Samvinnan - 01.06.1948, Side 30
Ameríkumenn, og auk þess nokkrir svertingjar og Múl-
attar.
Enginn þessara manna gai sig að Sölva og fór hann því
einförum að mestu, en fylgdist þó vel með öllu því, sem
fram fór ofan þilja. Hann varð þess var, að þrem líkum var
varpað í sjóinn án yfirsöngs og allrar viðhafnar, enda höfðu
]jau aðeins verið sveipuð fremur liirðuleysislega í segldúk
og lauslega saumað að þeim.
Sölva skildist nú, hvers vegna yfirmenn skipsins höfðu
haft svo liraðann á í Rio. Með því móti hafði þeim tekizt að
leyna því fyrir hafnaryfirvöldunum þar, að gula hitasóttin
geisáði um borð í skipinu. Og ekki þótti honum vænkast
sitt ráð, þegar lítill og fölur káetudrengur, sem hann gaf
sig á tal við, sagði honum frá því, að einn hinna látnu hefði
andazt daginn áður, einmitt í rúmi því, sem Sölvi hafði sof-
ið í um nóttina. Sölva brá að vonum mjög, þegar hann
heyrði þetta og varð hinn reiðasti.
Um kvöldið var hann kallaður aftur á skipið á fund skip-
stjórans, er stóð þar við skyggnisgluggann með bátsmann
sinn við hlið sér, og þekkti Sölvi þar aftur íélaga sinn úr
spilavítinu. Skipstjórinn var skarpholda, einbeitnislegur
maður um fertugt, með mikið, svart vangaskegg, dálítið
tekinn í andliti og kinnfiskasoginn, en hárið sléttkembt og
gljáandi. Hann tottaði skrautlega reykjarpípu með löngu
munnstykki og dreypti öðru hverju á bolla með svörtu
kaffi, er stóð þar hjá honum í gluggakistunni.
,,Hvað heitir þú?“ spurði hann Sölva og kinkaði kolli til
hans í kveðjuskyni.
„Sölvi!“
„Sölvi,“ endurtók skipstjórinn með enskri áherzlu á orð-
inu, — „og þú ert Norðmaður?“ — Hann beið ekki svars, en
tautaði á lægri nótunum við bátsntanninn: „Hann lítur
ekki út fyrir að hæfa í hóp þessa ruslaralýðs, sent honum er
ætlað að vinna með. — Ert þú vanur og fullgildur sjómað-
ur?“ spurði hann svo og sneri sér nú aftur að Sölva.
»Já;"
„Þú hefur fengið þrjár gíneur upp í kaupið?" hélt hann
áfram, tottaði pípuna í ákafa og skyggndist í reikningabók
sína. — Eins mánaðar kaup.“
„Nei, skipstjóri góður,“ svaraði Sölvi og skýrði nú frá
viðskiptum sínum við bátsmanninn. — ,,í rauninni hef eg
ekki verið ráðinn lyrr en nú, því að eg verð víst að sætta
mig við það, úr því sem komið er. En fram að þessu hefur
'verið farið hér með mig.eins og hund, og ver en það!“
Skipstjórinn lét sem hann heyrði ekki þessa síðustu at-
hugasemd, en sneri sér hvatlega að bátsmanninum og
sagði:
„Hann verður að fá þessar þrjár gíneur, Jenkins báts-
maður. — Það er bezt, að hann verði í fremri hásetaklefan-
um. Það er víst engin vanþörf á því, að þar sé þó einn sæmi-
legur maður innan um allan skrílinn!“
Þegar Sölvi gekk af fundi skipstjórans, heyrði hann, að
hann sagði háðslega við bátsmanninn:
„Þú ættir næst að spila upp á þinn eiginn reikning, en
ekki á kostnað hásetanna."
Sölvi leit um öxl og sá, að svipur bátsmannsins spáði engu
góðu í hans garð. En fyrst í stað þorði hann ekki að láta
reiði sína bitna á Sölva, en réðst þess í stað með skömmum
á kynblendingsdreng, sem var að þvo þilfarið þar í nánd.
