Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1948, Blaðsíða 15

Samvinnan - 01.06.1948, Blaðsíða 15
Fólkið ræður því sjálft, hvar það kaupir skömmtunar- Útvarpsþáttur „ , .. eftir Frosta Spurmngar og svor um íslenzkt mál vöruna sína England er það landið, sem færði heiminum dýrastar fórnir til varnar ■og bjargar persónufrelsi og vestrænni menningu í styrjöldinni frá 1939—45. Afleiðingar þeirra ógnarára munu lengi vara þar í landi með sínum miklu áhrifum á lífskjör og lifnaðar- háttu landsfólksins. Þau áhrif koma ekki sízt i ljós í því stranga skömmt- unarkerfi, er spennir yfir allar höfuð- þarfir hins daglega lífs. Afla og selja sem mest og auðið er, komast af með sem minnst, en forðast þó skort eftir föngúm, er í fáum orð- um sú meginregla, er gildir þar í landi hjá stjórnarvöldum og almennum borgurum. Sparsemi' og hagsýni eru þar ekki aðeins dygðir, heldur lífsnauðsyn fyr- ir sérhvern mann. En þrátt fyrir hinn sterka og viða- mikla ramma skömmtunarreglanna er fólkið þó sjálfrátt að því, hvar það kaupir þær vörur, sem því er heimilt að fá, eða m. ö. o. hvaða verzlun það birgir sínum skammti. Á tveggja mánaða fresti skrifar hver maður á skömmtunarbókina sína, í hvaða verzlun hann vill kaupa sína skömmtunarvöru, og samkvæmt þeim fyrirmælum neytendanna sjálfra er vörunum úthlutað til verzlananna. Með þessum hætti hafa kaupfélög- in vaxtarskilyrði, ef félagsbundinn og ófélagsbundinn almenningur vill hverfa frá kaupmannsbúðinni til sinn- ar eigin verzlunar, og með þessum hætti, þá vex umsetning enskra kaup- félaga þessi árin fyrir arnaraugum og í stálgreipum skömmtunaryfirvald- anna, og það er vegna þess, að þeim fjölgar æ, sem sjá og skilja, að „sjálfs er höndin hollust“ í þessum efnum sem öðrum. — Þeir einir verðskulda réttlæti, sem hafa dáð til að standa við sinn eiginn vilja og verja sinn eiginn rétt. Jónas Balclursson. Baldur Jónsson í Lundarbrekku hefur sent þættinum pistil og segir þar svo: „ÞÁTTUR ÞESSI er margra ára gamall og rótgróinn hjá ríkisútvarpinu, er hann vel séður í hvívetna, og nýtur almennra vinsælda og hefur alltaf not- ið. Fyrir utan fá forfallaígrip í vetur, hafa aðeins 2 menn haft þcnnan þátt með höndum — frá byrjun — þeir Bjöm og Bjarni, og hafa verið eins kon- ar háskólaprófessorar í íslenzkri tungu yfir tungumála-kennslu útvarpsins. Hefur oft verið gaman að hlýða á skýringar þeirra og andsvör, jafnvel þótt fávíslega hafi verið spurt. Vera kann svo sem að þeir séu og hafi verið tæmandi í vizku sinni og okkar vegna, hlustenda, hafa þeir vel getað látið ósvarað ofureflisspumingum að djúp- sæi eða heimsku. SKRIFSTOFUSTJÓRI ríkisútvarps- ins greip í þennan þátt í vetur í forföll- um Bjama, sló hann dálítið út í aðra sálma og á fleiri nótur, eins og hann hafði strax fyrirvara um, að hann mundi spyrja í stað ’þess að svara, og vöktu þessi ígrip allmikla athygli, sem hans er ætíð von og vísa. Freyjuskraf hans var alvcg spreng- hlægilegt, jafnvel þótt það væri bara vaðall. — En ógleymanlegust verða mörgum þau skil, sem hann gerði orð- inu ÍFELLT, þau jafnast á við meðferð útvarpssögunnar um Bör Börsson. — Ólíklega veit nokkur íslendingur meira um nokkurt annað íslenzkt orð, en orð- ið ífellt. En þó — því miður — vonlaust að það verði að nokkrum notum eða til fegrunar móðurmálsins hvorki í ræðu né riti, þar sem gagnrýnin var svo hlífðarlaus, sem raun var á viku eftir viku og það þanið um allar sveitir landsins meira og minna. Síðast norður í Þingeyjarsýslu var þanþoli þess svo ofboðið, að það brast í tvennt, hvolfdi öllu úr sér — og varð — ÚRFELLT. Minnti það mjög á sjúkling, sem deyr á skurðarborði og verður ekki að meiri notum hér á jörð. UM ÞETTA SAMA leyti var það að gilin fóru á kreik og mikil ummyndun varð í Ólafsvík. „Gilin og lækimir fossa af brún“. Út af þeirri skýringu kom mér í hug gömul smásaga. Nemandi í skóla — fullorðinn pilt- ur — var að lesa í eðlisfræði. Hann las fyrir sig einan, en þó hálfhátt, aðrir nemendur heyrðu á. — „Sléttur flötur er: yfirborð vatns þess er kyrrt stendur, spegill sem hvorki stækkar eða minnk- ar, andlit manns.“ Þá strauk hann ann- arri hendinni yfir andlit sér og varð þetta að orði: „Það er nú ekki alveg slétt — ja — það má nú annars heita svo.“ Það bjargaði máli hans og skilningi að parti til, að hann var lágnefja, kringluleitur og sléttleitursemkallaðer. Þetta þykir kannske útúrdúr. En þegar litið er baka yfir þáttinn „Spurn- ingar og svör um íslenzkt mál“, þá eru líklega vandfundin áhrif þess þáttar — þótt margra ára sé — á ritað eða mælt mál landsmanna, enda gætir þess of mikið að spurt sé um þau orð og nöfn er tunguna skiptir litlu máli, en er þó betra að vita en ekki. Þá kröfu er réttlátt að gera til þessa íslenzkumeistara, að hann og þeir — hver sem er — séu ekki eins og ýmsir þjóðhöfðingjar, konungar eða forsetar, aðeins silkihúfa, sem tyllt er ofan á þjóðarósóma hvers ríkis, nei — hann á að vera vörður móðurmálsins hjá ríkis- útvarpinu fyrst og fremst, gæta þess að það taki ekki til flutnings án lagfæring- ar ýmsa þá pistla, sem daglega leita margir á útvarpið, svo illa orðaðir, að blóðug minnkun má heita að útvarpið skuli hafa eftir. Svo miklu, sem ríkisútvarpið hefur fleiri hlustendur en nokkur annar, svo miklu fremur þarf það að vanda málfar sitt og forðast ónytjumælgi og heimsku- mas, sem svo daglegt er. Eg á hér ekki við nokkuð af þeim erindum, sem flutt eru á vegum útvarpsins, heldur aðeins það, sem kallað er tilkynningar eða auglýsingar og ríkisútvarpið hefur sjálft með höndum að flytja.“ 11 lilllilliliniiiiiii iitmntiii iiiii>11 >ii 1111111111111 ii 111111111 iiii ii iiiin 15 iiiiiiiiiiiiifiiiiiitiiiiiiiiniiiii

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.