Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1948, Síða 20

Samvinnan - 01.06.1948, Síða 20
SVIPIR SAMTÍÐARMANNA: er viðsjáll og ekki spámaður. \ TBURÐIRNIR i Palestínu hafa liðið hratt yfir tjald viðburðanna að undanförnu.Þar hefur. verið margt unt skýrar myndir og Ijós- iifandi, en líka margt um óskýrar mvndir og afskræmdar. Fregnirnar af viðureign Gyð- inga og Araba hafa verið nokkuð á reiki. Ein persóna, lítt kunn í Evrópu áður, hefur mjög dregið að sér athygli manna síðustu vikurnar. Það hefur komið í ljós, að Abdull- ah, konungur í Transjórdaníu, hefur til að bera kænsku og áræði umfram forustumenn nágranna sinna. Stefna hans í Palestínu- málinu hefur leitt í ljós, að hann er þeirrar skoðunar að Bretar hafi verið sannir vinir Transjórdaníumanna um langa hríð og hann leitast við að valda þeim ekki erfið- leikum að nauðsynjalausu. Það hefur lfka komið í ljós, að Abdullah er ekki í neinu uppáhaldi hjá þjóðhöfðingjum nágranna- ríkjanna, þegar frá er skilinn fræntli hans í íran. ABDULLA ER 67 ÁRA. Hann tilheyrir því þeirri kynslóð, sem mat konunga sina að nokkru eftir því, hversu vel þeir sátu í söðli, hvernig þeir héldu á byssu og hversu harð- gerir og duglegir þeir voru á ferðalögum með mönnum sínum. Abdullah á alla þessa kosti til að bera í ríkum mæli og miklu fleiri á mælikvarða liðinnar tíðar. Hann hefur mikið sjálfstraust, en getur eigi að síð- ur hlýtt á ráðleggingar annarra af þolin- mæði, íhugað orð þeirra og síðan tekið sjálf- stæðar ákvarðanir. Hann kann illa óhlýðni sinna manna. Enn þann dag í dag liendir það í Transjórdaníu, að Abdullah söðlar hest sinn og ríður sem mest hann má til þcss að taka persónulega í lurginn á einhverjum héraðshöfðingja, sem hefur þrjóskazt við að lilýta valdboði hans. Sterkasti þátturinn í fari hans er þó sá, að hann er laus við óá- kveðni og sveimhug margra kynbræðra sinna. Hann er raunsæismaður. ABDULLAH ER YNGRI SONUR héraðs- stjórans í Mekka, sem var vinur Arabíu- Lawrence. Hann hóf stjórnmálaferil sinn árið 1907, er hann tók sæti á þingi Tyrkja- veldis. Þegar heimsstyrjöldin brauzt út, var liann sendimaður föður síns og tengiliður í milli hans og brez.kra liðsforingja, sem komu Araba-uppreistinni af stað. Eldri sonurinn, Feisal, var hermaður, en Abdullah var stjórn- málamaður. Hann hefur haklið sér við það hlutverk i þau 25 ár, sem liann hefur setið við stýrið í Transjórdaníu, fyrst sem Emír undir brezkri vernd, og síðan 1946 sent kon- tingur sjálfstæðs ríkis. Sagan um komu hans til Transjórdaníu lýsir manninum vel, svo og sambandi hans við Breta. Arið 1921 lagði hann upp Irá Mckka til þess að hefna þeirr- ar niðurlægingar. sem Frakkar liöfðu búið Feisal bróður hans, er þeir settu liann frá ríki í Damaskus. Hraði var undirstaða áætl- ana hans. Hin fræga Hedjaz-járnbraut liafði verið byggð. en ekkert eldsneyti var til í eimvagnana. Abdullah og menn hans kom- ust þó frá Medína til Maan með því að brenna símastaurum og öðru tilt;ekilegu und- ir kötlunum, á leið sinni. Koma hans til Transjórdaniu vakti ugg, því að í sama mund sátu Bretar við samningaborð í Kaíró til j>ess að leggja málef'ni Miðjarðarhafsland- anna í öruggar skorður, sem kallað var. Mað- urinn, sem þar réði málum, hét Winston Ghurchill. Þcir hittust í Jerúsalem. Hvorum um sig leizt vel á hinn. Abdullah hvarf til baka vfir Jórdan og hafði ])á loíað að hæt.ta stríðinu við F'rakka, en í staðinn hafði hann útnefningu Bretakonungs til Emírs yfir Transjórdaníu í