Og þegar honum fannst sveinninn ekki nógu fljótur að átta
sig á fyrirmælum sínum, sló hann drenginn umsvifalaust
niður, svo að hann lá um stund stynjandi á þilfarinu og
gat hvorki hrært legg né lið að kalla. Sölva gramdist þetta
mjög. En gremja hans og undrun óx um allan helming,
þegar hann sá drenginn skreiðast á fætur og taka aftur til
óspilltra málanna við verk sitt, eins og ekkert hefði í skor-
izt, eftir að hafa skolað sitt eigið blóð af sér í fötunni. Sölva
fannst kvikinzkan og geðleysið ganga úr hófi fram, þegar
sveinninn tók slíkri útreið nteð annarri eins geðstillingu
og auðmýkt sem raun bar hér vitni, og í gremju sinni
fannst honum drengurinn ætti það skilið að vera barinn
eins og rakki, fyrst ltann léti þegjandi bjóða sér slíkt.
Seglgerðarmaðurinn afhenti Sölva sængurföt, og birgða-
stjórinn lét hann hafa hásetabúning upp í kaupið, enda
voru sparifötin, sem hann hafði gengið í að undanförnu,
farin að láta allmjög ásjá. Þegar hann var að festa upp
hengirúmið sitt í liásetaklefanum, sá haiin annan mann í
segldúksfötum andspænis sér, er var að bjástra þar við að
festa upp sitt eigið hengirúm. Sölvi þekkti strax, að þessi
maður var enginn annar en Federigo. Síðan fékk hann að
vita, að Federigo ltafði verið tekinn fastur kvöldið góða í
knæpunni. Hann hafði séð, að bátsmaðurinn á „Star and
Stripes“ hafði komið Sölva til hjálpar, og þegar honum
hafði sjálfum tekizt að sleppa úr höndum lögreglunnar í
mannþrönginni úti á götunni, hafði hann einnig leitað
hælis titi á skipinu.
Þótt Sölvi teldi raunar, að Federigo hefði sjálfur ekki átt
beina hlutdeild í ráðabrugginu gegn sér, var hann þó reið-
ari systur hans en svo, að'hann gæti varizt því að láta gremju
sína bitna að einhverju leyti á Federigo. Hann virtist held-
ur ekki hafa alltof góða samvizku gagnvart Sölva, því að
hvorugur þeirra yrti á annan, fremur en þeir hefðu aldrei
sézt áður. Brasilíumaðurinn var skömmustulegur á svipinn
og vandræðalegur, en Sölvi var ákveðinn í því að vera á
verði gagnvart honunt eftirleiðis.
Sölva varð brátt fullljóst, að hann hefði naumast getað
orðið óheppnari með skiprúm né skipsfélaga. Þorrinn at
áhöfninni var úrkynjaður lausingjalýður úr skuggahverl-
um stærstu hafnarborga Ameríku. Glæpir og hvers konar
ólifnaður hafði rist sínar ljótu rúnir á andlit þeirra, og
ræða þeirra var mestmegnis bölv, íormælingar og guðlast.
Yfirmenn skipsins héldu þessum lýð í skefjum með harðri
hendi. Hnútasvipan og bareílið var jafnan á lofti, og þeir.
sem urðu fyrir misþyrmingunum og refsingunum áttu
ekki aðra huggun eða liðsinni í vændum af hálfu félaga
sinna en meinfýsni og háðsglósur. Engin \enjuleg mann-
réttindi voru nokkurs virt. Hver sá, er ekki naut hylli og
verndar einhvers yfirmannanna, eða hafði kornizt inn í
einhverja harðsnúna klíku í hópi hásetanna, var réttlaus
og varnarlaus. Bandaríkjamenn og írar héldu hópinn, og
þar eð þeir voru fjölmennastir á skipinu, höfðu þeir hvers
konar ribbaldahátt í lrannni við hvern þann, er minna
mátti sín. Sjö eða átta tötralegir Spánverjar og Portúgals-
menn, sem jafnan voru nteð rýtinginn á lofti, hvenær sem
eitthvað bar út af, stóðu þó saman og héldu að mestu sín-
um hlut fyrir þeim. Federigo komst fljótt undir verndar-
væng þessarar klíku. Sölva skildist brátt, að hann yrði að
30