Fréttablaðið - 15.07.2009, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 15.07.2009, Blaðsíða 4
4 15. júlí 2009 MIÐVIKUDAGUR D Y N A M O R E Y K JA V ÍK MUUUUUU D Y N A M O D Y N A M O D Y N A M O D Y N A M O N A M OO D Y N A M OO M O D Y N A M O D Y N A MM D Y N A D Y R E Y K J R E Y K J R E Y K J R E Y K J R E Y K JJ R E Y K J R E Y K R E Y K R E Y K R E R A V A V A V A V A V A V A V A V A V A ÍKÍKÍKÍKÍKKÍÍKÍKÍKÍ TILNEFNDUR TIL ÍSLENSKU BÓK MENNTA- VERÐLAUNANNA F YRIR LANDSLAG ER ALD REI ASNALEGT (2003) 4. SÆTI SKÁLDVERK METSÖLULISTA EYMUNDSSON www.bjartur.is UTANRÍKISMÁL Svavar Gestsson, formaður samninganefndar um Icesave, segir óhjákvæmilegt að Alþingi hafi pólitíska skoðun á því hver verði framgangur samnings- ins. Hana mætti setja fram hvort sem er í nefndaráliti eða með öðrum hætti. Samninginn sjálf- an verði hins vegar að samþykkja eða fella. „Alþingi hlýtur auðvitað að hafa sína skoðun á því til dæmis hvern- ig framkvæmd samningsins verð- ur háttað á komandi árum. Það er Alþingi sem ræður hinni pólitísku umgjörð málsins, eins og fjármála- ráðherra sagði í viðtali í gær.“ Svavar segir að þróunin hafi sýnt að samningurinn sé um margt hagstæður. Margt í umhverfinu nú sé orðið óhagstæðara en var þegar hann var gerður. Í honum sé miðað við 4,30 prósenta SIRR-vexti og 125 punkta álag ofan á það; alls 5,55 prósenta vexti. SIRR-vextir séu í dag 4,70 prósent. Svavar segir að með því að hafna samningnum sé verið að taka mikla áhættu fyrir þjóðina og þjóðarbúið. Svavar segir gríðarlega mikil- vægt að náðst hafi það ákvæði í samninginn að hægt sé að segja honum upp og borga upp fáist fjármagn á hagstæðari kjörum. Þá sé lánstíminn lengri en geng- ur og gerist og mikilvægt sé fyrir þjóðina að fá efnahagslegt skjól í sjö ár. Hann hafnar því að samnings- staða Íslendinga hafi verið von- laus. Brautin hafi meðal annars verið lögð með undirskrift Davíðs Oddssonar 15. nóvember þar sem ábyrgð Íslendinga á skuldbind- ingunum sé viðurkennd. Þá hafi ramminn utan um viðræðurnar verið dreginn í samþykkt Alþing- is frá 5. desember. Svavar segir Brussel-viðmið- in hafa veitt viðspyrnu, en þar leggja Evrópska efnahagssvæð- ið og alþjóðasamfélagið áherslu á að tekið yrði tillit til þeirra erfiðu og fordæmalausu aðstæðna sem Ísland er í. Samninganefndin hafi síðan miskunnarlaust beitt frystingu Breta og minnt á að Íslendingar hefðu skaðast af beitingu hryðju- verkalaganna. Þá hafi því verið beitt að þarna hafi komið í ljós að regluverk um innstæður í Evr- ópu væri gallað. Það að samþykkt hafi verið að eignir Landsbank- ans gengju upp í skuldir hafi líka hjálpað til. Samningsstaðan hafi því ekki verið vonlaus, en helgast af því að ákveðið hafi verið í nóv- ember að borga skuldirnar. Ekki er reiknað með að þing- nefndir ljúki umfjöllun um málið fyrr en eftir helgi. kolbeinn@frettabladid.is Þingið marki Icesave pólitíska umgjörð Svavar Gestsson segir eðlilegt að Alþingi geri samþykktir um sína pólitísku skoðun á því hvernig Icesave-samningum