Fréttablaðið - 15.07.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 15.07.2009, Blaðsíða 2
2 15. júlí 2009 MIÐVIKUDAGUR ALÞINGI Ekki er víst að atkvæði verði greidd í dag um tillögu meirihluta utanríkismálanefnd- ar um aðildarumsókn að Evrópu- sambandinu. „Ef ég horfi á þetta með bjart- sýnisgleraugunum þá vona ég að við klárum þetta annað kvöld [í kvöld],“ segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis. Það sé þó ekki víst, og geti dreg- ist fram á fimmtudag. Rætt var um Evrópumálin á Alþingi fram á kvöld í gær líkt og undanfarna daga. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, sagði ljóst að hin mörgu álitamál sem fyrir lægju yrðu aðeins skýrð í aðildarvið- ræðum við Evrópusambandið. Hún sagði það hins vegar miður að ekki hefði náðst breið sam- staða um málið þvert á flokks- línur. Pétur H. Blöndal, samflokks- maður Ragnheiðar, fór næstur í pontu og sagði augljóst að Ragn- heiður vildi í Evrópusambandið, og gagnrýndi hana fyrir að hafa ofurtrú á breytingartillögu utan- ríkismálanefndar um að tekið yrði tillit til tiltekinna sjónar- miða við aðildarviðræðurnar. Líklegur stuðningur Ragnheið- ar við tillöguna eykur enn frekar líkurnar á því að hún hljóti sam- þykki á þinginu. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu mun meirihlutinn fyrir aðildarumsókn vera nokkuð tryggur fyrir. - sh LÖGREGLUMÁL Einn var fluttur á slysadeild um klukkan tvö í gær eftir að hafa ekið fólksbíl sínum inn í hlið sjúkrabíls í forgangs- akstri á gatnamótum Njarðargötu og Hringbrautar. Ökumaður fólksbílsins mun þó ekki hafa slasast alvarlega, að sögn varðstjóra lögreglu. Sjúkrabíllinn sem ekið var á valt. Í honum voru tveir sjúkraflutnings- menn, annar ók en hinn sat í fram- sæti. Þeir sluppu báðir með minni háttar meiðsl. Enginn sjúklingur var í bílnum, sem var á leið í útkall í Vesturbæ. Bílarnir skemmdust báðir töluvert í árekstrinum og voru dregnir af vettvangi. - sh Einn fluttur á sjúkrahús með minni háttar meiðsl eftir árekstur við sjúkrabíl: Keyrði á sjúkrabíl og slasaðist AF SLYSSTAÐ Maðurinn var fluttur á börum í sjúkrabíl en mun þó ekki hafa verið mikið meiddur. FRÉTTABLAÐIÐ / GVA VERSLUN Erlendir ferðamenn kaupa nú dýr sólgleraugu sem aldrei fyrr, að sögn Gunnars Guð- jónssonar í Gleraugnamiðstöð- inni við Laugaveg. Gunnar segist selja nokkur sól- gleraugu á tugi þúsunda á degi hverjum, og þótt verslunin hafi alltaf selt nokkuð af sólgleraug- um hafi salan aldrei verið neitt í líkingu við það sem verið hefur í sumar. Salan er þó líklega ekki veðrinu að þakka, enda sólin ekki látið sjá sig svo mikið, held- ur er gengi íslensku krónunnar hagstæðara fyrir útlendinga en nokkru sinni fyrr. - sh Ferðamenn kaupglaðir: Sólgleraugu seljast grimmt LÖGREGLUMÁL Mildi þykir að ungur maður hafi ekki beðið bana þegar bíll sem hann sat í sprakk í tætlur skammt utan við Akranes aðfara- nótt mánudags. Maðurinn, sem er tæplega tvítugur, hafði verið að sniffa gas úr níu kílóa gaskút í bílnum og hugðist svo kveikja sér í sígarettu. Þá sprakk bíllinn. Sprengingin var afar öflug og rifnaði meðal annars hurðin far- þegamegin af bílnum og þeyttist tvo metra frá honum. Þá fannst afturrúðan í 25 metra fjarlægð og afturhluti bílsins, með ljósabúnað- inum, losnaði af honum. Maðurinn slasaðist nokkuð. Hann var fluttur á sjúkrahús. - sh Afturrúðan flaug 25 metra: Sniffaði gas og bíllinn sprakk KÍNA, AP Baráttuhópar Úígúra í Mið-Asíuríkjum hvetja nú liðs- menn sína og stuðningsfólk til að hafa hægt um sig og forðast fjöldamótmæli. Þetta er gert af ótta við að átökin breiðist út til nágranna- landanna og stjórnvöld í þeim löndum muni taka hart á slíkum mótmælum af ótta við viðbrögð kínverskra stjórnvalda. Allt að hálf milljón Úígúra býr í fyrrverandi Sovétlýðveldum vestan við Kína. - gb Úígúrar í Mið-Asíu: Óttast hörku Kínastjórnar Halla, fenguði ykkur ekki bara kríu til að róa ykkur? „Neinei, betri er einn fugl í höfði en tveir á flugi.