Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1953, Blaðsíða 25

Samvinnan - 01.03.1953, Blaðsíða 25
vissum árafjölda. Raforkuna á verk- smiðjan að fá á „heildsöluverði“ eða svo ódýrt sem unnt er. Allur rekstur verður að vera hagsýnn og einfaldur og svo stjórnskipan. Hér má ekki reisa skrifstofubákn og nefndafargan, sem yrði beinasmiðja handa gæðingum stjórnmálaflokkanna. 8. Jafnhliða áburðarverksmiðjunni rísa hinar miklu rafstöðvar við Sog og Laxá. Bændur sunnanlands og norðan verða að krefjast þess, að raf- magn þaðan verði lagt um allt þétt- býli sveitanna, en að afskekktari jörð- um verði gert kleift að koma upp einkastöðvum, með vatnsafli eða dieselhreyflum. Rafnmagn er svo stór þáttur í lifnaðarháttum og atvinnu- lífi nútímans, að engar vonir standa til, að byggðin viðhaldist eða eflist þar sem það skortir. Rafveitur eru líka frumskilyrði þess, að iðnstöðvar rísi út um sveitir og að öll iðja safn- ist ekki í fjölmenni borganna. 9. ’Eitt meginskilyrði nýtízku bún- aðar er örugg fræðileg aðstoð. Þessi fræðilega aðstoð er örðugri hérlend- is en víðast annarsstaðar, vegna sér- stæðra landshátta og fámennis. Við bændur finnum glöggt, að hér skortir mikið á. Efla þarf búvísind- in á innlendri reynslu. Hér þarf menn, sem selja okkur hagkvæmar ræktun- arvörur og verkfæri. Meðal annars má nefna, að milljóna skaða hafa bænd- ur beðið að undanförnu vegna þess, að gróður af grasfræi, sem fengizt hefur síðustu árin, dejm út á öðru eða þriðja ári. Enn vantar ræktunarsamböndin marga tækni. Það er draumur margra, sem á síðustu árum hafa þurrkað tugi hektara, að fá hið þurra land sléttað á ódj'ran hátt, þannig að sem minnst deyi af hinum staðlæga gróðri, bera síðan tilbúinn áburð á og heyja með vélum. Ef þingi og stjórn er nógu ljóst, að framtíð Islands byggist á notkun og eflingu hinna varanlegu verðmæta í frjómætti jarðar og afli fallvatna, mun á næstu árum hefjast nýtt blómaskeið atvinnulífsins með nýrri tækni. Yztafelli á bóndadaginn 1953. Jón Sigurðsson. Kvikmyndir framtíðarinnar Framh. af bls. S. tíðarinnar og svar þeirra við sjón- varpinu. Einn kunnur kvikmynda- stjóri í Hollywood hefur þegar spáð því, að fyrir lok þessa árs muni 2500 kvikmyndahús í Bandaríkjunum verða byrjuð að sýna „Cinemascope“ myndir, og aðrir taka í sama streng. Það er ekki um að villast, hvert stefn- ir. Hvað gerist? Framh. af bls. 11. STALIN var oft kallaður „Ghengis Khan með síma“. Sú samlíking við hinn forna alvald Asíulanda er að því leyti röng, að völd Stalins hafa án efa verið meiri og vafasamt er, að nokkur mað- ur hafi nokkru sinni ráðið svo miklu yfir svo stóru landssvæði. Hann skildi manna bezt, eftir 29 ára stjórn, að slík völd mundu í hættu, ef um þau væri bar- izt. Hann vildi sýnilega ekki láta endurtaka þá baráttu, sem hann sjálfur háði til að vinna þessi völd. Þess vegna hefur hann verið búinn að ganga frá stöðuveitingum fyrir dauða sinn. En hitt er óreynt, hvort sú skipan helzt til frambúðar, án þess að til einhverra átaka komi. Það mun tíminn leiða í ljós. SVISSNESKU KAUPFÉLÖGIN hafa nú opnað 102 sjálfafgreiðslu- verzlanir, þar á meðal leikfangaverzl- un í Genf. FINNSK KAUPFÉLÖG hafa nú ráðið til sín fjölda sérfræð- inga í sölumennsku og þjónustu verzlana við viðskiptamenn, og er ætlunin að gera kaupfélagsbúðirnar enn vinsælli meðal almennings. Sér- fræðingar þessir dveljast að jafnaði tvær vikur í hverri búð og starfa þá fullan vinnutíma með fólkinu. Elanto í Helsinki hefur 15 slíka sérfræðinga í þjónustu sinni. FINNSKA SAMBANDIÐ S.O.K. hefur í tilefni af 50 ára afmæli sínu 1954 ákveðið að gefa 5.000.000 finnsk mörk (um 350.000 ísl. kr.) til lista og menntamála. Hefur sambandið leitað til háskólans og samtaka vísinda- og listamanna um samvinnu um úthlut- un fjárins. MIKIL DEILA hefur staðið milli bókaútgáfu danskra samvinnumanna (Det Danske Forlag) og bóksala undanfarin ár. Er henni nú lokið á þann hátt, að bók- salar munu selja bækur forlagsins, en þó því aðeins, að þær verði ekki seld- ar í kaupfélagsbúðum innan 5 km. hrings frá hverjum bóksala! BASUTALAND í Afríku hefur nú haft þriggja ára reynslu af samvinnustarfi. Nýlendu- stjórnin gekkst fyrir stofnun fyrstu samvinnufélaganna, aðallega til að skipuleggja ullarsölu og framleiðslu. Neytendafélög hafa hins vegar átt erfiðara uppdráttar í samkeppni við auðugar, erlendar verzlanir. ikið úrval varahluta JJjrá llariéfa r h.J. 25

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.