Fréttablaðið - 15.07.2009, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 15.07.2009, Blaðsíða 30
22 15. júlí 2009 MIÐVIKUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 BESTI BITINN Í BÆNUM LÁRÉTT 2. svif, 6. spil, 8. hljóma, 9. viðmót, 11. hlutafélag, 12. afspurn, 14. glingur, 16. í röð, 17. röst, 18. starf, 20. tvíhljóði, 21. kropp. LÓÐRÉTT 1. útdeildu, 3. fíngerð líkamshár, 4. umstafla, 5. gifti, 7. ómerkilegur sam- setningur, 10. stykki, 13. örn, 15. uxi, 16. málmur, 19. númer. LAUSN „Ef mig langar í sveittan fer ég á Aktu taktu, ekki spurning, bestu borgararnir í bænum! Aktu taktu klikkar aldrei.“ Sigurlaug María Hreinsdóttir jarðfræðingur. LÁRÉTT: 2. flug, 6. ás, 8. óma, 9. fas, 11. hf, 12. umtal, 14. skran, 16. tu, 17. iða, 18. iðn, 20. au, 21. nart. LÓÐRÉTT: 1. gáfu, 3. ló, 4. umhlaða, 5. gaf, 7. samsuða, 10. stk, 13. ari, 15. naut, 16. tin, 19. nr. Þriðju útgáfu sjónritsins Rafskinnu, sem er fyrsta íslenska tímaritið sem gefið er út á mynddiski, verð- ur fagnað með lítilli útihátíð í dag. Þemað í þetta sinn er í anda kreppunnar og gengur út á endur- vinnslu og endurútgáfu. Á mynddisknum má meðal annars finna heimildarmyndir, stuttmyndir, tón- listarmyndbönd eftir íslenska og erlenda listamenn auk ritaðs efnis. Sigurður Magnús Finnsson, einn aðstandenda ritsins, segir ritstjórnina standa í ströngu fyrir útgáfuna. „Diskarnir voru sendir frá Berlín í gær með Fed-Ex og nú eru menn að leggja lokahönd á að púsla þessu öllu saman.“ Hann segir að hefð hafi skapast fyrir því að halda útgáfuteiti ritsins undir berum himni og helst það óbreytt í ár. „Síðustu tvö ár höfum við haldið partý í gamla Sirkúsportinu, en nú er það í einhverju limbói vegna staðarins sem á kannski að opna þar. Í staðinn verð- ur veislan haldin í nýuppgerðum Klapparstígsreit, á milli Hverfisgötu og Laugavegar,“ segir Sigurður Magnús. Hljómsveitin Retró Stefson mun leika endurgerða tónlist fyrir gesti og DJ Árni Sveins mun þeyta skíf- um auk þess sem gestum býðst að kaupa eintak af Rafskinnu á sérstökum útgáfuprís í tilefni dagsins. Hátíðarhöldin hefjast stundvíslega klukkan 17.00. - sm Sent með Fed-Ex frá Berlín KREPPURIT Rafskinna verður í ár í anda kreppunnar og mun innihalda mikið af endurunnu efni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Þetta er eflaust eitthvað staðlað sem skrifstofa borgarstjóra hefur útbúið,“ segir Ólafur F. Magnús- son fyrrverandi borgarstjóri. Ólafur F. og Hanna Birna Kristj- ánsdóttir borgarstjóri hafa í gegn- um tíðina ekki verið á sömu blað- síðunni í pólitíkinni og oft tekist grimmilega á um málefni Reykja- víkurborgar. En í Visitors Guide, veglegri handbók sem gefin er út árlega og ætluð er erlendum ferðamönnum, er að finna ávarp eða pistil frá borgarstjóra Reykja- víkur. Svo einkennilega vill til að ávarp Hönnu Birnu er nánast það sama og ávarp Ólafs var í fyrra. Bæði velja þau sömu fyrirsögn- ina: „Reykjavík – Be Inspired“ og byrjunin er sú sama: „Think of the qualities of a great city – fun, space, clean air, nature, culture – and I feel that Reykjavik has them in spades.“ Glæsileg byrjun á pistli og magnað að þeim skyldi ekki einungis hafa dottið nákvæm- lega hið sama í hug – heldur orðað það á sama hátt. Ólafur kannast reyndar ekki við að hafa skrifað pistil í Visit- ors Guide þó í orði kveðnu sé það hann sem ávarpar lesandann og kvittar undir pistilinn. En þetta kemur honum ekki á óvart. Hann segir starf borgarstjóra 26 tíma starf á sólarhring. Þetta hafi án efa verið erindi sem embættis- menn borgarinnar hafi afgreitt borgarstjóra til undirritunar að morgni annasams vinnudags. Og hann ekki einu sinni náð að lesa það yfir. Því ekki komi til greina að þau hafi sameinast um texta í eitt stykki ávarp. „Ef þú heldur að til sé ólík- ara fólk en við Hanna Birna þá skjöplast þér hrikalega. Ég hef komist að því að við erum af sitt hvoru sauðahúsinu.