Samvinnan - 01.08.1949, Side 22

Samvinnan - 01.08.1949, Side 22
Kaupfélag Hrútfirðinga fimmtíu ára Vetur ti Borðeyri. SUNNUDAGURINN 26. júní sl. var mikill annadagur fyrir forystu- menn Kaupfélags Hrútfirðinga, og þann dag fór starfið fram í Reykja- skóla. Fyrst var haldinn aðalfundur félags- ins. Gekk hann mjög greiðlega. For- ráðamaður félagsstjórnar og kaupfé- lagsstjóri gáfu skýrslur sínar, og all- margir fulltrúa tóku til máls um á- stand og horfur í félagsmálunum. Hafði afkoma kaupfélagsins á sl. ári orðið harla góð, einkum sé miðað við það, sem algengast er nú orðið í Jress- um sökum vegna vöruskorts, ranglátr- ar skiptingar innflutningsins o. fl. vandkvæða, er steðja að kaupfélags- skapnum í heild. Reksturshagnaður á árinu var rúmlega 38 þús. kr., og var þó um allmiklar afskriftir að ræða, og áður bt'iið að leggja yfir 15 Jdús. kr. í stofnsjóð félagsmanna og 10 þtisund kr. í varasjóð. Ýrnsir sjóðir Kaupfélags Hrútfirðinga nema nú 223 þús. kr. auk stofnsjóðsins, sem nú er rúmar 100 Jrús. kr. — Voru fulltrúar, svo sem að líkum lætur, ánægðir með reksturs- afkomu félagsins undir forystu kaup- félagsstjóra síns, Jóns Gunnarssonar. AÐ afloknum aðalfundi, hófst al- menn hátíðarsamkoma í Reykja- ské)Ia í tilefni af 50 ára afmæli Kaup- félags Hrútlirðinga á þessu ári. Formaður félagsins, Gunnar Þórðar- Gunnar Þórðarson. son í Grænumýrartungu, setti hófið og stjórnaði því. Þá mælti hann og l’yrir minni tveggja látinna íorvígis- manna kaupfélagsins, Jreirra Péturs Jónssonar, fyrsta Iramkvæmdastjóra fé- lagsins, og Kristjdns Gislasonar, fyrsta formanns Jress. Afhenti Gunnar síðan í nafni Kaupfélags Hrútfirðinga nán- ustu ættingjum Jiessara merkismanna tvo minjagripi — rafmagnsvegglampa — haganlega útskorna af Hauki Snorra syni, með nöfnum Kristjáns og Péturs, fæðingar- og dánardægri þeirra, og þessum orðum: „Til minningar um starj brautryðjandans“. Þeir Magnús Richardsson, símastjóri, og Bjarni Þor- steinsson, kennari, þökkuðu kaupfé- laginu fyrir hönd aðstandenda, Höllu Björnsdóttur, konu Kristjáns, og Jón- ínu og Höllu, dætra Péturs. Tveir aðkomugestir voru mættir á Jressari afmælishátíð kaupfélagsins, og fluttu Jjeir báðir ræður við Jretta tæki- færi. Séra Jón Guðnason, jrjóðskjala- vörður, sem Hrútfirðingum er að góðu kunnur, flutti aðalræðuna fyrir minni Kaupfélags Hrútfirðinga. Baldvin Þ. Kristjánsson, erindreki S. í. S., flutti félaginu m. a. árnaðaróskir Sambands- ins og Jrakkir fyrir vel unnin störf í Jrágu samvinnusamtakanna í heild á undanförnum áratugum. Auk Jress ræddi erindrekinn þýðingu samvinnu- starfsins í lífi Jrjóðarinnar og minntist ])ess árangurs, er náðzt hefði. Komu báðir ræðumennirnir víða við. Birtist hið fróðlega erindi sr. Jóns í heild á öðrum stað í ritinu. Samkvæmið fór hið bezta fram og var sungið dátt undir borðum fyrir atbeina og með aðstoð söngkennara Reykjaskóla, Matthíasar Jónssonar. Veitingar voru fram reiddar af hin- um mesta myndarskap og þeirra notið í boði kaupfélagsins af miklum fiölda manna. Eftir að borð voru rudd, var stiginn dans eins lengi og lög leyfa. Þetta afmælissamkvæmi Kaupfélags Hrútfirðinga var svo vel sótt, að slíks (Framhald á bls. 34.) Jón Gunnarsson. 22

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.