verði háttað. Hann segir ólíklegt að hægt væri að ná jafnhagstæðum samningum enda hafi vaxtastig hækkað. SAMNINGAMAÐUR Svavar segir vexti nú vera mun óhagstæðari en þegar samningur- inn um Icesave var gerður. Það sé mikil áhætta fyrir þjóðina og þjóðarbúið að fella samningana. Alþingi ráði hins vegar hinni pólitísku umgjörð málsins. Alþingi hlýtur auðvitað að hafa sína skoðun á því til dæmis hvernig framkvæmd samningsins verður háttað á komandi árum. SVAVAR GESTSSON FORMAÐUR SAMNINGANEFNDAR UM ICESAVE VEÐURSPÁ Alicante Bassel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 32° 30° 26° 22° 22° 28° 26° 24° 24° 24° 22° 31° 28° 34° 20° 25° 24° 21° Á MORGUN 3-10 m/s Hvassast suðaustan til. FÖSTUDAGUR Hæg breytileg átt um allt land. 15 14 11 13 10 9 10 13 13 12 7 7 8 6 7 3 4 5 10 3 4 7 16 16 11 10 14 16 15 11 10 12 BJARTAST SYÐST Horfur eru á nokkuð björtu veðri sunnan- og suðvestanlands í dag en annars staðar verður frem- ur skýjað. Búast má við smá rigningu eða súld norðan og austanlands og austantil bætir heldur í rigningu er líður á daginn. Soffía Sveinsdóttir Veður- fréttamaður TANSANÍA, AP Stríðsglæpadómstóll á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Tharcisse Renzaho, 65 ára fyrr- verandi ríkisstjóra í Kigali, höfuð- borg Rúanda, hafi verið einn helsti forsprakki fjöldamorðanna þar árið 1994. Fyrir glæpi sína var Renzaho dæmdur í ævilangt fangelsi. Sem ríkisstjóri höfuðborgarinn- ar var hann jafnframt yfirmaður lögreglunnar. Dómstóllinn, sem hefur aðsetur í Tansaníu, segir ljóst að Renzaho hafi lagt á ráðin um morðin og hvatt bæði hermenn og almenna borgara til þess að setja upp vegatálma, þar sem hægt væri að stöðva för Tútsa á flótta og ráða þá af dögum. Erik Mose, aðaldómari dómstóls- ins, sagði að Renzaho hafi sjálfur átt hlut að morðum á meira en 100 Tútsum í kirkju nokkurri. Hann hafi verið á staðnum bæði fyrir og eftir morðin og látið undir höfuð leggjast að stöðva þau. „Hann tók einnig þátt í að fjar- lægja líkin,“ sagði Mose. Meira en hálf milljón manna varð hundrað daga morðæði Hútúa að bráð. Hinir myrtu voru bæði Tútsar, sem eru í minnihluta íbúa landsins, og hófsamir Hútúar, sem vildu hlífa Tútsum. Stríðsglæpadómstóllinn í Tans- aníu hefur þegar fellt dóma yfir 39 sakborningum, en sex þeirra voru sýknaðir. - gb Stríðsglæpadómstóll dæmir einn helsta forsprakka þjóðarmorðsins í Rúanda: Renzaho fer í lífstíðarfangelsi THARCISSE RENZAHO Sannað þótti að hann hafi lagt á ráðin og hvatt til morð- anna 1994. NORDICPHOTOS/AFP VIÐSKIPTI Bandaríski bankinn Goldman Sachs hagnaðist um 3,44 milljarða dala eða 426 millj- arða króna á núverandi gengi á tímabilinu apríl til júníloka. Upp- gjörið sýndi umtalsvert betri afkomu en greinendur höfðu áður gert ráð fyrir. Bankinn hefur greitt til baka þau lán sem hann fékk frá banda- ríska ríkinu í björgunarpakka þarlendra yfirvalda. Hlutabréf í Goldman Sachs tóku við sér í gær við þessi tíðindi og hafa hækkað um 75 prósent það sem af er ári. - bþa Uppgjör