Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1953, Blaðsíða 23

Samvinnan - 01.03.1953, Blaðsíða 23
hagsmunafyrirtæki um ákveðinn tíma en félagsskapur, sem meðlimirnir voru siðferðilega bundnir við og þótti verulega vænt um. — Því hlaut að fara sem fór. En þrátt fyrir allt þetta má telja, að mikið heillaspor hafi verið stigið með stofnun og starfi Kaupfélags Is- firðinga hins eldra. Auk hins fjár- hagslega ávinnings á skiptunum við félagið, sem var í rauninni stórmikill, og þeirrar félagshyggju, sem það þrátt fyrir allt kveikti í héraðinu, einkum fyrstu árin, auðgaði það marga félagsmenn að reynslu og þekkingu í verzlunarháttum, sem kom þeim síðar að ágætu haldi. Um daginn og veginn (Framh. af bls. 6). að framsókn landbúnaðar stöðvast. Enginn þorir að taka lán til stórra framkvæmda í lækkandi verðlagi og þeir, sem búnir eru að taka stórlán, lenda í „kreppu“ og gjaldþrotum. Nýjan kreppulánasjóð verður þá að stofna og nýjar eftirgjafir. Bændur fá ekki afurðir búa sinna fyrr en löngu eftir að kostnaður hefur verið fram- lagður, svo sem áburður og fóðurbæt- ir, og eftir afurðaverði af sauðbúi þurfa þeir að bíða (allt að hálfum hluta) ár eftir að þeir láta afurðir á markað. Það er augljóst, að lækkandi verð og hækkandi króna er þeim háskaleg. 3. Nokkur „styrkur“ hefur verið veittur til sumra framkvæmda. Það er þó ekki rétt hugsað orð. Réttlátt er, að ríkið leggi nokkuð af mörkum til þeirra verka, sem eru svo dýr og svo langæ og varanleg, að kynslóðin, sem þau vinnur, getur ekki vonast til að fá kostnaðinn greiddan. Svo er um varanlegar geymslur fjrrir hey og áburð, um nýrækt alla og sérstaklega um framræslu. Þetta jramlag ríkisins til þess að auka þjóðarauðinn og umskapa lífs- skilyrðin í sveitum Iandsins er ósann- gjarnlega lágt. Framræsla með vélum er ekki frístundastarf. Taka þarf oft- ast mjög stór landsvæði í senn, enda óvíst, hvenær næst verður skurðgrafa á ferð. Það sem ræst er í einu er oft- ast miklu stærra en nokkur von er um að verði ræktað arðland í náinni framtíð. Skurðgröfureikningar, sem smábændur fá, velta oft á tugum þús- unda og krafist er greiðslu út í hönd. „Styrkur“ til nýræktar er venjulega ekki nema fyrir fræinu. 4. Ríkið lætur gerðardóm ákveða verð á söluafurðum búnaðarins og skipar svo fyrir, að verðlag skuli við það miðað, að bændur beri eigi meira úr býtum en þeir verkamenn, sem lægst hafa laun. Hér að framan er á það bent, að bóndinn þarf að hafa fjölhæfa og alhliða menningu huga og handa. Vandkvæði mikil mundu fyr- ir verkamann, sem aldrei hefur að búnaði unnið, að taka bústjórn og hin margbreyttu sveitastörf. Bóndann œtti að set-ja á bekk með iðnmeistara eða sérlærðum starfsmanni. Bóndinn þarf mikið fast starfsfé að eign eða láni. Ohætt mun að full- yrða, að ekki verði vel búið né hag- kvæmlega á nútíma vísu með minna starfsfé en 200.000 kr. föstum í jörð með mannvirkjum, bústofni og véla- kosti. Tölur hafa nýlega verið birtar um það, að bændur eigi að meðaltali 40 þús. kr. skuldlausa eign. Höfuð- staðarblöðunum finnast bændur „vel stæðir“ með þessa eign. En ef þeir ættu eigi meira, væri búnaðurinn illa