Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1953, Blaðsíða 3

Samvinnan - 01.03.1953, Blaðsíða 3
r Gernýting í ibnabi og verzlun Á Iðnsýningunni síðastliðið haust var lítil deild, sem fjallaði um efni, er kallað var „gernýting“. Ekki var svo að sjá, sem þessari sýningardeild væri mikil athygli veitt, enda munu fæstir hafa áttað sig á því við fyrstu sýn, hvað hún átti að sýna, eða hvað átt var við með orðinu. Þó hefðu Islendingar átt að Ieggja eyra við því, sem þarna var sagt, því að gernýting er einmitt nú höfuðboðorð í við- reisnarstarfi nágrannaþjóða okkar. * Gernýting er notað fyrir erlenda orðið „rationalisering“ og felst það í orðinu, að orka og efni séu „gernýtt“, þann- ig að meira sé framleitt með sama eða lækkuðum tilkostn- aði, þannig að afköst framleiðslunnar á hvern mann auk- ist. Þessu marki er oft hægt að ná með heilbrigðri skyn- semi í skipulagi starfsins, með bættum vélakosti og mörg- um öðrum aðferðum. Hafa hin Norðurlöndin til dæmis haldið uppi stórfelldum áróðri til að benda mönnum á að gernýta betur afl og efni í framleiðslu sinni og auka þann- ig heildarafköst heilla atvinnuvega, og á þingum sam- vinnuhreyfingaifna í Danmörku, Svíþjóð og víðar und- anfarin ár, hefur verið lögð höfuðáherzla á þetta mál. * Hér á íslandi hagar að vísu svo til, að gernýting er eng- an veginn einhlýt í aðalatvinnuvegunum, fiskveiðum og landbúnaði, þar sem framleiðslan er svo mjög háð veðri, vindum og aflabrögðum. Þó kemur sér vel að geta ger- nýtt atvinnutækin, þegar þurrkur er eða fiskur í sjó. Hins vegar gildir þörfin á gernýtingu engu síður um iðnað okk- ar en annara þjóða, og er þjóðhagsleg nauðsyn, að henni sé þar gaumur gefinn. * Ekki eru enn upptalin þau svið þjóðlífsins, þar sem ger- nýtingu má við koma. Margt er það í verzluninni, sem mætti endurbæta til að lækka dreifingarkostnað og auka þægindi neytendanna. Hafa sænskir samvinnumenn gert miklar tilraunir til þess að hagnýta tækni við vörudreif- ingu, og með því að gernýta bæði í verksmiðjum sínum og verzlunum, hefur þeim tekizt að lækka allmikið verð á ýmsum nauðsynjum. * Hér á. landi er nú tími til þess kominn, að endurskoða vörudreifinguna í landinu, allt frá innflytjanda eða fram- leiðanda til neytanda. Þarf að athuga, hvar hægt er að gernýta orku og vélakost, eða ná betri árangri með nýj- um tækjum. Það þarf sérstaklega að gera alvarlegar til- raunir með sjálfsafgreiðslubúðir, sem hljóta að gefa jafn góða raun í þéttbýli hér sem annars staðar. Og fjölmargt fleira mætti telja upp, sem gæti orðið skref í rétta átt í þessum efnum. * Það er augljóst mál, að samvinnumenn eiga að ríða á vaðið í þessum efnum, því að engum er það meira áhuga- mál, að kostnaði sé haldið niðri og afköst gerð sem mest, en þeim neytendum og framleiðendum, sem standa að samvinnufélögunum. Hefur þegar verið hafður nokkur undirbúningur að því hjá Sambandi íslenzkra samvinnu- félaga að taka þessi mál föstum tökum, og er vonandi, að sú viðleitni eigi eftir að bera góðan árangur. 3

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.