Goldman Sachs: Hagnast um 3,4 milljarða dala ELDSVOÐI Líklegasta orsök bruna Hótels Valhallar er að eldur hafi komið upp í gasgrilli í eldhúsinu, að sögn Þorgríms Óla Sigurðs- sonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns lögreglunnar á Selfossi. Mikil fita hafði safnast á grillinu og líklegt sé að kviknað hafi í henni. Eldur- inn hafi við það farið upp um háf í eldhúsinu. Þaðan hafi eldurinn náð upp á milliloft og svo breiðst hratt út. „Um leið og hann náði að brjót- ast niður úr loftinu og fá súrefni hefur hann farið út um allt,“ segir Þorgrímur. Ekkert bendir til refsiverðrar háttsemi. Rannsókn er ekki lokið, en hún gæti tekið nokkrar vikur, að sögn Þorgríms. Rannsóknin er unnin af lögreglunni á Selfossi í sam- starfi við tæknideild lögreglunn- ar á höfuðborgarsvæðinu. Húsið var tryggt fyrir 280 milljónir króna. - vsp Rannsókn á Hótel Valhöll: Kviknaði í út frá gasgrilli VIÐSKIPTI Bandarískir vogunar- og tryggingarsjóðir gætu orðið stærstu eigendur Kaupþings í vikulok. Þetta kom fram í frétt- um Stöðvar 2 í gær. Um er að ræða kröfuhafa í bankanum. Efnahagsreikningar ríkisbank- anna eiga að liggja fyrir á föstu- daginn, sem og endurfjármögnun þeirra og hvernig kröfuhafar koma að því. Samkvæmt heimildum Stöðv- ar 2 er líka mögulegt að kröfu- hafarnir fái hlutdeild í hagnaði bankans og vilyrði um að kaupa hann seinna. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra vildi lítið tjá sig um málið í gær. - þeb Bandarískir kröfuhafar: Eignast líklega Kaupþing HOLLAND, AP Charles Taylor, fyrrverandi forseti Líberíu, segir ákærur stríðsglæpadóm- stóls Samein- uðu þjóðanna á hendur sér reistar á lygum og rangfærsl- um. Hann kom í gær í fyrsta sinn í vitna- stúku dóm- stólsins, sem hefur aðsetur í Haag. Hann neitar alfarið að hafa stjórnað og vígvætt uppreisnar- hópa sem drápu og pyntuðu þús- undir manna. Taylor er fyrsti þjóðarleiðtogi Afríkuríkis sem ákærður er fyrir stríðsglæpi. Hann er sakaður um morð, pyntingar, nauðganir, kyn- lífsþrælkun, hryðjuverk og notk- un barna til hermennsku á tímum borgarastyrjaldarinnar í Síerra Leóne árin 1991-2002. Þau átök kostuðu um hálfa milljón manna lífið. - gb Charles Taylor fyrir dómi: Segir ákærur reistar á lygum CHARLES TAYLOR VALHÖLL BRENNUR Talið er eldurinn hafi komið upp í gasgrilli en mikil fita hafði safnast á grillinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Vilja tilnefningar Kópavogsbær hefur auglýst eftir tilnefningum vegna árlegrar jafnréttis- viðurkenningar. Um getur verið að ræða stofnun, fyrirtæki, einstakling, nefnd eða ráð Kópavogsbæjar. Halla Tómasdóttir, stjórnarformaður Auðar Capital, fékk viðurkenninguna í fyrra en Landsbankinn árið 2007. KÓPAVOGUR GENGIÐ 14.07.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 217,8754 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 127,54 128,14 208,05 209,07 178,32 179,32 23,947 24,087 19,724 19,84 16,256 16,352 1,3696 1,3776 197,63 198,81 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.