Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1951, Side 6

Samvinnan - 01.12.1951, Side 6
Arfleifð íslenzkra samvinnumanna Samvinnuhugsjónin er dýrasta erfðagull okkar Samvinnufélög hafa senn starfað óslitið á Islandi um sjötíu ára skeið. A þeim sjö áratugum hafa orðið stór- stígari framfarir og meiri byltingar í atvinnuháttum og menningu íslenzku þjóðarinnar heldur en gerðust á næstu sjö öldunum áður en samvinnustefn- an skaut rótum í íslenzku þjóðlífi. Eftir sjötíu ára starfsemi sam- vinnufélaganna er svo komið, að fé- lagsmannatala þeirra nálgast 31 þús- und, og fullir tveir þriðju allra Islend- inga eru á framfæri samvinnumanna. Hinar öru og ævintýralegu framfarir Islands í útgerð, ræktun landsins, samgöngum, húsagerð og iðnaði hafa orðið samstíga vexti og viðgangi samvinnufélaganna í landinu og er slíkt engin tilviljun. Sjötíu ár eru ekki langur tími á mælikvarða sögunnar, en í lífi ein- staklingsins gegnir öðru máli. Nærri lætur, að frá því, er fyrstu kaupfélög- in hófu starf, séu nú tvær starfskyn- slóðir gengnar, og örfáir eru þeir nú orðnir, sem muna fyrstu starfsár kaupfélaganna eða þekkja af eigin raun þann jarðveg, sem samvinnu- stefnan á íslandi er upp úr sprottin. Vilji menn skilja til fulls hvílíku grettistaki samvinnufélögin hafa lyft, hver þáttur þeirra er í efnislegum og andlegum framförum síðustu ára- tuga, er vænlegast til skilningsauka og glöggvunar á því efni að gera sér ljóst það ástand, er ríkti hér áður en samvinnufélögin efldust til dáða. I því efni verður hér þó fljótt yfir sögu farið. Landfræðileg afstaða Islands, fá- breytt náttúrugæði og framleiðsla ollu því, að íslenzka þjóðin varð þeg- ar í öndverðu mjög háð viðskiptum við útlönd. Meðan Islendingar áttu sjálfir skip og gátu sjálfir annazt sigl- ingar sínar, gætti þessa ekki tilfinn- anlega. Á þrettándu öld var svo kom- ið, að Islendingar voru orðnir háðir Eftir Þóri Fribgeirsson erlendri þjóð í þessu efni, svo sem sést á því ákvæði í Gamla sáttmála, að Noregskonungur hét því að láta ákveðna tölu skipa sigla til íslands ár hvert. Síðan sígur jafnt og þétt á ógæfuhlið í þessum efnum, unz há- marki nær með einokunarverzlun Dana á Islandi. Það er ógeðfellt verk að rifja upp þær hörmungar, sem íslenzka þjóðin varð að þola af hendi samvizkulausra einokunarkaupmangara, þegar allt viðskiptalíf var reyrt í hinar heimsku- legustu valdboðsviðjar, — þegar til dæmis Svalbarðsströndungum, sem áttu tíu mínútna róður til verzlunar- staðar á Akureyri, var gert að skyldu að verzla í Húsavík, en þangað var tveggja daga erfið ferð og yfir þrjár stórár að fara. Brotum á þessum fyr- irmælum var þunglega refsað og vörð- uðu jafnvel húðláti. Vörur þær, sem einokunarkaup- mennirnir létu sér sæma að bjóða Is- lendingum, voru jafnan hinar hrak- legustu, oft stórsviknar og skemmd- ar, en jafnan seldar við okurverði. Þegar einokuninni var aflétt og verzlunin gefin frjáls, svo sem kallað var, var það að vísu spor í hina betri átt, en þó meira í orði en á borði. Sel- stöðukaupmennirnir, arftakar einok- unarkaupmannanna, fetuðu mjög í spor fyrirrennara sinna, eðlið var hið sama, og þeir skömmtuðu því þjóð- inni svipaðan graut í líkri skál og gert hafði verið á einokunartímunum. Verzlunin var ennþá með „öfugum hætti“ eins og komizt var að orði í árferðislýsingu um 1880. Sannarlega var verzlunin með „öf- ugum hætti“, meðan hún var rekin með það sjónarmið fyrir augum, að viðskiptamennirnir vceru til vegna verzlunarinnar, en ekki verzlunin vegna viðskiptamannanna. Þar sem slík viðhorf ráða, verður verzlun ætíð óheilbrigð, þar þróast alltaf prettvísi,. vörusvik og hverskonar ódrengskap- ur í viðskiptum. Og þannig var ástandið í verzlun- arefnum hér á íslandi, þegar sam- vinnufélögin hófu starf sitt. Megin- þorri landsmanna var bundinn á skuldaklafa selstöðukaupmanna og haldinn minnimáttarkennd gagnvart þeim. Þjóðin hataði kaupmennina og sat jafnan um færi til þess að ná sér niðri á hinu gráglettna verzlunarliði með ýmis konar prettum. Allt var nógu gott í kaupmanninn eða þó öllu heldur of gott; slíkt viðhorf reyndist ekki hollt eða farsælt til að vinna ís- lenzkri framleiðslu álit á erlendum markaði. Minnimáttarkennd Islendinga gagn- vart verzlununum og kaupmönnum er vel lýst í grein, sem Árni Jónsson prófastur á Skútustöðum ritaði t Ofeig, blað Kaupfélags Þingeyinga,, árið 1890. I þeirri grein segir hann meðal annars: „Kaupmennirnir hafa snúið helzt til sáran þátt um fætur frelsi, fram- fara og sjálfstæðis hinnar íslenzku þjóðar. Það hefur lagað blóðið úr sár- unum, en þeir hafa unað því vel, keyrt klárinn áfrarn í haftinu eins fyrir því,. og vanið sig á „að skoða bændur eins. og rænulausar rollur, er renni í búðina til þess að láta hreyta sig“. I „búð- inni“ hefur verið og er víða enn þetta ógnar djúp milli kaupmanns og kaupanauta. Þar hefur verið ógnar djúp milli hins mikilláta en þó maka- laust mannúðlega kaupmanns, sem er svo náðugur að leyfa bóndanum að leggja inn „við verzlun sína“ hina ófélegu íslenzku vöru og fá aftur danska dýrindisvöru, en þó að sjálf- sögðu fyrir fullt verð. í „búðinni“ hefur verið þetta skuldadjúp, sem 6

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.