Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1951, Page 16

Samvinnan - 01.12.1951, Page 16
Fjallgarður í djúpi Atlantshafs Hrikalegur fjallgarður á hafsbotni frá íslandi eftir miðju Atlantshafi suður fyrir Afriku Nýlega er komin út í Bandaríkjunum stórathyglisverð bók, sem heit-ir „The Sea Around Us“ og er eftir vísindakonuna Rachel L. Carson. Enda þótt efni bókarinnar sé óvenjulegt og œtla mætti, að það sé ekki við alþýðu hœfi, hefur þessi bók verið metsölubók viku eftir viku og hlotið einróma, ágceta dóma. I henni segir frá myndun jarðarinnar og þá, hvernig sjórinn varð til. Síðan segir frá sjónum, lífinu á landgrunni og í myrkum djúpum úthafanna, myndun eyja og breytingum á strandlengjum, vindi og straum- um, sjávarföllum, auði hafsins og fjölmörgu. Er bókin lifandi og sérstaklega skemmtileg, en jafnframt öruggt vísindarit. Er í henni mikill fróðleikur, og cetti hún erindi til eyjarskeggja eins og Islendinga, sem að verulegu leyti lifa á sjónum og við hann. Eitt af því, sem Rachel L. Carson segir frá í bók sinni, er mikill fjall- garður, sem er neðansjávar í Atlantshafi, allt frá Islandi suður fyrir Afríku. Er það órannsakað mál, hvort garður þessi nær norður fyrir Island inn í Ishafið, eða hvort hann endar með því að lyfta landi voru úr sæ. Hér er birt lausleg þýðing á frásögn bókarinnar um þetta efni. Hinir löngu fjallgarðar neðansjáv- ar hafa verið merktir á kortum í langan tíma, og fannst Atlants-fjall- garðurinn til dæmis fyrir rúmlega hundrað árum. Urðu menn hans fyrst varir, er rannsökuð var leið sæsím- ans yfir þvert Atlantshaf. Þýzka haf- rannsóknarskipið Meteor, sem sigldi fram og aftur yfir hafið á árunum eftir 1920, leiddi í ljós lögun fjall- garðsins í stórum dráttum. Loks hef- ur hafrannsóknaskipið Atlantis verið við Azoreyjar mörg sumur í röð við rannsóknir á hryggnum. Það er nú unnt að átta sig á lögun þessa mikla fjallgarðs, og óljóst sjá- um við fyrir okkur hina huldu tinda og dali. Fjallgarðurinn rís í ntiðju At- lantshafinu, skammt frá Islandi. Það- an liggur hann stiður á bóginn, miðja vegu milli heimsálfanna, nær suður fyrir miðbaug inn í Suður-Atlantshaf og heldur áfrant allt suður á 50. breiddargráðu suðlægrar breiddar, þar sem hann beygir skyndilega til austurs sunnan við Afríku og teygir sig inn í Indlandshaf. Þessi beygja á fjallgarðinum hefur leitt til þess, að sumir telja hann leifar af geysimiklu meginlandi, og santkvæmt einni hug- mynd hefur garðurinn átt að verða eftir, er Norður- og Suður-Ameríka rifnuðu frá Evrópu og Afríku. Hins vegar leiða nýlegar rannsóknir í Ijós, að í Atlantshafinu eru þvkk lög af botnfalli, sem ekki hefðu getað safn- azt nema á hundruðum milljóna ára. Eftir endilöngum Atlantsgarði, sem er um 16 000 km. á lengd, má sjá verksummerki jarðrasks á hafsbotn- inum, og allur fjallgarðurinn virðist til orðinn í hamförum tröllaukinna náttúruafla. Frá rótum fjallgarðsins að vestan, yfir fjöllin og niður í fjalls- rætur að austanverðu, er garðurinn helming breiðari en Andesfjöll. Skammt frá miðbaug er rnikið skarð í garðinn frá austri til vesturs, Ro- manche-gil svonefnt, og er það eina opna leiðin rnilli undirdjúpa austur- og vesturála hafsins, enda þótt minni fjallaskörð séu á öðrum stöðum. 9000 METRA FJALL. Mestur hluti þessa fjallgarðs er að sjálfsögðu neðansjávar. Meginhrygg- urinn er 1500—3500 metra hár vfir hafsbotninn, en yfir tindunum eru aðrir 1500 metrar af sjó. Þó kemur það fyrir hér og þar, að tindar teygja sig upp úr myrkri djúpsins og stinga kollinum upp fyrir yfirborðið. Þetta eru eyjarnar í miðju Atlantshafi, en hæsti hnjúkur fjallgarðsins er Pico- tindurinn í Azoreyjum. Er hann 9000 metrar yfir sjávarbotn, en aðeins 2000—2500 metra yfir sjávarmál. Bröttustu tindar garðsins eru hins vegar eyjar þær, sem nefnast Páls- klettar og eru nærri miðbaug. Eyjar þessar eru fimm eða sex og er allur klasinn ekki nema rúmlega 400 metra breiður. Svo brattir eru þessir klett- ar, að örfáa metra frá eyjunum er komið 800 metra dýpi. Hin sólbak- aða eldfjallaey, Ascension, er einn tindur þessa fjallgarðs, og svo eru Tristan da Cunha og Bouvet. Mestur hluti fjallgarðsins er þó neðansjávar og að eilífu hulinn sjón- um mannanna. Lögun þessara fjalla hafa menn aðeins séð með hinum dá- samlegu „fálmurum“ — hljóðbylgj- unum, en efni þeirra þekkist af því, sem tekizt hefur að slæða upp. Loks hefur tekizt að ná ljósntyndum af nokkrum stöðum í fjöllunum með neðansjávar ljósmyndavélum. Með því að beita ímyndunarafli okkar og notfæra þessar upplýsingar getum við séð fyrir hugskotssjónum okkar hin hrikalegu fjöll undirdjúpanna með þverhnýptum björgum, klettasillum, djúpum dölum og gnæfandi tindum. Ef bera ætti fjöll sjávarins saman við nokkuð á þurru landi, koma fyrst til hugar fjöll langt ofan við gróður- mörk, þar sem vindar blása um nakta hnjúka og snævi fyllta dali. Sjórinn hefur einnig sín „gróðurmörk“, en neðan við þau vex ekkert jurtakyns. Hlíðar sjávarfjallanna liggja of djúpt 16

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.