhent er til móttökustöðvar til endur- nýtingar eða endanlegrar förgunar er 15 þúsund krónur. www.urvinnslusjodur.is Kerlingarfjöll eru einstök nátt- úruperla sem margir Íslending- ar eiga eftir að uppgötva. Þar eru víðfeðm útivistarsvæði fyrir göngufólk, hestamenn, fjalla- hjólamenn, jeppafólk, mótor- hjólafólk og fleiri. Aðstæður á svæðinu eru þannig að allir þess- ir hópar geta stundað útivist á sinn hátt án þess að trufla hver annan. Í Kerlingarfjöllum var rek- inn skíðaskóli í áratugi en vegna minnkandi snjóalaga lagðist það af fyrir aldamót. Byggingarnar eru þó enn á svæðinu og þær eru nú nýttar fyrir gistingu og veit- ingasölu. Margt á svæðinu minnir enn á gamla skíðaskólann og má þar nefna kvöldvökurnar frægu sem þar voru haldnar. Húsa- kosturinn hefur verið endur- byggður mikið á síðustu árum og breytt þannig að möguleikar eru á gistingu í sérbýli og tveggja manna herbergjum með vönduð- um rúmum og salerni. Einnig er hægt að fá svefnpokapláss, tjalda eða koma með gistivagna. Veit- ingasala er í gamla skíðaskólan- um og ferðalangar geta því dval- ið á svæðinu án þess að taka með sér annað en útivistarbúnað. Hestagerði er á staðnum og hægt er að kaupa hey, enda eru fjöllin vinsæll áningarstaður hestamanna. Við breytingarnar hefur þess verið vandlega gætt að halda hlýlegu yfirbragðinu í litla gróðursæla dalnum þar sem aðstaðan er. Ein af elstu vatns- aflsvirkjunum landsins sér staðn- um fyrir rafmagni og um þess- ar mundir er verið að gangsetja hana eftir miklar endurbætur í sumar. Vegurinn frá Kjalvegi að Kerlingarfjöllum hefur verið lag- aður mikið í vor og nú er orðið fólksbílafært í fjöllin og auðvelt að fara þangað með tjaldvagna og fellihýsi. Einstaka hjólhýsi sést orðið líka. Afleggjarinn er ekki nema níu kílómetrar og því tilvalið fyrir ferðalanga um Kjöl að skella sér í kaffisopa. Þó að leiðin sé stutt er hún bæði fjöl- breytt og margir fallegir staðir á leiðinni, til dæmis Gýgjarfoss í Jökulfallinu. Fjölmargar merktar göngu- leiðir við allra hæfi eru um Kerlingarfjöllin, allt frá 30 mín- útna leið í heitu laugina upp með Ásgarðsá upp í heilar dagleið- ir upp í efri hverasvæðin og á fjallstoppana. Vegur liggur upp á gamla skíðasvæðið og í Hvera- dali og frábært er að fá sér bíltúr þangað upp, ganga um og njóta stórkostlegs útsýnis. Greinilegar vegaslóðir liggja umhverfis Kerlingarfjöllin og þær eru færar seinni hluta sum- ars fyrir alla jeppa. Hringurinn er heil dagleið og mjög fjölbreytt- ur með hæfilegu vatnasulli og brekkum. Greinilegar og fjölfarn- ar slóðir tryggja að hægt er að ferðast um allt svæðið án lands- spjalla, bæði styttri og lengri leiðir. Þessi fjölbreytni gefur skemmtilega möguleika fyrir fólk með ólík áhugamál að dvelja saman nokkra daga í fjöllunum, stunda sína útivist á daginn og hittast saman á kvöldin, nokkuð sem starfsmannafélög nýta sér í auknum mæli. Sérstakar helgar- ferðir með hópa hafa notið vin- sælda. Í vor fór stór hópur kvenna og stundaði jóga í bland við úti- vist og fyrirhugað er að hafa sér- stakar helgar í lok ágúst og byrj- un september fyrir jeppafólk og vélhjólafólk. Þá verður leiðsögn í ferðum á daginn og kvöldvökur á kvöldin, tilvalið fyrir fjölskyld- ur. Þeir sem vilja skoða svæðið betur á netinu geta kíkt á www. kerlingarfjoll.is. Útivist og kvöldvökur í Kerlingarfjöllum að nýju Oft er lagið tekið á tjaldstæðinu í fjöllunum. Nú er orðið fólksbílafært þangað og auðvelt að komast með tjaldvagna og fellihýsi. Sigma linsur fyrir flestar gerðir myndavéla NÁM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.