Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1951, Side 21

Samvinnan - 01.12.1951, Side 21
1946 1947 1948 1949 1950 1946 1947 1948 1949 1950 1946 1947 1948 1949 1950 1946 1947 1948 1949 1950 IÖgjaldaaukningin sýnir vöxt hinna ýmsu deilcla Samvinnutrygginga. 100 000 í bifreiðadeild. Á þessu ári var úthlutað fyrir árið 1950 samtals 110 000 krónum í bifreiðadeild, 114 000 í brunadeild og 114 000 í sjó- deild. ÍSLENZK TRYGGINGA- FÉLÖG. Tryggingastarfsemi er ein af þeim greinum viðskiptalífsins, sem Islend- ingar tóku síðast í eigin hendur, enda þarf mikinn fjárhagslegan styrk til að koma slíku félagi á fót og góðar endurtryggingar í öðrum löndum. Fyrsta íslenzka brunatryggingafélag- ið, Brunabótafélag íslands, var til dæntis ekki stofnað fyrr en 1917 og fyrsta sjóvátryggingafélagið, Sjóvá- tryggingafélag Islands, ekki fyrr en 1918. Fyrsta alíslenzka líftrygginga- deildin hóf ekki starfsemi sína fyrr en 1934, er Sjóvátryggingafélagið hóf slíkar tryggingar. Hafa íslenzkir aðil- ar síðan smám saman keypt Islands- deildir erlendra tryggingafélaga eða þau hafa hætt hér starfsemi sinni, svo að öll er þessi mikilvæga starfsemi nú komin í innlendar hendur. Það var ætlun samvinnumanna frá upphafi að koma einnig upp líftrygg- ingadeild, og voru athugaðir mögu- leikar á því að koma upp nýrri deild eða kaupa gamalt félag. Hölluðust menn frekar að því að kaupa eldra félag og hófust viðræður um kaup á líftryggingafélaginu Andvöku árið 1948 og tókust samningar haustið 1949. Er Andvaka gamalt og rótgró- ið félag,. norskt að uppruna, og opn- aði það íslandsdeild sína 1921. Er Jón Olafsson framkvæmdastjóri félagsins og hefur verið það undanfarna tvo áratugi. Þegar SlS keypti Andvöku, voru um 3000 menn tryggðir hjá fé- laginu, en á fyrsta starfsári þess sem alíslenzkt tryggingafélag 1950, voru gefin út 1730 ný líftryggingaskírteini. Samvinnutryggingar og Andvaka hafa sameiginlega stjórn og fulltrúa- ráð, og hafa þessir menn átt sæti í stjórninni frá öndverðu: Vilhjálmur Þór, formaður, Jakob Frímannsson, Karvel Ögmundsson, ísleifur Högna- son og Kjartan Ólafsson. 21

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.