Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1953, Blaðsíða 14

Samvinnan - 01.03.1953, Blaðsíða 14
Svipir áamtidi armanna: Ambedkar hin ósnertandi Frd frelsisbaráttu 40 milljón Indverja, sem um aldir voru kúgaðir og undirokaðir. HINIR ÓSNERTANDI, lægsta stétt Indverja, sem telur um 40 milljónir manna, eru að brjóta af sér hlekki efnahagslegs þrældóms og félagslegr- ar kúgunar, eftir að hafa þolað smán og móðgun um aldir. Þeir heyja nú baráttu sína undir forustu myndar- legs, 56 ára gamals stéttarbróður síns, Bhimrao Ramji Ambedkar, sem nú er dómsmálaráðherra indverska lýð- veldisins. Hann hefur helgað líf sitt þessari baráttu. FYRIR FJÖGUR ÞÚSUND ÁRUM er talið, að þjóðflokkar af kynstofni aría hafi ráðizt inn í Indlánd. Þeir munu hafa skipt Indverjum í fjórar stéttir, og hefur sú skipting vaxið og haldizt síðan, þar til nokkra undanfarna áratugi, að byrjað hefur verið að brjóta hana niður. Efst í tignarstig- anum standa Brahmarnir, en þeir eru prestar og menntamenn. Næstir koma Kshatriyas, sem eru hermenn og stjórnmálamenn. Hinir þriðju nefnast Vaisyas og eru iðnaðarmenn og kaup- menn. í fjórða þrepinu eru Sudras, óbreyttir verkamenn, er þjóna hinum þrem stéttunum. Fyrir neðan þessar fjórar höfuðstéttir, og ekki þess virði að vera kallaðir stétt, hafa staðið hinir ósnertanlegu. Þeir hafa um ald- ir verið dæmdir til hinna auðvirðu- legustu starfa þjóðfélagsins, að hreinsa mykju af götum og hirða sal- erni hinna stéttanna. Nokkrir hinna gæfusömustu hafa komizt í sóðaleg- ustu störf sútunarverksmiðj a, ullar- hreinsun eða körfugerð. En samt urðu þeir að víkja úr vegi annara og láta sér lynda, að jafnvel skuggi þeirra væri talinn saurgandi. í ÞESSA STÉTT var Ambedkar fæddur. Faðir hans var að vísu með- al hinna gæfusömu og komst í brezka herinn. Hann settist að í Bombay, af því að kennari einn gekk inn á að lofa syni hans að hlýða á kennslustundir. En Ambedkar varð að sitja einn úti í horni, og kennarinn spurði hann ekki einu sinni út úr, enda þótt það dyldist ekki, að hann bar af öðrum nemendum að hæfileikum. Hann fékk ekki að vera með hinum drengjunum í leikum og fékk ekki að drekka úr sama krana og þeir. ÞRÁTT FYRIR ÞESSA erfiðleika tókst Ambedkar að vinna styrk til framhaldsnáms í gagnfræðaskóla í Bombay. Þetta var opinber skóli und- ir stjórn Breta, og varð hann að taka við hinum „ósnertanlega“ nemanda. Þar gerðist sama sagan — hann var útilokaður frá öllu samneyti við aðra nemendur. Nú kynntist hann betur lífskjörum stéttar sinnar, sem var hrúgað saman í viðbjóðsleg fátækra- hverfi, þar sem heilar fjölskyldur bjuggu í einu herbergi og fólkið svaf á gólfinu. Hann skildi, að menntunin ein mundi geta bjargað þessu fólki. SVO VEL VILDI TIL, að hinn vold- ugi Gaekwar af Baroda frétti af hin- um efnilega nemanda og styrkti hann meðal nokkurra annara til háskóla- náms í Bombay og síðar í Bandaríkj- unum. Þegar Ambedkar kom til Col- umbia háskólans í New York, lifði hann það í fyrsta sinn að fá að mat- ast með öðrum nemendum og nota sama bað og þeir. Hann sökkti sér niður í námið, sögu, félagsfræði, sál- fræði og hagfræði, og hafði lokið tvö- falt meira námi en krafizt var, þeg- ar hann gekk til prófs. Hann hélt til Lundúna og Þýzkalands, en síðan heim til Indlands. Þar beið hans starf í fjármálaráðuneytinu, og settist hann vongóður í hina nýju skrifstofu sína. EN SAGAN ENDURTÓK SIG. Sam- starfsmenn hans vildu ekki umgang- ast hann, og sendiboðar ráðuneytis- ins vildu ekki saurga sig með því að stíga á teppi, sem snerti borðið, er hann sat við. Nokkrir hinna útvöldu gerðu aðsúg að honum og gerðu sig líklega til að misþyrma honum. Hann átti aðeins fótum fjör að launa, og var nú starfinu lokið. Hann kvart- aði til yfirvaldanna, en þau kváðust ekkert geta við þessu gert. Einn bezt menntaði og efnilegasti maður Ind- lands gekk þvi atvinnulaus og snauð- ur um götur hinnar indversku stór- borgar. AÐ LOKUM tókst Ambedkar að fá stöðu sem kennari við Sydenham há- skólann, og starfaði hann þar nógu lengi til að safna sér fé til nýrrar námsferðar til Bretlands. Hann kom aftur heim með doktorspróf frá hag- fræðiskólanum í London og hafði skrifað ritgerð um gjaldmiðil Ind- lands, sem vakti mikla athýgli hag- fræðinga. Hann hafði einnig lögfræði- próf, en varð að heyja harða baráttu til að fá að starfa sem lögfræðingur fyrir öðrum mönnum í þeirri stétt, sem létu einskis ófreistað til að úti- loka hinn „ósnertanlega“. Hann tók nú að gefa út blað, sem lesið var fyr- ir hópum hinna ósnertanlegu og tók þar forustuna í baráttunni fyrir rétt- indum þeirra. Hann stofnaði Menn- ingarfélag alþýðu til að hjálpa náms- fólki úr stéttinni og kom á stofn há- skóla í gömlum herskálum í Bombay, þar sem allra stétta menn og konur fengu aðgang. Þar er kennt milli 7,30 og 10,30 á morgnana, svo að nemend- ur geti unnið fyrir sér seinni hluta dagsins. ÁRIÐ 1942 var Ambedkar skipaður í ráðuneyti brezka vísikonungsins, og tókst honum þar að koma fram margvíslegum umbótum á högum hinna ósnertanlegu. Stétt hans sýndi honum tröllatrú sína með því að flykkjast á kjörstað til þess að greiða honum atkvæði, og hann var kosinn á þing hins nýstofnaða lýðveldis, og þar var honum trúað fyrir hinu háa embætti sínu. Höfuðhlutverk hans var formennska í stjórnarskrárnefnd og það féll í hans hlut að verja tillög- ur nefndarinnar fyrir þinginu. Þegar hann las upp elleftu grein, má nærri geta að honum var mikið niðri fyrir: „Ósnertanleiki skal afnuminn og að- skilnaður hinna ósnertanlegu er bannaður í hvaða mynd, sem er . . . og skal refsiverður að lögum.“ Þing- heimur reis úr sætum sínum og sam- þykkti greinina einum rómi. AMBEDKAR mundi verða síðastur manna til að eigna sér hinn mikla sigur, sem unnizt hefur fyrir hina ósnertanlegu á skömmum tíma. Þar hafa fleiri lagt hönd á plóginn, ekki sízt sjálfur Gandhi. En nú þegar hef- ur stórkostleg breyting orðið á lífs- kjörum þeirra 40 milljóna, sem áður voru útskúfaðar. 14

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.