Samvinnan - 01.03.1953, Blaðsíða 21
urinn 122 krónur og tekur út tilsvar-
andi upphæð í matvörum ýmiskonar,
kaffi, sykri o. fl. hjá kaupfélaginu. —
Sá, sem við kaupmanninn skiptir, fær
einungis 100 krónur fyrir sama fisk-
magn, og sama vörumagn kostar hjá
kaupmanninum 150 kr. 22 aura. Nið-
urstaðan verður því sú, að sá, sem
skipti við kaupmanninn, er kominn
þar í 50 króna 22 aura skuld, en hinn
er skuldlaus.
Verzlunarkostnaður félagsins var
jafnan lítill, enda unnu viðskipta-
menn þess }ons verk kauplaust, svo
sem vöruuppskipun og útskipun fisks
á höfnum.
Til starfsmanna kaupfélagsins var
greitt 3% af andvirði útflutts salt-
fisks. Þeirri upphæð var skipt milli
framkvæmdastjóra, til skrifta og af-
greiðslu á vörurn, svo og lítilsháttar
þóknun til deildafulltrúa.
Fyrstu árin var talið, að stjórnar-
nefnd þriggja manna færi með fram-
kvæmdastjórn félagsins. Var Skúli
Thoroddsen formaður og raunar strax
framkvæmdastjóri, en meðstjórnend-
ur séra Sigurður Stefánsson í Vigur
og Gunnar Halldórsson alþm. í Skála-
vík, síðar Guðmundur Oddsson á
Hafrafelli. Á aðalfundi 13. febr. 1894
var Skúli Thoroddsen kosinn kaupfé-
lagsstjóri, og til vara Jón Guðmunds-
son í Eyrardal. Sinnti Jón í Eyrar-
dal kaupfélagsstjórastarfinu rneðan
Skúli sat á Alþingi þessi árin. — Síð-
ar var Jón Guðmundsson endurskoð-
andi félagsreikninganna, og með hon-
urn Guðmundur Oddsson og Jón Ein-
arsson á Garðsstöðum. Man sá, er
þetta ritar, óljóst eftir því, að Jón í
Eyrardal kom með kaupfélagsreikn-
ingana að Garðsstöðum og sat þar fá-
eina daga. Það mun hafa verið vet-
urinn 1896.
Hér er ekki staður ti! þess að fara
lengra inn á starfssögu Kaupfélags Is-
firðinga hins eldra, enda hef ég ekki
gögn við að styðjast í þeim efnum. —
Upp úr árinu 1897 tóku viðskipti fé-
lagsins að ganga saman og fóru ört
þverrandi úr því.
Stærri verzlanir á Isafirði, einkum
Ásgeirsverzlun, tóku þá að gefa meiri
háttar viðskiptamönnum sínum af-
slátt og ýmsar ívilnanir. Drógusst
ýmsir hinir stærri viðskiptamanna fé-
lagsins þangað. Geta má þess, að einn
af stofnendum félagsins og starfsmað-
ur þess um skeið, Jón Guðmundsson
í Eyrardal, hafði þá stofnað umfangs-
rnikla sveitaverzlun á heimili sínu. —
Og loks setti sjálfur kaupfélagsstjór-
inn, Skúli Thoroddsen, upp verzlun,
að talið var með leyfi kaupfélags-
stjórnarinnar. Jókst verzlun hans
hröðum skrefum, svo að kaupfélagið
hvarf brátt í skugga hennar. Árið
1899 var viðskiptavelta kaupfélags-
ins mjög lítil og ennþá minni næsta ár.
I ársbyrjun 1901 var svo kallaður
saman félagsfundur og mættu þar
deildastjórar og ýmsir aðrir framá-
menn félagsins, en fátt annara. Var
Kaupfélagi Isfirðinga þar formlega
slitið eftir tillögu stjórnar félagsins og
kaupfélagsstjóra. — Eignir þess voru
þá fremur litlar. Hafði það orðið fyrir
allmiklu tapi á fisksölu sinni, að ég
hjrgg, svo að mikill hluti varasjóðsins
gekk til að jafna það. — Lagði þó fé-
lagið all-álitlega upphæð, að þeirrar
tíðar hætti, eða rúmar 1000 krónur, í
sjóð gamalla bátaformanna við Isa-
fjarðardjúp, er það hafði goldið hverj-
um sitt. Var sögu þess þar með lokið.