“ Bolvíkingar eru reiðir vegna vaxandi kríu- byggðar í bænum. Stofnað hefur verið til sérstaks undirskriftalista vegna þessa en slys varð þegar mótorhjólamaður fékk kríu framan í sig. Halla Signý Kristjáns- dóttir er fjármálastjóri Bolungarvíkur. SJÁVARÚTVEGUR Margir þeirra sem hafa fengið leyfi til strandveiða eru gamlir eigendur kvóta. Hafa þeir selt kvótann sinn, haldið skipun- um, veiðarfærum og öðru og hafa nú fengið leyfi til strandveiða, sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins. Nokkuð er um það að menn reki jafnvel tvo báta til strandveiða. Einnig eru dæmi þess að menn sem eiga lítinn kvóta hafi veitt veiðiskyldu sína í vor, fengið leyfi til strandveiða og leigi nú út kvót- ann sinn. Markmið strandveiða var meðal annars að auka nýliðun í greininni. Halldór Ármannsson, formað- ur smábátaeigenda á Reykjanesi, og kvótaeigandi, sem Fréttablað- ið hafði samband við, hefur keypt kvóta fyrir nokkra tugi milljóna á undanförnum árum. Nú hafa ein- hverjir seljendur kvótans fengið leyfi til strandveiða og keppa við Halldór á miðunum. „Auðvitað er þetta svekkjandi að lenda í þessu en það þýðir ekkert fyrir mig að vera fúll út af þessu,“ segir Halldór sem segist stuðnings- maður strandveiðikerfisins þrátt fyrir þetta. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir sambandið hafa fengið nokkr- ar ábendingar varðandi það að gamlir kvótaeigendur séu á strand- veiðum. „Það er algengast að þeir sem selja frá sér kvóta haldi bátunum og þessir aðilar hafa örugglega farið inn í strandveiðikerfið,“ segir Örn. Um 400 bátar hafa leyfi til strand- veiða þó að skilyrðin séu ströng. Hafa þarf tilskilin réttindi og bát í haffæru ástandi. Töluverður kostn- aður fylgir því að fá leyfi til strand- veiða ef maður er nýr í greininni, að sögn Arnar. Því sé lítið um nýliða að veiðum. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ), segir sambandið hafa fengið ábendingar vegna þessa. „Ég held að þetta sé í gangi. Þetta var ljóst frá upphafi og eitt af því sem við bentum á varð- andi þessar strandveiðar.“ Frá og með fimmtudeginum verða strandveiðar á svæði A, sem nær frá Eyja- og Miklaholtshreppi til Skagabyggðar, bannaðar. Líklegt þótti að viðmiðunaraflinn yrði upp- urinn um miðja þessa viku. Gefið var út leyfi til strandveiða í lok júní. Kvótinn var samtals tæp- lega 4.000 tonn yfir sumartímann en nú þegar hafa veiðst um 1.140 tonn. Mest hefur veiðst á svæði A, um 750 tonn. Ekki náðist í Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra vegna máls- ins. vidirp@frettabladid.is Seljendur kvóta fá leyfi til strandveiða Fyrrum kvótaeigendur hafa margir fengið leyfi til strandveiða. Framkvæmda- stjóri LÍÚ segir sambandið hafa fengið ábendingar vegna þessa. Kvótaeigandi segir þetta svekkjandi. Búið er að banna strandveiðar á tilteknu svæði. SMÁBÁTAR Strandveiðar voru hugsaðar sem frjálsar veiðar til að efla atvinnu í sjávarbyggðum landsins og stuðla að nýliðun í greininni. Hjörleifur Guðmundsson, sem seldi kvóta fyrir nokkrum árum, hefur fengið leyfi til strandveiða. Telur hann eðlilegt að hann fái strandveiðaleyfi eins og hver annar. Honum finnst jafnframt að sem flestir nýliðar ættu að koma í greinina. Nýliðun getur farið fram með strandveiðum, að mati Hjörleifs, en hún sé þó kannski ekki mikil sem stendur. „Bankarnir eru auðvitað stopp og það verður engin nýliðun nema maður geti fengið lán. Strandveiðarnar komu með litlum fyrirvara og allir sem höfðu báta á sölu þá tóku þá til baka til að geta fengið leyfi. Því er kannski lítið um nýliðun af því að það þarf auðvitað bát til að veiða,“ segir Hjörleifur. BANKASTOPP OG FÁIR BÁTAR TIL SÖLU FRÁ URUMQI Töluverð spenna er enn í höfuðborg Xinjiang-héraðs í Kína. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Forseti Alþingis segir enn óvíst hvenær umræðu um ESB-umsókn lýkur: Atkvæði vonandi greidd í dag ÁSTA R. JÓHANNESDÓTTIR RAGNHEIÐUR RÍKHARÐSDÓTTIR MENNING Bókabúð Máls og menn- ingar verður opnuð í gamla SPRON-húsinu á Skólavörðustíg í ágúst. Leigusamningur búðarinn- ar á Laugavegi 18 rennur út um mánaðamótin og eigendur búðar- innar sáu sér ekki fært að ráða við hækkun á leigu þar. „Við ætlum að bretta upp ermar og opna sem fyrst,“ segir Elsa María Ólafsdóttir verslunar- stjóri. Kaffihús verður í nýjum húsakynnum og allt á einni hæð. „Það er gott aðgengi fyrir hjóla- stóla, sem er mikið fagnaðar- efni.“ - þeb Bókabúð Máls og menningar: Opnuð á Skóla- vörðustíg í ágúst SPRON-HÚSIÐ Bókabúð Máls og menn- ingar verður til húsa hér. Húsið hefur staðið autt frá því að starfsemi SPRON var hætt þar í mars. HEILBRIGÐISMÁL Grunur leikur á því að íslensk unglingsstúlka sé smituð af svínaflensu og hafi jafnvel smitað aðstandanda sinn af flensunni, að því er sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Stúlkan var sögð nýlega komin frá Bandaríkjunum. Haraldur Briem sóttvarna- læknir vildi í samtölum við fjöl- miðla í gær ekki staðfesta ný tilfelli en sagði yfirlýsingar að vænta um málið í dag. Búast megi við því að að tilfellum fjölgi á Íslandi enda breiði flensan úr sér um allan heim. - gar Nýtt tilfelli á Íslandi: Unglingsstúlka með svínaflensu SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.