Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1953, Blaðsíða 11

Samvinnan - 01.03.1953, Blaðsíða 11
stiklaði af þúfu á þúfu, bjóst við að tudda yrði tafsamt í karganum og keldunum. En ofsækjandinn dró á flóttamanninn með herfilegum óhljóð- um. Þá kastaði Uni bóndi klæðum, eins og Lárus Rist á sundinu í Odd- eyrarál: Fyrst fór olíuburan, svo sparkaði hann af sér klofbússunum; roðhatturinn og jakkableðillinn lönd- uðu kyrfilega í brúnklukkupyttum. Fjaðrafok ævintýrsins ruglaði ekki nautið í ríminu. En Uni bóndi komst líka í essið sitt. Hann baðaði út öll- um skönkum, hælarnir námu við rasskinnar. Það var eins og fljúgandi engill væri á ferð um fúasundin, að vísu býsna kámugur engill, útataður af rauðaleirsslettum og angandi af svitalykt. Það er nú heldur ekki nein nýlunda í veraldarborunni, að stöku engill stingist niður í forvaða jarð- lífsins og glati geisladýrð guðdóms- ins. Eftir frækilegt kapphlaup komust þeir báðir yfir mýrarflóann. Tók þá við melalda. A öldunni lá stór, mosa- vaxinn steindrangur. Ormagna af þreytu og mæði skreið Uni bóndi upp á þennan einbúa. Og þar munaði sannarlega mjóu um undankomu. Uni bóndi húkti þarna allt annað en kempulegur: bullsveittur nötrandi af vonzku og vanmætti. En eftir nokkra stund voru talfærin í gang- færu lagi. Jós hann úr sér svæsnum kjarnyrðum og hroðalegustu formæl- ingum: óskaði tudda í hundraðasta og tuttugasta helvíti. Kvaðst hann hundur heita, ef þessi meinfalski svikahrappur týndi ekki lífinu; skyldi hann umsvifalaust afhausaður og beinskorinn. En fóstri hans hljóp umhverfis steininn, froðufellandi, með rauð- sprengda augnabjóra barmafulla af ofstækisfullu hatri, spam jörðina að hnjám og notaði á sínu máli engu betri munnsöfnuð. — Ég þoli manninn minn ekki lengur, sagði unga eiginkonan. Hann er svo skapvondur við mig, að ég er farin að leggja af. — Af hverju yfirgefur þú hann þá ekki? — Ég ætla að láta hann koma mér niður í 120 pund, áður en ég skil við hann! NÚ ÞEGAR SPURNING- UNNI um það, hver taki viS af Stalin, hefur verið svarað, tekur við önnur spurning: Hvað tekur við af Stalin? Verða breytingar á utanríkis- stefnu Sovétríkjanna? Eru horfur á heimsfriði betri eða verri en áður? Eins og fyrri daginn er erfitt um svör. Að vísu verður slíkum spurning- um aldrei endanlega svarað um neina ráðamenn, svo margbrotin eru heimsmálin og svo skjótt geta veðrabrigði orðið. En um hina nýju valda- menn í Moskvu er lítið vitað, suma þeirra, og fáir utan hallarmúra Kreml munu heyra um þá togstreitu um völd og aðstöðu, er vel kann að verða þar. í VESTUR-EVRÓPU var það álit margra, að Stalin hefði á seinni árum verið varkár, sér- staklega í þeim málum, sem leitt gátu til nýrrar styrjald- ar. Eftir dauða hans er því óttast, að sama varfærni kunni ekki að ríkja í Moskvu, og því sé hætta á óheillavið- burðum meiri en áður. Þó er þess að gæta, að Molotov, sem lengst starfaði með Stalin að utanríkismálum, mun aftur taka við stjórn þeirra. ANNARS eru kunnugustu menn, sem um heimsmálin skrifa, á einu máli um það, að ekki sé rétt að vænta neinnar stefnubreytingar í Moskvu. Fyrst um sinn munu allir keppast um að feta í fótspor Stalins, og framkvæma stefnu þá, sem hann mótaði. Hinir nýju forustumenn eru ekki vanir því að taka ákvarð- anir i hinum alvarlegustu málum á eigin spýtur, og óvíst er, hversu vel þeir treysta hver öðrum. Allt skipulag mála er miðað við Hvaö er 9 að gerast. hið algera einræðisvald, sem Stalin hafði, og það getur reynzt erfitt að tvímenna í slíkum söðli. ENN SEM FYRR munu stjórnmálamenn í hinum frjálsu löndum fylgjast gaumgæfilega með því, er gerist í Moskvu. Þeir munu skoða myndir af hersýning- um til að sjá, hverjir standa næst Malenkov. Þeir munu athuga, hverjir flytja ræður og skrifa greinar í blöð. Allt slíkt gefur bendingar um breytingar í Kreml, og eftir öðru er varla hægt að dæma. Það er algengt, að umheim- urinn fái ekki að heyra um breytingar þar fyrr en eftir dúk og disk, og vissi til dæmis enginn um breytingu á emb- ætti æðsta herforingja Sovét- ríkjanna, fyrr en nafn hans stóð undir veizluboði, og valdamesti maður landsins var lengi vel ekki forseti eða forsætisráðherra, heldur rit- ari kommúnistaflokksins. (Framh. á bls. 25). 11

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.