Fréttablaðið - 15.07.2009, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 15.07.2009, Blaðsíða 22
14 15. júlí 2009 MIÐVIKUDAGUR timamot@frettabladid.is Efnt verður til hátíðahalda á Dynjandis- heiði fimmtudaginn 16. júlí í tilefni þess að í haust verða 50 ár liðin síðan vegur var lagður um Dynjandisheiði og akvegasamband komst á milli byggðar- laga á Vestfjörðum og milli Reykjavík- ur og Ísafjarðar. „Vegurinn breytti umhverfinu hér alveg geysilega mikið. Þeir á norður- svæðinu, Stór-Þingeyrarsvæðinu, kom- ust alla leið til Patreksfjarðar sem hafði ekki verið hægt áður með vegi, þó að trillubátur hafi ferjað menn og bíla frá Bíldudal og yfir á Hrafnseyri,“ segir Magnús Ólafs Hansson, verk- efnastjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða, sem kemur að skipulagn- ingu hátíðahaldanna. Vegurinn á Dynjandisheiði var unn- inn á árunum 1957 til 1959 og opnaður þá á haustdögum. „Reyndar voru menn farnir að laumast hann sumarið 1958 en það er önnur saga,“ segir Magnús glettinn. Dynjandisheiði liggur að norðan frá Dynjandisvogi upp Svínadal. Uppi á heiðinni eru vegamót og liggur vegur- inn annars vegar niður í Trostansfjörð á leið í Bíldudal, eða niður í Vatnsfjörð í Flókalund. Til að útskýra nánar hversu mikið vegurinn um heiðina breytti lífi fólks á Vestfjörðum tekur Magnús dæmi. „Fimm leiðir liggja frá Búðardal og á norðurhluta Vestfjarða. Engin þeirra er opin yfir vetrartímann og því þarf Bílddælingur sem ætlar á Ísafjörð á veturna að aka 804 kíló- metra leið til Búðardals yfir Laxár- dalsheiði um Strandasýslu. „Þetta er 699 kílómetra aukakrókur miðað við stystu sumarleiðina yfir Dynjandis- og Hrafnseyrarheiði,“ segir hann og bætir við: „Til gamans má geta að ef Hafnfirðingur ætlaði upp á Akranes og þyrfti að taka svipaðan krók yrði hann að fara til Djúpavíkur í Strandasýslu og til baka.“ Magnús segir veginn hafa elst vel. „Það sem er það gleðilega við Dynj- andisheiði er að hún er síung. Vegurinn hefur ekkert elst og er nákvæmlega eins og hann var þegar hann var lagð- ur. Þetta er stórgóður vegur að keyra í dag enda hefur Vegagerðin stórbætt hann undanfarið,“ segir hann. Hátíðahöldin á fimmtudaginn fara fram uppi á Dynjandisheiði rétt norðan við sýslumörkin milli Ísafjarðarsýslna og Barðastrandarsýslna. Þau hefjast klukkan 19 og standa til 21. Þar verða flutt nokkur ávörp. Til dæmis mun Ást- valdur Guðmundsson, ýtustjóri sem vann við vegagerðina, segja nokkur orð og Gísli Eiríksson, hjá Vegagerð ríkisins, mun lýsa möguleikum á að koma á heilsársvegasamgöngum milli byggðarlaga á Vestfjörðum. Nokkur tónlistaratriði verða á dag- skrá. Elfar Logi Hannesson leikari flytur ljóð eftir Guðmund Inga Kristj- ánsson frá Kirkjubóli í Önundarfirði, sem Guðmundur orti í tilefni af vega- gerðinni fyrir 50 árum. Afhjúpuð verð- ur áskorun til stjórnvalda og að lok- inni hátíðardagskrá leikur hljómsveit- in Yxna frá Ísafirði. Þá verður til sýnis gömul og uppgerð jarðýta, sem var notuð við vegagerðina fyrir 50 árum. Auk alls þessa verður boðið upp á kjöt- súpu og kaffi á eftir. Magnús og félagar hans vonast með þessari uppákomu til að vekja athygli á samgöngumálum Vestfjarða. „Við vonumst eftir að gefin verði loforð um jarðgöng milli Dýrafjarðar og Arnar- fjarðar. Ef við eigum að hafa eina þjóð í einu landi getum við ekki búið við þetta. Samskiptin eru engin milli norð- ur- og suðursvæðis nema um hásumar- tímann. Með þessu móti væri hægt að tengja Vestfirðina í hringvegakerfi.“ solveig@frettabladid.is DYNJANDISHEIÐI: HÁTÍÐAHÖLD VEGNA FIMMTÍU ÁRA OPNUNARAFMÆLIS DYNJANDISHEIÐIN ER SÍUNG VEGAGERÐ Framkvæmdir á Vestfjörðum árið 1959. Vestfjarðavegur í Peningadalshlíð. MYND/ÚR EINKASAFNI. BRIGITTE NIELSEN ER 46 ÁRA Í DAG. „Já, ég sýni á mér líkamann, en aðeins vegna þess að mér finnst að fólk verði að hafa eitthvað fallegt að horfa á.