Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1948, Blaðsíða 24

Samvinnan - 01.06.1948, Blaðsíða 24
VILH|ÁLMUR OG DVERGARNIR ÆVINTÝRI FRÁ HOLLANDI Einu sinni bjó í Hollandi, landinu þar sem vindmyllurnar mala hveiti allan daginn, látækur malari, sem Vil- hjálmur hét, og kona hans, sem hét Katinka. Þau strituðu allan daginn, og á kvöldin, þegar þau komu heirn, borð- uðu þau kvöldverðinn sinn og fóru síðan að hátta, því að þau voru svo þreytt. „Ef við fengjum bara svolitla hjálp!“ andvarpaði veslings malarinn. „Já,“ svaraði Katinka. „Kannski að dvergarnir hjálpi okkur, ef við óskum þess nógu innilega." Eins og þið vitið, búa litlu dverg- amir í hólunum. Þeir eru ósköp litlir, en hafa síð skegg, alveg eins og gamlir menn, og ganga alltaf með stórar topp- húfur. Ef þeim er hlýtt til mannanna, koma þeir á nóttunni allir í hóp og hjálpa þeinr við vinnu sína. Þeir sópa gólfin, strokka rjómann og bæta fötin. Og nú vildi svo til, að einmitt þegar Vilhjálmur ,og Katinka voru að tala saman um þetta, var lítill dvergur á gægjum fyrir utan gluggann. Veslings malarinn, hugsaði hann með sjálfum sér. Hann hefur svo ósköp mikið að gera. Eg ætla að kalla á alla bræður mína og biðja þá að koma og hjálpa honum. Svo hljóp hann upp í hólana og sagði bræðrum sínum frá því, sem hann hafði heyrt. Um nóttina fóru þeir svo allir heim til malarans. Þeir möluðu allt kornið og settu hveitið í poka, og röðuðu svo pokunum vand- lega í eitt hornið á myllunni. Síðan þvoðu þeir og skúruðu gömlu myll- una, þangað til hún var alveg hvít á lit. Þegar þeir höfðu lokið við þetta, héldu þeir heim til sín upp í hólana. Þegar malarinn kom til vinnu sinn- ar um morguninn, gat hann naumast trúað sínum eigin augum. Allt kornið var malað og komið í pokana, og myll- an var hvítskúruð. „Katinka, Katinka," hrópaði hann til konu sinnar. „Dtergarnir hafa hjálpað okkur.“ Gömlu hjónin voru himinlifandi og liugsuðu nú urn ekkert annað en hvernig þau gætu launað dvergunum. „Við skulum setja brauð og smjör á disk út í mylluna, ef þeir skyldu koma aftur í nótt,“ sagði Katinka. Og um kvöldið. áður en þau fóru að hátta, smurði Katinka mikið af brauði handa dvergunum, og Vilhjálmur fór með það allt út í myllu. Um morguninn, þegar þau komu út í mylluna, var allt brauðið horfið og allt kornið malað. Og þannig hélt þetta áfram lengi, og gamla malaran- um og konu hans vegnaði vel, og nú gátu þau gefið sér tíma til að heim- sækja nágranna sína og vini á kvöldin. Þegar tímar liðu, varð malarinn ákaflega forvitinn og langaði til að sjá dvergana. „Láttu þá eiga sig,“ sagði Katinka. „Annars yfirgefa þeir okk- ur.“ En Vlihjálmur gamli varð for- vitnari með degi hverjum, og kvöld nokkurt ákvað hann að fela sig bak við hveitipokana í myllunni. Þegar klukkan var tólf á miðnætti, koniu allir litlu dvergarnir trítlandi inn um mylludyrnar. Er malarinn sá þá korna, hélt hann niðri í sér andan- um, svo að þeir heyrðu ekki til hans. 24

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.