Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1948, Blaðsíða 28

Samvinnan - 01.06.1948, Blaðsíða 28
(Tramhald). Öðrn hverju skáluðu þeir hver \ið annan og hrópuðu: „Niður með Fejo!“ Annars voru þeir enn tiltölulega róleg- ir, því að þeir biðu foringja síns. Smám saman tók þó andi vínsins að segja til sín. Háreystin óx, og sumir þeirra tóku að spila fjárhættuspil sín á inilli. Fólk af sömu gerð sat við mörg borð víðs vegar um salinn, en við hin borðin sátu prúðbúnir borgarar, er töluðust aðeins við í hálfum hljóð- um og virtust allkvíðnir á svip. Það var auðséð, að söfnuð- urinn beið komu foringjans með eltirvæntingu og tók nú að gerast allóþolinmóður. Hin háværu köll, hláturinn og skarkalinn óx enn. \'íða brá fyrir andlitum, sem ölæðið liafði þegar sett svipmót sitt á, óþvegin orð tóku að fjúka, og reiðir menn ráku bylmingshögg í borðin. Federigo þekkti marga í hópnum og var sífellt á ferli innan tnn mannfjöldann. Sessunautar Sölva vörpuðu ten- ingum í ákafa og grófu smápeninga upp úr víðum leður- pyngjum, er virtust ætlaðar öðru og meira innihaldi en silfurskildingum þeim, er nú hringluðu einmanalega á botninum. Sölva fannst hann aldrei áður hafa séð jafn mörg ískyggileg, úrkynjuð og ágirndarleg andlit umhverfis sig og þau, er gláptu ofan í vínstaupin og teningsbikarana á borðinu. Hann einsetti sér að hafa sem allra minnst mök við þessa ribbalda. Nú valt á miklu að finna einhver ráð til Jress að sleppa heill á húfi úr félagsskap þeirra. Hann þreif- aði í laumi á brjóstvasa sínum, hvort skeiðahnífurinn hans væri þar enn á sínum stað. Einn Bandaríkjamannanna, sem varpað hafði á hann kveðju, jtegar hann gekk inn í salinn um kvöldið, bauð honum nú sæti við borð sitt. En Sölvi hafnaði boði hans kurteislega í bráðina, því að hann fann Jrað á sér, að borð- félagar lians gáfu honum stöðugt gætur. . Nú kom hann, sér til mikillar undrunar, auga á sennor- ítuna, kunningjakonu sína, Jjar sem hún stóð með glæsi- legan og áberandi höfuðbúnað við spilaborðið og spilaði með miklum áhuga um háar l járhæðir og tapaði í sífellu. Veitingamaðurinn, hár og magur Partúgali, bersköllóttur, langleitur og guhir á hörund, annaðist sjálfur allt eftirlit og ráðsmennsku við spilaborðið. Sölvi sá, að hann starði stöðugt á ungfrúna með auðmjúkri aðdáun og lét liluttekn- ingu sína óspart í ljós, Jiegar hún leit á hann. Þrátt fyrir annríki sitt við spilabankann, fylgdi hann henni fúslega á eintal, Jregar hún hætti allt í einu að spila, gröm yfir óheppni sinni, og benti honum mynduglega að fylgja sér eftir. Þau töluðu áköf sarnan um stund, og Sölvi veitti því eftirtekt, að jxui gáfu honum öðru hverju hornauga í laumi. Hann sá, að sennorítan var óeðlilega föl á vangann. Að lok- um ré.tti luin veitingamanninum hönd sína, en hann kyssti á hana glaður og stimamjúkur á svip. Síðan hraðaði stúlkan sér á brott og sást ekki framar um kvöldið. Veitingamaðurinn ljómáði af ánægju eftir Jjetta samtal, og hann hneigði sig storkandi lyrir Federigo, þegar hann gekk fram hjá spilaborðinu. Federigo laut niður að Sölva og hvíslaði háðslega: „Eg hygg, að systir mín hafi selt sál sína í kvöld og trú- lofazt hinum auðuga Antonio \'arez; — óskaðu okkur til hamingju, vinur sæll!“ Sölvi té)k eftir þ\í, að veitingamaðurinn gaf sig oft um kvöldið á ta! við manninn, sem sat við borðsendann, og veitti honum vel á sinn kostnað, að Jjví er virtist Ennfrem- ur varð hann Jress var, að J)essi náungi virti Sölva rannsak- andi fyrir sér, Jregar hann hélt. að liann veitti Jrví enga eft- irtekt. Bandaríkjamaðurinn, hár og kraftalegur náungi nteð ljóst skegg á vöngum og einfalda gullsnúru á jakkaerm- inni, spilaði af kappi meðan Jietta fór frarn og tapaði hverj- um gullpeningnum á fætur öðrum. „Þetta er falskt spil, drengur minn,“ hrópaði hann á ensku til Sölva, en hann hafði fyrr um kvöldið vikið kunn- uglega að Norðmanninum. „Það held eg líka,“ svaraði Sölvi, — „þetta er 1 jóta knæpan!“ „Hverrar Jrjóðar ert Jrú?“ ,,Norðmaðitr.“ „Ah — Norðmaður! Góðir sjómenn! Strokumaður hér í Rio?“ spurði hann hlæjandi, eins og Jiað væri sjálfsagður hlutur. „A eg að spila fyrir þig?“ spurði Sölvi. „Hef ekki peninga.“ „Eg skal lána Jtér eina gíneu út á kaupið Jiitt um borð í „Star and Stripes", hrópaði Söl\ i hlæjandi gegnunt háreyst- ina og skvaldrið. Hann fleygði gullpening til Bandaríkja- mannsins, sem ekki hafði fyrr tekið við peningnum en hann hafði tapað honum í fjárhættuspilinu. Hann setti hendur lyrir munn sér eins og lúður og hrópaði til Sölva: „Eina gíneu í viðbót út á kaupið!“ Þetta endurtók sig nokkrum sinnum, og Bandaríkjamað- urinn tapaði jafnóðum því, sem Sölvi lánaði honum. 1 ,oks tapaði Sölvi Jrolinmæðinni og kærði sig ekki framar um að láta Jiennan óforsjála spilamann spila lengur upp á sinn reikning, enda gazt honum \ ið nánari athugun ekki meira en svo að honum. Hann hrópaði því til hans, að hann 28

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.