Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1948, Blaðsíða 13

Samvinnan - 01.06.1948, Blaðsíða 13
Frá aðalfundum kaupfélaganna Kaupfélag Skagfirðinga. Dagana 7. og 8. maí s. 1. var aðalfundur Kaupfélags Skagfirðinga haldinn að Sauðár- króki. Fundinn sátu 50 fulltrúar, auk fram- kvæmdarstjóra, stjórnar, endurskoðenda og deildarstjóra. Ellefu deildir eru nú innan vébanda félagsins, með 957 félagsmönnum. Fjölgar stöðugt meðfimum félagsins. Samkvæmt ársskýrslu félagsins nam vöru- salan alls kr. 10.371.051.82. Innstæður viðskiftamanna voru í árslok 1947 kr. 6.079.267.59, og hafa hækkað á ár- inu um rúmlega 1.7 millj. Skuldir viðskiftamanna hafa enn lækkað á árinu unt kr. 14.083.91, og eru nú kr. 48.639.97. Hækkun innstæðna félagsins út á við nam á árinu kr. 1.635.581.33. Helztu framkvæmdir, sem félagið hefur haft með höndum á árinu, erti bygging vöru- geymsluhúss, vélaviðgerðaverkstæðis og osta- kjallara. Vörugeymsluhúsið er að mestu full- gert, mikil bygging og myndarleg. Viðgerða- verkstæðið býr við ófullkomið húsnæði, enda væntanlega aðeins bráðabirgðabygging. En það hefur þó þegar bætt nokkuð úr brýnni þörf. Vélum hefur fjölgað á síðustu árum, þótt sú aukning sé að vonum aðeins lítið brot af því, sem þyrfti að vera. Og þótt svart sé í álinn nú um sinn, þá vona flestir, að innan langs tíma rakni úr gjaldeyrisvandræð- unum. Má þá enn vænta nýrra véla. Mun því félagið óefað hafa fullan hug á að stækka verkstæðið. Ostageymslan kom í góðar þarfir. Hana vantaði tilfinnanlega. í framhaldi af þeirri framkvæmd er félagið nú að hefja byggingu nýs mjólkursamlagshúss. Hið ganda var orðið ófullnægjandi með öllu. Félagið sótti einnig um leyfi til frystihússbyggingar. Fjárhagsráð neitaði. Sjálfsagt hefur það haft til þess gild rök. En K. S. hefur líka mikla þörf fyrir frystihússbyggingu. Núver- andi frystihús félagsins er eitt með hinum elztu hér á landi. Hvert ár, sem bygging þess dregst, bakar skagfirzkum framleiðendum mikið tjón. Af tillögum, sem samþykktar voru á fund- inum, má nefna eftirfarandi: ..Aðalfundur K. S., haldinn á Sauðárkróki 7.-8. maí 1948, vítir það ásta'nd, sem nú ríkir í gjaldeyris- og innflutningsmálum, og skorar á ríkisstjórn og Fjárhagsráð að hafa fullkom- ið samræmi um útgáfu skönnntunarseðla og tilsvarandi vörumagns, sem inn er flutt. Jafnframt skorar fundurinn á sömu aðila, að haga svo dreifingu skömmtunan'ara, að hver einstaklingur geti fengið vöruna á sín- um verzlunarstað." Og ennfremur: „Aðalfundur K. S. 1948 skorar á stjórn og aðalfund S. í. S. að beita áhrifum sínum til þess, svo sem frekast er auðið, að innflutn- ings- og gjaldeyrislevfi verði á þessu ári og framvegis, meðan hömlur standa, að því er til kaupfélaganna tekur, ntiðuð við raunveru- legar þarfir viðskiftamanna þeirra." Úr stjórninni átti að ganga Gísli Magnús- son í Eyhildarholti, en var endurkosinn. Fulltrúar á aðalfund S. í. S. voru kjörnir þeir Sveinn Guðmundsson, framkvæmdar- stjóri félagsins, Tobías Sigurjónsson, bóndi, •Geldingaholti, og Páll Þorgrímsson, bóndi, Hvammi. í fundarlokin mælti formaður félagsins nokkur orð til Stefáns Vagnssonar, en hann hefur nú starfað hjá K. S. í 10 ár og jafnan átt miklum vinsældum að fagna, enda hinn nýtasti starfsmaður og drengur ágætur. KRON. Aðalfundur Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis var haldinn sunnudaginn 23. maí 1948. Fundinn sátu 109 fulltrúar, félagsstjórn, framkvæmdastjóri og endurskoðendur, og einnig nokkrir starfsmenn félagsins, sem gest- ir. Formaður félagsins, Sigfús Sigurhjartar- son, flutti skýrslu félagsstjórnar, en