Ymsir, einkum út í frá, sökuðu
Skúla um afdrif kaupfélagsins. Þær á-
sakanir voru flestar settar fram af
harðske}rttum stjórnmálaandstæðing-
um hans og misstu því að nokkru
marks sjá þeim, er komast vildu að
réttri niðurstöðu í þessu efni. — Ekki
hefði það átt að ríða félaginu að
fullu, þótt Skúli fengi leyfi til að
verzla smávegis, meðan félagið hafði
ekki tök á því að opna eigin sölubúð.
Með góðu lagi hefði vafalaust mátt
jafna þetta á viðunandi hátt, en ekki
virðist nein alúð hafi verið lögð við
það, hvorki af félagsmönnum né
kaupfélagsstjóra.
Skúli Thoroddsen var jafnan gunn-
reifur baráttumaður, unnandi frelsis
og réttlætis, svo að beztu kostir hans
séu taldir. Hann var vel fallinn til að
fylkja mönnum til sóknar gegn rang-
sleitni og ójöfnuði. — Hann var enn-
fremur slyngur fjármálamaður. — En
hann virðist ekki hafa haft (nema
máske fyrstu árin) áhuga fyrir skipu-
legum samvinnufélagsskap né félags-
legum atvinnurekstri yfirleitt. —
Hann komst líka brátt í stjórnmála-
andstöðu við aðalforvígismenn kaup-
félagsskaparins, raunar af óskyldum
ástæðum, en það fjarlægði hann
samvinnuhreyfingunni. — Það kom
líka fram í stjórnmálastarfi Skúla, að
hann var ntiður fær um að halda ó-
líkum mönnum saman í flokki. Hug-
ur hans var víst ávallt bundinn við
stjórnmál og blaðanrennsku. Hann
þurfti líka miklar tekjur að þeirrar
tíðar hætti til að standa straum af
fjölmennu heimili. Og þegar þær tekj-
ur voru auðfengnari með eigin verzl-
un en forstöðu félags sundurleitra
rnanna, þá var auðsætt að taka þann
kostinn. Við þetta bættist svo að
hann tók um þessar rnundir að hyggja
á brottflutning og var raunar fluttur
til Bessastaða um það er félaginu var
slitið.
Af þessum sökum missti Skúli sjón-
ar á forystuhlutverki sínu í kaupfé-
lagsmálunum, strax og nokkuð á
móti blés. Það varður heldur ekki
séð, að hann hafi viljað fá annan
mann til þess að taka að sér forystu
kaupfélagsins.
Ekkert af þessu myndi þó hafa otk-
að að granda kaupfélaginu, ef nógu
margir félagsmenn (eða jafnvel þótt
þeir hefðu aðeins verið fáir) hefðu
náð að tileinka sér þau sannindi, að
með stofnun kaupfélagsins var ekki
eingöngu verið að efna til samtaka í
því skyni að lækka vöruverðið og að
ná ofurlítið hærra verði fyrir saltfisk-
inn, heldur að mynda traustan fé-
lagsskap, sem vera skyldi fjárhagsleg-
ur og jafnframt menningarlegur
grundvöllur þeirra í framtíðinni.
Þá hefði ekki verið tekið í mál að
leggja félagið niður þótt Skúli Thor-
oddsen eða annars mikils háttar mað-
ur kysi að láta af forstöðu þess, held-
ur að ráða tafarlaust mann í hans
stað og vanda sem bezt til vals á
þeint manni. Þessa hugsunarháttar
varð alls ekki vart meðal félagsmanna,
að minnsta kosti Iét hann ekki á sér
bæra.
Nokkrir meðal helztu stofnenda fé-
lagsins voru þá látnir, og ýmsir með-
al þeirra, er betur máttu sfn, voru að
gerast sveitakaupmenn og sóttu eftir
verzlunarleyfi í því skjmi að fást við
blautfiskskaup. Um Jón í Eyrardal,
sem þótti þá hafa einna mest verzl-
unarvit af félagsmönnum, er áður get-
ið. — Kaupfélagið var í huga félags-
manna sem hjálpartæki, meðan hent-
ugt þótti, til að afla sér ódýrari lífs-
nauðsynja en völ var á hjá kaup-
mönnum. Það var frekar skoðað sem
21