Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1949, Qupperneq 3

Samvinnan - 01.08.1949, Qupperneq 3
VuUtrúar á aðalfundi S. I. S. við fundarsetningu. I miðið: Sigurður Kristinsson, fyrrv. forstjóri, form. Sambandsstjórnar, setur aðalfundinn. Aðalfundur Sambands ísl. samvinnufélaga I Rvík ÐALFUNDUR Sambands ísl. sam- vinnufélaga var settur í Reykjavík þriðjudaginn 5. júlí síðastl. af Sigurði Kristinssyni, formanni Sambandsins. Vék hann fyrst að því, að undanfarin ár hefði Sambandsfundurinn verið lialdinn utan Reykjavíkur, en væri nú haldinn þar. Lægju til þess fleiri en ein ástæða, en jró aðallega tvær, að ekki eru margir staðir, sem geta tekið á móti svo mörgum fulltrúum, og svo það, að ekki er óeðlilegt, að fundurinn sé öðru hvoru haldinn í Reykjavík, Jrar sem Sambandið hefir bækistöð sína og húsnæði. Látinna forvígismanna minnzt. Sigurður Kristinsson minntist í setn- ingarræðu sinni þriggja látinna for- vígismanna samvinnufélagsskaparins, þeirra Sigurðar Jónssonar, skálds og bónda á Arnarvatni, Ágústs Helga- sonar, bónda í Birtingaholti, og Helga Jónssonar, bónda í Seglbúðum. Risu fundarmenn úr sætum sínum til að votta þessum látnu forvígismönnum virðingu sína og þakklæti. Skýrsla forstjóra. Að skýrslu formanns lokinni flutti Vilhjálmur Þór, forstjóri S. í. S., skýrslu um starfsemi Sambandsins og framtíðarhorfur. Hann ræddi auk jress um samvinnustarfið vfirleitt 02: sam- vinnuhugsjónina í heild. Sagði hann, að hyrningarsteinn samvinnufélags- skaparins væri fyrst og fremst f járhags- legt öryggi og félagsþroski. Um rekst- ur Sambandsins er annars þetta helzt að segja: Starfsemi S. í. S. 1948. Rekstursreikningur S. 1. S. fyrir árið 1948 sýnir 1 millj. 695 þús. kr. tekju- afgang, en þar af er ætlað til úthlut- unar til Sambandsfélaganna 1.321.000 kr., og verður þá eftir nettóarður til varasjóðs Sambandsins, 374 þús. kr. Niðurstöðutölur rekstursreiknings eru kr. 17.051.128.91, en efnahagsreikn- ingskr. 85.940.454.11. Heildarsala inn- flutnings- og véladeildar S. í. S. var um 3 millj. kr. minni en árið 1947, en sala útflutningsdeildar hefur aukizt urri rúmar 20 rnillj. kr. frá jrví sem hún var á árinu 1947. Skip. M.s. „Hvassafeir, 230 tonn dwt., sem er eign S. í. S., sigldi á árinu Fulltrúarnir neyttu máltiða að Tjarnarkaffi. Myndirnar eru frá borðhaldinu jxar. 3

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.