“ Brigitte Nielsen er dönsk leik- kona sem er þó þekktust fyrir að hafa verið gift leikaranum Sylvester Stallone. MERKISATBURÐIR 1567 María Stúart bíður ósigur fyrir skoska aðlinum við Carberry Hill og er fang- elsuð í Loch Leven-kast- ala. 1626 Einar Sigurðsson, skáld og prestur í Heydölum í Breiðdal andast, um 88 ára. Þekktasta kvæði hans er sálmurinn Nóttin var sú ágæt ein. 1803 Snorri Björnsson, fyrrum prestur að Húsafelli, and- ast, 93 ára. Hann þótti rammur að afli, sundmað- ur mikill og skáld gott. 1970 Stórbruni verður í verk- stæðisbyggingu Strætis- vagna Reykjavíkur. Meðal annars brenna þrír stræt- isvagnar. 1983 Leikjatölvan Nintendo Entertainment System kemur fyrst út í Japan. Fyrsta krossferðin var farin á 11. öld, nánar tiltek- ið árið 1095 og að undirlagi Urbans II. páfa, með það að markmiði að hertaka borgina Jerúsalem og hið Heilaga land. Eftir mánaðarlangt umsátur um borgina myrtu krossfararnir nánast alla íbúa borgarinnar á þessum degi árið 1099. Í krossferðir lögðu kaþólskir Evrópubúar gegn þeim sem þeir töldu til heiðingja. Slavar, gyð- ingar, rússneskir og grískir rétttrúnaðarsinnar, Mongólar, Valdensar, Prússar, Katarar, Hússítar, pólitískir andstæðingar páfans og aðallega músli- mar urðu fyrir barðinu á krossförunum. Tilgangurinn með árásinni á Jerúsalem var að ná borginni og svo Landinu helga og frelsa kristna menn undan yfirráðum múslima. Í átök- unum sem fylgdu sölsuðu krossfararnir undir sig nærliggjandi landvinninga múslima. Þeim hélst þó ekki á þeim nema í tvær aldir þegar múslimar endurheimtu þá að nýju. Þess má geta að krossferðir voru farnar allt fram á síðari hluta 13. aldar. Þær höfðu gífurleg efnahagsleg, stjórnmálaleg og félagsleg áhrif sem eimir af enn í dag. Heimild: www.wikipedia.org ÞETTA GERÐIST: 15. JÚLÍ 1099 Krossfarar hertaka Jerúsalem KROSSFARAR 75 ára afmæli Helgi Jónsson Laufvangi 1, Hafnarfi rði. Hann ætlar að vera með kaffi á könnunni fyrir ætting ja og vini í safnaðarheimilinu Víðistaðakirkju í dag milli klukkan 17 og 19 og þætti gaman að sjá sem fl esta. Okkar hjartkæri eiginmaður, faðir, tengdasonur og mágur Emilio De Rossi Via Prudenziana 21 22100 Como, Ítalíu lést á sjúkrahúsi á Ítalíu þann 13. júlí, bálför verður í St. Augustino-kirkju í Como þann 15. júlí. Þeim sem myndu vilja minnast hans er bent á Samband íslenskra kristniboðsfélaga. Elsa Waage Júlía Charlotte De Rossi Clara G Waage Vera Waage Snorri Waage Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur ómetanlega vináttu og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Sverris Leóssonar útgerðarmanns, Aðalstræti 68, Akureyri. Guð blessi ykkur öll. Auður Magnúsdóttir Magnús Sverrisson Unnur Dóra Norðfjörð Ásthildur Sverrisdóttir Jóhann Björgvinsson Ebba Sverrisdóttir Sveinbjörn Bjarnason Ragnhildur Sverrisdóttir Steinar Sigurðsson afabörnin og langafastrákarnir. „Þetta er norskur harmóníkuleikari, margverðlaunað- ur tónlistarsnillingur, sem ætlar að troða upp. Fólk sem er vel að sér í þessari tónlist tók andköf þegar það frétti af komu hans til landsins,“ segir Sigríður Margrét Guð- mundsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska landnámsseturs- ins í Borgarnesi. Þar ætlar harmóníkuleikarinn Sigmund Dehli að halda tónleika sem hefjast í kvöld klukkan 21 og mun leika alþýðutónlist fyrir tónleikagesti. Sigríður segir að undanfarið hafi tónleikahald aukist jafnt og þétt í Landnámssetrinu sem hefur getið sér góðan orðstír fyrir einleiki og sögulegar sýningar. Hún fagnar því að tónlistarmenn sækist í síauknum mæli eftir því að troða upp í húsnæðinu. Þess skal getið að aðgangseyrir á tónleikana í kvöld er 1.000 krónur fyrir fullorðna, en 500 krónur fyrir börn og ellilífeyrisþega. Sjá www.landnam.is. Sigmund Dehli í Landnámssetri TÓNLEIKAR Norski harmóníkuleikarinn Sigmund Dehli leikur í Landnámssetri Íslands í kvöld. MYND/ÚR EINKASAFNI AFMÆLI DIANE KRUGER leikkona er 33 ára. BRIAN AUSTIN GREEN leikari er 36 ára. KRISTJÁN ÞÓR JÚLÍ- USSON alþingis- maður er 52 ára.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.