“ Ólafur gerir fastlega ráð fyrir því að ávarpið í Visitors Guide varði ekki póli- tíska stefnu. Það er Netið, markaðs- og rekstrarráðgjöf, sem gefur Visit- ors Guide út. Útgefandi og rit- stjóri er Hákon Þór Sindrason. Hann segir ávörp borgarstjóranna ekki eins þó svo virðist í fyrstu. „Þegar við fengum þetta sent frá ráðhúsinu þá sýndist mér þetta vera sama ávarpið,“ segir Hákon Þór. jakob@frettabladid.is ÓLAFUR F. MAGNÚSSON: HANNA BIRNA AF ALLT ÖÐRU SAUÐAHÚSI EN ÉG Nánast samhljóma ávarp gjörólíkra borgarstjóra SAMI RITSTÍLL ÓLÍKS FÓLKS Í öllum tilfellum er furðulegt þegar tveim mismunandi mönnum er eignaður sami textinn - og þegar í hlut eiga Hanna Birna og Ólafur F. verður það nánast absúrd. En líklega var það einhver embættismaður Reykjavíkur borgar sem ritaði pistilinn fyrir hönd þeirra og breytti einfald- lega um signatúr. Listahátíð ungs fólks á Austur- landi, LungA, hófst með pompi og prakt á mánudaginn. „Þetta gekk allt svakalega vel, allir eru komn- ir í sínar smiðjur, komnir á fullt og rosaleg gleði. Við erum með tæp- lega 90 þátttakendur, þannig að það er góð mæting. Þetta lítur allt mjög vel út. Opnunarhátíðin var flott og leiðbeinendakynningin var mega,“ segir Björt Sigfinnsdóttir, úr fram- kvæmdaráði LungA. Leiðbeinend- ur kynntu vinnu sína og sjálfa sig. „Hugleikur var með íróníska kynn- ingu á sinn hátt á meðan hinir spil- uðu tónlist og dönsuðu.“ Yfir vikuna trekkir LungA að um fjögur til fimm þúsund manns til Seyðisfjarðar að sögn Bjart- ar, en þar búa rúmlega sjö hundr- uð manns. Um þrjú hundruð taka þátt í listahátíðinni sjálfri og koma þeir hvaðanæva af landinu. Flestir mæta þó um helgina, sem hefst á hönnunarsýningu á fimmtudags- kvöld. „Við erum rosalega spennt fyrir henni. Hún verður alveg meiriháttar í ár.“ BA-útskriftar- nemar úr hönnunarskólanum í Kolding DK eiga sviðið í ár auk innlendra hönnuða en sýnt er í gamla Strandarsíldar-frystihús- inu. Þá eru Kimi Records með tón- leika á föstudagskvöldið og sjálfir stórtónleikarnir og uppskeruhá- tíðin eru á laugardagskvöld. Í ár spila Skakkamanage, B.Sig, Mugi- son, Jagúar og GusGus. Uppskeru- hátíðin er svo alltaf dálítið dulin. „Ég held að hún verði líka extra flott í ár, við erum alltaf að reyna að toppa okkur. Þetta verður allt- af flottara og flottara. Það má lítið gefa upp að svo stöddu en það eru mjög góðar hugmyndir komnar.“ -kbs Þúsundir gesta á listahátíð á Seyðisfirði FURÐUVERUR Leiðbeinendur tóku sig saman og spiluðu fyrir þátttakendur LungA. GLÆNÝ STÓRLÚÐA STÓR OG FALLEGUR HUMAR Idolstjörnur hafa átt nógu erfitt uppdráttar þó prentvillupúkinn sé ekki að leggja þær í einelti. Þannig kom nýverið út safndiskur- inn Sumarstjörnur 2009, sem N1 dreifir og selur og þar er lag númer sjö „Með sjálfri mér“ og flytjandi sagður einhver Anna Hín. Þarna er að sjálfsögðu um að ræða Önnu Hlín sem margir töldu að hefði átt að vinna síðustu Idolkeppni. Hvunndagshetja hefur átt í nágrannastríði að undanförnu en nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála er ekki hliðhollur Auði Haralds rit- höfundi. Hún hefur átt í nágranna- erjum og kvartað undan fram- kvæmdagleði nágranna síns Páls Björgvinssonar sem einnig býr við Bergþórugötu 1. Kæru Auðar var vísað frá vegna þess að hún barst of seint. Og eitthvað hefur hvinið í tálknum höfundar Hvunndagshetjunnar því í úrskurðinum er talað um ávirðingar er lúta að embættisfærslum byggingarfull- trúa – en sagt að ekki liggi fyrir í málinu kæranleg stjórn- valdsákvörðun um afskipti eða afskiptaleysi hans. Söngkonan Védís Hervör Árna- dóttir eignaðist sitt fyrsta barn í gærmorgun. Védísi og unnustanum Þórhalli Bergmann fæddist drengur sem var 16 merkur og 52 sentimetr- ar. - jbg, sm FRÉTTIR AF FÓLKI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.