kominn. Þetta er andvirði einnar hlöðu eða svo. Mat fasteigna er ekki nema Ho eða a/éo af raunverulegu verði. Tekjur þær, sem bændum eru ætl- aðar samkvæmt gerðardómnum, eru óeðlilega lágar, vegna þess að bændur ættu að hafa meira en Iægstu verka- mennatekjur og hins, að þeim eru ekki ætlaðir vextir af starfsfé svo sem þarf. 5. Verkfallið í vetur var leyst á þeim forsendum, að kaupmáttur verkamannalauna væri of lítill. Leið- rétt var þetta með því að Ieggja ýms- ar kvaðir á ríkið og gjaldendur al- mennt. Þar borga bændur sinn brúsa sem aðrir. En auk þess var lagður sérskattur á allmarga bændur, 12 aur- ar á lítra sölumjólkur. Það mun algengt, þar sem mest er sala neyzlumjólkur, að bóndinn sjálfur vinni fyrir 10—12 kúa búi eða hafi um 20.000 lítra mjólkur á ári. Tekjur þessa bónda, eða „kaup“ hans er lækkað um kr. 3.600 án þess nokk- uð komi á móti. Þetta fé er af hon- um tekið, ekki aðeins til þess að bæta kjör hinna tekjuminni verkamanna, heldur allra borgarbúa. Nú heggur ríkisstjórnin í bændagarð. Mun þing og stjórn bjóða bætur, sem hald- kvæmar verða á einn eða annan hátt? 6. Ein hinna fáu fríðinda, sem verkfallsmönnum voru boðin og ekki eru tekin beint eða óbeint úr almanna vasa, eru lækkanir farmgjalda. A ár- unum fyrir 1930 kom Tryggvi Þór- hallsson því til leiðar, að tilbúinn áburður var fluttur á ríkiskostnað frá útlöndum og seldur án álagningar jöfnu verði hvar sem var. Vel færi á því að bæta bændum mjólkurhallann og annað misræmi, sem verkfalls- Iausnin skapaði milli kjara bænda og annarra stétta, með því að ríkið tæki nú upp reglu Tryggva og greiddi hluta af flutningskostnaði áburðarins, en hinn hlutann tækju skipafélögin af gróða sínum. Þetta væri sanngjarnt og kæmi rétt niður, mest til þeirra, sem mest rækta og mestan skaða bíða af verðfellingu mjólkurinnar. 7. Þetta yrði aðeins skammvinn- ur baggi á ríkinu og skipafélögunum, því að áburðarverksmiðjan kemur á næstunni. Deilt er um, hvort hún skuli vera hlutafélag, að meirihluta ríkiseign, eða ríkisstofnun. En ekki þarf um að deila, að verksmiðjan á að verða búnaði okkar og öllum þjóð- arhag Iyftistöng. Hún má hvorki verða gróðafyrirtæki ríkis eða ein- staklinga. Meginhluti fjármagnsins til verksmiðjunnar er „óafturkræft lán“, þ. e. gjöf frá erlendri þjóð. I framtíðinni verður áburður eins og að undanförnu stærsti kostnaðarlið- urinn, sem bændur þurfa að greiða út úr búunum til fóðurframleiðslu. Með nýjum heygeymsluaðferðum og vélavinnu við heyskap ætti fóðurbæt- isþörfin stórum að minnka. Aburður- inn verður það sem allt veltur á um heyöflun og ódýra framleiðslu allra búvara. Eftir því sem áburður verk- smiðjunnar verður ódýrari, munu bændur rækta meiri lönd og rækta þau betur. Áburðurinn innlendi á að verða lyftistöng, sem margfaldar af- köst búnaðarins á næstu árum. En til þess að þetta megi verða, verður að leggja megináherzlu á það að selja áburðinn ódýrt innanlands. Sann- gjarnt virðist, að vextir af erlenda gjafafénu verði ekki lagðir í fram- leiðsluna, heldur sé það vaxtalaust lán, sem verksmiðjan endurgreiði á 23

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.