Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1951, Blaðsíða 7

Samvinnan - 01.11.1951, Blaðsíða 7
stjórriarinnar, Knud Ree, ávarpaði þingið, og svo gerði einnig hinn síð- skeggjaði yfirborgarstjóri Kaup- mannahafnar, H. P. Sörensen. Þá tal- aði Sören Overgaard, formaður An- delsudvalget, og bauð þingheim vel- kominn fj^rir hönd dönsku samvinnu- samtakanna, og loks fluttu nokkrir gestir ávörp. Þegar hinni virðulegu setningarat- höfn lauk, var gengið til dagskrár, og flutti Sir Harry Gill skýrslu stjórn- arinnar um störf ICA síðan þing kom seinast saman fyrir þrem árum. Lýsti hann hinum margþættu störfum sam- bandsins, samvinnu þess við samein- uðu þjóðirnar og stofnanir þess bandalags, þátt þess í nýsköpun at- vinnulífs hinna frumstæðari þjóða heims, útbreiðslustarf þess og margt fleira. Þó sagði Gill, að hið vaxandi bil milli skoðana hinna ýmsu sam- vinnusambanda hefði dregið úr ár- angri af starfi alþjóðasambandsins. Gill fjallaði að sjálfsögðu um þau mál, sem mestum deilum höfðu valdið innan sambandsins, en það voru inntökubeiðnir sambandanna í Austur-Þýzkalandi, Póllandi, Al- baníu og Ungverjalandi. Fundu full- trúar, að nú mundi óveðrið í nánd, enda brást það ekki, að fyrsti ræðu- maður í umræðum um skýrslu GiIIs var aðalfulltrúi Rússa, Ivan S. Khoklov, fyrrverandi hershöfðingi. Réðist hann á hinar vestrænu lýð- ræðisþjóðir fyrir heimsyfirráðastefnu og stríðsæsingar, talaði mikið um friðarvilja Austur-Evrópuríkjanna og ákærði miðstjórn ICA um „órétt- læti" í meðferð umsóknanna, sem áð- ur getur. A eftir Khoklov töluðu þeir hver af öðrum fylgismenn hans, Cerowsky frá Tékkóslóvakíu, Gaeta frá Italíu (þar eru tvö samvinnu- sambönd og ráða kommúnistar öðru) og Takov frá Búlgaríu, og tóku mjög í sama streng og Rússinn. Meðal þeirra, sem svöruðu ræðum þess- um, voru Svisslendingurinn Dr. We- ber, Þjóðverjinn G. Dahrendorff og ýmsir fleiri. Fór svo, að umræður voru með samþykki þingsins skornar niður, en þá voru á mælendaskrá tólf Rússar og fylgismenn þeirra. Var synjun miðstjórnarinnar á inntöku austur-evrópisku sambandanna að lokum staðfest með 623 atkvæðum gegn 353. Samband íslenzkra samvinnufélaga, sem er meðlimur í lnternational Cooperative Alliance, sendi þrjá fulltrúa á þingið í Kaupmannahöfn, þá Ola Vilhjálmsson, fram- kvœmdastjóra skrifstofunnar í Höfn, Erlend Einarsson, framkvœmdastjóra Samvinnutrygginga, og Hjört Hjartar, kaupfélagsstjóra á Siglufirði. A miðstjórnarfundi ICA, sem haldinn var samtímis þinginu, var ákveðið að halda nœsta miðstjórnarfund í Reykjavík í boði SIS í byrjun júlímán- aðar nœsta ár. Hér sjást islenzku fulltrúarnir á þinginu, þeir Óli Vilhjálmsson, fram- kvœmdastjóri (t. v.), Hjörtur Hjartar, kauþfélagsstjóri, og Erlendur Einars- son, framkvœmdastjóri. Nú bjuggust margir við, að þetta mál væri úr sögunni á þinginu, og hafði ekkert alvarlegt gerzt. Þó skaut þessari sömu deilu milli austurs og vesturs upp hvað eftir annað þingið á enda, í sambandi við ávarp sam- vinnudagsins, tillögu ítölsku kom- múnistanna, friðarmálin og margt fleira. Meðal þeirra, sem svöruðu hvað rösklegast af hálfu meirihlut- ans, var Svíinn dr. Mauritz Bunow, og tók hann af skarið, er hann sagði, að betra væri að leiðir skildust að fullu en haldið væri áfram slíku Sir Harry Gill Ivan S. Khoklov framferði á þinginu. Þótti honum lítt miða gagnlegum málum, og benti mönnum á, að pólitísk deilu- mál ættu frekar heima á vettvangi sameinuðu þjóðanna. I ályktun, sem samþykkt var um framtíðar störf og stefnu alþjóða- samtaka samvinnumanna, lýsti þing- ið þeirri skoðun sinni, að þau lönd, sem búa við „blandað hagkerfi" (bæði ríkisrekstur, samvinnurekstur og einkaframtak), mundu geta þró- azt í efnahags- og félagsmálum með því að feta samvinnuleiðina í ríkari mæli og efla áhrif hennar. Taldi þingið, að raunverulegar bætur á lífs- kjörum fengjust aðeins með auk- inni framleiðslu og því megi ekki hefta efnahagslífið með einokun auð- hringa eða bindandi ríkisafskiptum. Samvinnuhreyfingin hefði í þessum efnum mikilsverðu hlutverki að gegna, og sé því fyrir öllu, að hún hafi fullt frelsi og tækifæri til hvers konar athafna og vaxtar í öllum lýðræðisríkjum. Með þessari ályktun (Frh. á bls. 20)

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.