vasanum. GESTUR, SEM KEMUR TIL AMMAN i dag og finnur konung að máli, sér fyrir sér léttlyndan, gáíulegan öldung, sem er reiðubúinn að ræða svo að segja hvaða elni, sem er. Gamansemi hans er viðbrugðið. Abdullah er vinur Breta, og brezkir vinir hans hafa verið hoilum trúir. í þeim hópi eru þeir Peake, sem stolnaði Arabaherdeild- ina, og Glubb, sent nú hefur gert hana að. nýtízku stríðstæki. Abdullah er ekki vinur Breta aðeins vegna þess, að þeir hafa komið 20 fótunum undir herdeild hans, heldur líka vegna þess, að þeir bera lotningu íyrir sög- tinni og fortíðinni. Tradisjónin á ítök í báð- um. Dýraveiðar, veðhlaup og aðrar „konung- legar“ skemmtanir eru í uppálialdi. Abdullah nýtur þess að nota dómgreind sína til veð- mála á kappreiðum, sérstaklega ef gróðinn getur létt undir með ráðabruggi um pólitíska ókyrrð í landamærahéruðum náerannanria. ÞESS KONAR RÁÐABRUGG, ásamt met- orðagirnd og útþenslufyrirætlunum, hafa orðið þess valdandi, að honum er ekki óvina vant. Ekki hefur j)að bætt úr skák, að lianu gætir stundum lítt hófs í tilsvörum. Lýðveld- ismenn í Sýrlandi liata hann fyrir tal hans um „Stóra-Sýrland", en jtað á að ná yfir Sýr- land og Transjórdanfu, og auðvitað að lúta honum. Egyptar eru ekkert hrifnir af jní, að konungsríki Hashimite-ættarinnar eflist og vaxi í næsta nágrenni jieirra. Ibn-Saud hefur andúð á honum (og þessi tilfinning er gagnkvæm), ekki aðeins vegna útþenslufyrir- ætlana hans, heldur líka vegna dálítið ósmekklegra ummæla, sem birtust í æviminn- ingum, sem Abdullah gaf út fyrir nokkrum árum. Loks er J)að, að Abdullah er svo mikill raunsæismaður, að liann er fyrir löngu bú- inn að sjá, að ekki er liægt að eyðileggja Síonismann. og þess vegna rekur að })ví, að Arabar verða að sætta sig við liann í ein- hverri mynd, en lyrir ])etta líta ýmsir öfga- menn í liópi Araba á hann sem svikara. Þótt Abdullah sé þannig engan veginn óum- deildur leiðtogi Araba í jteirra eigin hópi, er hann j)ó áreiðanlega sá maðurinn, sem mestu mun ráða af })eim við samningana um framtíð Palestínu og sambúð Araba og Gyðirtga. Er livort tveggja, að landamæri Transjórdaníu og Palestínu eru löng, og hann liefur á valdi sínu bezt útbúna lierinn, sem Arabaríkin liafa fram að tefla um þessar mundir. TAKMARK ABDULLAFI mun sennilega verða það, að færa yfirráð sín til sjávar, lík- lega viö Gaza, því að aðgangur að sjó mundi losa liann við nauðsyn þess að J)iggja erlenda íjárhagsaðstoð til þess að halda fjármálum ríkisins á réttum kili, þvi að þá gæti leiga fyrir land undir olíuleiðslur komið í hennar stað. En það er augljóst, að nágrannakonungarnir kæra sig ekki um, að veldi hans verði tryggt með þessum liætti. Þeir kunna að halda áfram að berjast í Pale- stínu, en sú barátta verður ekki liáð fyrir útvíkkun Transjórdaníu. Takmark Sýrlend- inga og Egypta er að auka ögn við land sitt og minnka hina löngu landamerkjalíuu Pale- stínu og Transjórdaníu. Eftir þessu mætti ætla, að Abdullah og konungdæmi hans sé það, sem líftryggingarfélög kalla „talsverða áliættu". í bók sinni urn sjö stoðir vizkunnar, sagði Arabíu-Lawrence m. a.; „Eg þóttist viss um, að Abdullah væri of athugull, og rólegur og gamansamur, til þess að geta orðið spámað- ur. Hann mundi gera mest gagn á friðar- tíma, eftir unninn sigur.“ Þetta mat virðist vera rétt. Spurningin er nú þessi: Mun liann standast annað stríð á þessum slóðum, og lifa það að gera gagn á íriðartíð?

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.