fram- kvæmdastjórinn, ísleifur Högnason, flutti skýrslu um hag og rekstur félagsins. Vörusala félagsins árið 1947 nam kr. 17.698.205.76, en tekjuafgangur kr. 778.294.98. Samþykkt var að úthluta í stofnsjóð og til útborgunar 7% af ágóðaskyldum viðskiptum félagsmanna. Úr stjórn félagsins áttu að ganga: Theodór B. Líndal, Sveinbjörn Guðlaugsson og Guð- rún Guðjónsdóttir, og voru þau öll endur- kosin. Meðal tillagna þeirra, sem samþykktar voru, var áskorun á yfirvöldin að auka leyfi til innflutnings handa lélaginu, vítur til meirililuta alþingis fyrir að fella á síðasta vetri irumvarp, er tryggði samvinnufélögun- um réttlátan innflutning, og áskorun til sam- vinnumanna að sameinast undir forustu Sambands íslenzkra samvinnufélaga til bar- áttu fyrir leiðréttingu á því ranglæti, sem nú ríkir, krala um aukna hlutdeild samvinnu- félaganna í innflutningi heimilisvéla og áskorun um rýmkun á kaffi og svkurskammti. Kaupfélag Árnesinga. Kaupfélag Arnesinga hélt aðalfund sinn í júní-byrjun, að Selfossi. Hágur félagsins er mjög góður, og heíur það haft margar og merkilegar stórframkvæmdir með höndum ;i síðasta ári. Má af þeim nefna, að stórhýsi félagsins var tekið í notkun á árinu og unnið var að hitaveitu fyrir kauptúnið, sem félagið er að leggja frá Laugardælum, jörð sinni við Selfoss. Vörusala félagsins nam á s. 1. ári rúml. 15 milljónum kr.. én var á árinu 1946 11.6 millj. Tekjuafgangur varð rúml. 320 þús. krónur, og samþykkti fundurinn að greiða 4% af ágóðaskyldri vöruúttekt til félagsmanna og leggja [iað í stofnsjóð. Eiga félagsmenn nú í stofnstjóði, eftir 17 ára starfsemi félagsins, rúmlega 1170 þúsund krónur. Félagið rekur útibú á Eyrarbakka. Hvera- gerði og Stokkseyri, og eru þau stærstu verzl- anirnar, hver á sínum stað. Á Selfossi starfrækir félagið bifreiðasmiðju, þar sem vinna yfir 80 manns, ennfremur saumastofu og frystihús, — og lopaverksmiðju í Hveragerði. Þá hefur félagið nýlega keypt brauðgerðar- hús á Selfossi, og byrjaði starfsemi þess á veg- um félagsins um ntiðjan maímánuð s. í. Á s. 1. ári var lokið smíði verzlunarhúss- ins. í því eru 5 sölubúðir, skrifstofur, pant- anaafgreiðslua, geymslur, saumastofa og fyr- irhuguð kaffistofa fyrir starfsfólk. — Er húsið allt hið vistlegasta og vinnuskiíyrði ágæt, enda er þetta mikil bygging, eitt mesta stór- hýsi á landinu. Gamla verzlunarhúsið var rifið og byggt ujjjj á öðrum stað, sem íbúðarhús fyrir starfs- fólk félagsins. Félagið hefur séð um lagningu hitaveitu frá Laugardælum til Selfoss, og er henni nú það langt komið, að aðalleiðslan er komin vestarlega í þorpið, og búið að tengja nokk- ur hús. Standa vonir til, að heita vatnið verði komið í öll hús í þorpinu á næsta hausti. Um s. 1. áramót voru félagsmenn 1080. Nýlega er lokið aðalfundi FDB, danska samvinnusambandsins. Reikningar þess sýndu vörusölu fyrir 298.4 millj. króna, miðað við 259.9 millj. árið 1946. Arður varð 7.8 millj. króna, og neniur sú aukning 2.9 millj. króna miðað við árið 1946. ★ Hópur bandarískra samvinnumanna ferð- ast í sumar um Evrópulöndin til þess að kvnna sér starlsemi kaupfélaganna, einkum á Norðurlöndum. ★ \ s. 1. 10 árum hafa svissnesku kaupfélögin tviifaldað vörusölu sína. Árið 1937 nam hún 200 millj. franka, en árið 1947 418 millj. franka. Svissneska sambandið telur nú 566 kaupfélög, og hafði þeint fjölgað um 11 á árinu 1947. ★ í Austurríki selja kaupfélögin 15% af lielztu matvöru, en sala þeirra í landbúnaðar- viirum nemur 70—80% af heildsölunni í þess- um greinum. 13 111111111111111111111111111111l|(

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.