Samvinnan - 01.08.1949, Blaðsíða 14

Samvinnan - 01.08.1949, Blaðsíða 14
Framleiðsla KF Fjölmörg af framleiðslufyrirtækjum KF liafa orðið til vegna þess að sam- bandið liefur tekið upp baráttuna gegn arðráni einkaframtaksins. Þau hafa beinlínis verið varnarráðstafanir almennings. En KF lætur sig vitaskuld ekki aðeins skipta framleiðslu. Það rekur stórfellda heildsölu fyrir kaup- félögin í landinu, mikla og fjölþætta upplýsingastarfsemi um þátt kaupfé- laganna í þjóðarbúskapnum og þá gagnsemi, sem þjóðfélagið í heild get- ur haft af stóru, sterku átaki sam- vinnumanna til liags fyrir heildina. Má þar m. a. nefna sparnaðaráróður sænskra samvinnumanna, sem mikið gagn liefur gert sænskum þjóðarbú- skap og hlotið verðugt lof stjórnar- valda og ábyrgra aðila. Of langt mál yrði að telja hér upp öll þau fyrirtæki, sem þetta ágæta sænska samvinnusam- band starfrækir. Starfsemi þess grípur í dag inn í fjölmarga þætti sænsks Jrjóðlífs. Álit þess og sænsku samvinnu- stefnunnar er mikið og sterkt. Verkin hafa lofað meistarann. Hið gullna meðalhóf Engum ábyrgum Jrjóðfélagsþegn í Svíjrjóð dettur í liug að neita því, að (Framhald á bls. 27.) Hreyfingin fcer svipmót Luma-verksmiðjurnar sýndu og sönnuðu að starfsemi KF var reist á bjargi, og eftir þetta hefur ganga KF verið samfelld sigurganga. Á kreppu- árunum eftir 1930 lagði KF mikið kapp á að efla starfsemi sína til þess að vinna gegn atvinnuleysinu. Þá voru reistar stórar verksmiðjur. Þar á meðal cellulose-verksmiðja og áburð- arverksmiðja. Bæði fyrirtækin sýndu framsýni, því að nokkrum árum síðar lokaði síðara heimsstríðið fyrir mögu- leika til þess að fá þessar vörur frá út- löndum. Frá útiháliðinni á Skansinum. Samvinnumenn Irylla KF 50 ára. keyptar og stofnsettar. Þannig er þró- unin en í dag. Frá aðalfundi KF i Stokkhólmi i sumar. um að byggja nýtískulegustu glóð- lampaverksmiðju í Evrópu, rétt utan við Stokkhólm. Og þegar Luma-glóð- lamparnir fóru að lýsa upp sænsk heimili, gat hver heimilismaður séð, hvers virði neytendasamvinnan var þeim og hvað gagnráðstafanir sam- vinnumanna gegn hringum og einok- unum þýddu í aurum og krónum fyr- ir hinn almenna borgara. Verðstríð glóðlampahringsins fór út um þúfur. Næst var reynt að lama fyrirtækið með málaferlum út af einkaleyfum á glóðlampaframleiðslu. Allt kapp var lagt á að stöðva Luma- verksmiðjurnar, en of þessu brölti varð heldur enginn árangur. Á þessum árum voru kaupfélögin líka endurskipulögð. Búðirnar voru gerðar nýtískulegar og sameiginlegt nafn — Konsum — tekið upp um allt land. Þar með fékk hreyfingin sitt eiginlega svipmót, sem varir enn í dag. KF hélt stöðugt áfram að færa út kví- arnar. Nýjar deildir voru stofnaðar. Fjölmargar verksmiðjur, fleiri en þær, sem liér hafa verið nefndar, voru 14

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.