Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1953, Blaðsíða 9

Samvinnan - 01.03.1953, Blaðsíða 9
H L O Hann fæddist nótt eina á gormán- uði. Um morguninn, þegar Uni bóndi kom í fjósið, lá hann í flórnum, brölt- andi í mykjunni, snörlandi og eymd- arlegur. Móðir hans tvísteig í básn- um, rykkti í hlekkjafestina og linnti ekki á hljóðunum. Uni bóndi tók í eyrun á kálfinum, rannsakaði kynjun hans og dró hann til móðurinnar. Hún fagnaði honum, sleikti hann með hrjúfri tungunni, hnussaði við óhreinindunum, lygndi aftur augunum og nauðaði ánægju- lega. Uni bóndi gaf kúnum morgun- skattinn. Hann var snar í snúning- ingum, smár vexti, veimiltítulegur, ekki talinn kvensterkur. En verklag- inn var hann og ýmislegt annað vel gefið, frár á fæti, orðlagður léttleika- maður og mundi hafa sómt sér í landskeppni hvar sem var í íþrótta- heiminum; — vissi enda mætavel, Ð U K Á hvert mikilmenni hann var í fötun- um. Allir hlaupagikkir voru átrún- aðargoð hans og eftirlæti. Aflraunir taldi hann aftur á móti ógöfugar, gætu varla talizt til íþrótta, — kjöt- þykkir kraftamenn væru venjulega afmánar dúdemi, er kýldu vömbina og þendu sig, eins og geðillar kapal- drógar, sem sprengdu gjarðir og veltu af sér reiðingum. Uni bóndi var óvenjulega létt- brýndur, þegar hann kom í eldhúsið að drekka morgunkaffið. Það er ekki á hverjum degi, að kotkarlinn eign- ast dumbrauðan bolakálf með hvíta mánasigð í krúnunni. Og þá spillir Smásaga eftir Sigurjón frá Þorgeirsstöðum FUR það ekki hátíðleik slíkra viðburða, ef móðirin er kyngóð úlfaldaskepna, sem er svo fræg fyrir nythæð og smjörgæði, að bóklærðir búskussar hafa skrifað langlokur um hana í Frey eða Búnaðarritið. Uni bóndi var sannarlega á bux- unum sínum þennan gormánaðar- morgunn. Meðan hann drakk lút- sterkan molasopann, lét hann dæluna ganga, hlóð hátimbraðar skýjaborg- ir, ræddi um búrekstur og kynbætur. Mátti_ á öllu marka, að í þeim efn- um trúði hann á köllun sína til mik- illa hlutverka. Enda sannaði sögu- þekking hans, að ofurmennin koma oftast úr kofaskriflum og dreifbýli. Hann sjálfur var svo sem ekki neinn oddvitadurtur eða sóknamefndar- dindill, en ekki var óhugsandi, að það ætti eftir að koma í dagskímuna, að úr fjósholunni hans kæmi guðdómleg- asta þarfanautið, sem þjónustað hefði beljutusku á Islandi. 9

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.