Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1951, Síða 31

Samvinnan - 01.12.1951, Síða 31
JÓNAS ÞÓR látinn JÓNAS ÞÓR, verksmiðjustjóri Gef j- unar, andaðist að heimili sínu á Akur- eyri 5. nóvember síðastliðinn. Með honum er ekki aðeins til moldar fall- inn einn mesti brautryðjandi islenzks iðnaðar, heldur og gagnmerkur mað- ur, sem skilur eftir sig djúp spor á mörgum sviðum. Jónas var fæddur 8. september 1881 að Hofsá í Svarfaðardal, og voru for- eldrar hans merkíshjónin Þórarinn bóndi Jónasson og Ólöf Þorsteinsdótt- ir. Jónas ólst upp með foreldrum sín- um að Hofsá og í fram-Eyjafirði, unz þau fluttust til Akureyrar, er hann var rúmlega tvítugur, og hann flutt- ist með þeim. Hann fékkst við ýms störf, meðal annars við ullarverk- smiðjuna Gefjun, en 1916 varð hann verksmiðjustjóri og gegndi því starfi' til dauðadags. Fleytti hann verk- smiðjunni yfir mikla örðugleika á fyrrí stríðsárunum, efldi hana og styrkti trú landsmanna á ullariðnaði', beitti sér fyrir margvíslegum nýjung- um og aukinni tækni. Starf hans í þágu ullariðnaðarins mundi eitt nægja til að halda nafni hans á loftí, en hann áttí mörg önnur áhugamál. Átti hann til dæmis mikinn þátt í stofnun dráttarbrautar og stofnun flugfélags og mikil afskipti hafði hann af rafmagnsmálum. Jónas var meðal stofnenda ungmennafélags- skaparins, kom mjög við sögu guð- spekihreyfingarinnar hér á landi', var meðal forustumanna frímúrararegl- unnar og Rótaryklúbbsins, tók þátt í brautryðjendastarfi karlakórsins Heklu, var mikill áhuga- og fram- Wario rXc cinzci c aruóoóí ? UM ÞESSAR MUNDIR er verið að sýna víða um heim kvikmynd um ævi Enrico Carusos, hins mikla ítalska söngvara, og er sjálfur Caruso í kvik- myndinni leikinn af nýrri stjörnu á himni sönglistarinnar, Mario Lanza. Hefur frægð Lanza borizt víða með kvikmynd þessari, út fyrir heimaland hans, Bandaríkin. Þykir hann mikill söngvari af náttúrunnar hendi og bíða menn þess nú með nokkurri forvitni að heyra, hvað verður úr þessum unga manni. Telja sumir, að hann sé tví- mælalaust efni í annan Caruso, en aðrir eru þeirrar skoðunar, að rödd hans hafi ekki fengið rétta eða næga skólun og hann muni innan skamms ofreyna hana og eyðileggja. SÖNGFERILL Mario Lanza er ó- venjulegur. Hann fæddist árið 1921 í ítalska hverfinu í Fíladelfíu og heit- ir réttu nafni Alfredo Arnold Cocozza. í æsku var hann hinn mesti óþekkt- arormur, var rekinn úr skóla, lá í leti og gerði varla handtak, fyrr en hann varð 21 árs. En hann hafði yndi af sönglist, og frá því er sagt, að hann hafi sjö ára gamall hlustað 27 sinnum í röð á eina og sömu hljómplötu með Caruso. Svo byrjaði snáðinn að syngja með Caruso á plöt- unum. Faðir hans heyrði til hans, þóttist sjá þar efni og áhuga, sem drengurinn hafði ekki til að bera á öðrum sviðum. Gat hann komið hon- um í kennslu hjá gamalli söngkonu. En snáðinn vanrækti jafnvel þetta nám og var um það bil að gefast upp á því, þegar gamla söngkonan gat út- vegað honum tækifæri til að syngja fyrir hinn heimsfræga hljómsveitar- stjóra, Serge Koussevitsky, sem varð stórhrifinn. Hann bauð nú hinum unga söngvara að sækja tónlistarnám og hátíð í Berkshirefjöllum Nýja Englands. Þar kynntist Alfredo í fyrsta sinn heimi æðri tónlistar og betra lífs en hann hafði vanizt. Hann kvæmdamaður í skógræktarmálum og mætti svo lengi telja. Árið 1916 kvæntist Jónas Helgu Kristinsdóttur frá Samkomugerði og varð þeim hjónum fjögurra barna auðið, sem öll eru á lífi. Konu sína missti hann 1928. Seinni kona hans, sem lifir mann sinn, er Vilhelmína Sigurðardóttir. Jónas Þór var sæmdur riddarakrossi Fálkaorðunnar 1937. Mario Lanza og Caruso. undi sér vel og tók móðurnafn sitt sem listamannsheiti og kallaði sig Mario Lanza. STYRJÖLDIN batt enda á þessa dýrð og Mario var sendur í lögreglu- lið hersins. Þar sóttu að honum leið- indi og kæruleysi, og gat hann vart sungið, þegar loks vinur hans einn rakst á hann og bjargaði honum úr þessu volæði með því að fá hann flutt- an í skemmtisveitir hersins. Fór hann nú víða um og söng, og vakti hvar- vetna hrifningu, jafnvel í kvik- mændabænum Hollywood. En hann átti við margvíslega erfiðleika að etja, af því að rödd hans var illa skóluð, hann hafði lært flestar aríurnar eft- ir hljómplötum og gat ekki einu sinni lesið nótur. MARIO LANZA virtist vera að sökkva í djúp gleymskunnar á nýjan leik eftir styrjöldina, og auk þess var hann giftur og búinn að venja sig á nægilega dýr lífskjör til þess, að hann safnaði töluverðum skuldum. Fram- tíðarhorfur hans voru allt annað en glæsilegar, þegar gæfan brosti enn einu sinni að honum. Maður nokkur, að nafni Sam Weller, kynntist honum og tók hann up á sína arma. Þetta var stóðauðugur tónlistarvinur, sem sjálfur hafði þráð að verða mikill söngvari. Nú var hann búinn að gefa upp alla von um það, en einsetti sér í þess stað að hjálpa Mario Lanza upp á hátind frægðarinnar. Hann greiddi allar skuldir hans og sendi hann til söngkennara, hins fræga meistara Enrico Rosati, sem verið hafði kenn- 31

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.