Samvinnan - 01.03.1953, Blaðsíða 8
Sumar hinar nýju tegundir kvikmynda krefjast þess, aÖ áhorfendur noti lituð gleraugu til að sjá
myndirnar rétt. Myndin sýnir, hvernig umhorfs er i kvikmyndasal, þar sem slik mynd er sýnd.
Myndirnar eru sýndar á bogamynd-
uðu tjaldi, sem er hvorki meira né
minna en 17 metra langt og 8 metra
hátt. Getur því áhorfandinn snúið
höfðinu til hægri og vinstri, og blasir
myndin hvarvetna við honum, rétt
eins og hann sæti á fremsta bekk í
stóru leikhúsi. Þegar horft er á venju-
lega kvikmynd, nær hún aðeins yfir
10—15 gráðu sjónvídd, og er þetta
mjög lítið, þegar þess er gætt, að eðli-
leg sjónvídd nrannsaugans er 165
gráður. „Cinerama“ nær hins vegar
yfir 146 gráðu sjónvídd, eða næstum
eins vítt og mannsaugað sér. Við
þessa breytingu verða áhrifin þau, að
áhorfandanum finnst hann ekki sitja
og horfa á mynd framundan sér,
heldur sér hann viðburði kvikmynd-
arinnar gerast allt í kringum sig. Auk
þess eru nú hátalarar víðs vegar um
sýningarsalinn og koma hljóðin úr
ýmsum áttum, eftir því hvar á mynd-
inni sá er staddur, sem talar hverju
sinni.
„Cinerama“ kvikmyndir eru tekn-
ar með nýrri aðferð. Eru notaðar þrjár
linsur á kvikmyndavélinni og snúa
þær í mismunandi áttir, þannig að
fram koma þrjár myndir samtímis.
Eru þær síðan skildar í sundur, og
framkallaðar allar samtímis, í þrem
mismunandi kvikmyndavélum, þegar
myndin er sýnd. (Sjá mynd).
Áhrif þessara mynda eru svo eðli-
leg, að áhorfandinn ósjálfrátt beygir
höfuðið, ef myndin er tekin úr bát,
sem siglir undir brú, og ennað er eft-
ir því. Hljóðin koma úr öllum áttum,
stundum til hliðar eða jafnvel fyrir
aftan áhorfendur, og myndin er ekki
flöt, heldur „djúp“ eins og veruleik-
inn.
Uppfinningamaðurinn, sem fyrstur
gerði „Cinerama“ kvikmyndir, heitir
Fred Waller, og gerði hann uppfinn-
ingu sína á styrjaldarárunum til þess
að leysa þann vanda, að gefa flug-
vélaskj^ttum tækifæri til æfinga við
eðlilegar aðstæður. Ekki er þó talið,
að þessi merkilega uppfinning geti
rutt venjulegum kvikmyndum úr
vegi, þar sem uppsetning tækjanna
(þrjár sjmingarvélar í hverju húsi) er
mjög dýr og mannahald við sýning-
ar mjög mikið.
Þegar hreyfing komst á þessi mál
og ljóst varð, að almenningur hafði
mikinn áhuga á þessurn nýjungum í
kvikmyndagerð, hófst kapphlaup
milli kvikmjmdafélaganna á þessu
sviði. Fyrst kom fram svokölluð
„Natural Vision“ gerð af kvikmynd-
um, þar sem áhorfendur þurftu að
vera með sérstök gleraugu (sjá
mynd). Síðan kom „Cinemascope“,
þar sem ekki er þörf gleraugna, og
virðist sú aðferð hafa hvað mesta
framtíðarmöguleika. Er aðeins notuð
ein sýningarvél, en sýnt á tjaldi, sem
er 21/9 sinnurn stærra en við hinar
gömlu kvikm^mdasjmingar. Mun Fox
kvikmyndafélagið hefja upptöku
slíkra mynda í stórum stíl næsta
haust, en Paramount byrjar upptöku
á sínum myndum með sérstakri að-
ferð, sem það kallar „Paravision“. Þá
eru mörg fleiri félög að láta gera
kvikmyndir með „Natural Vision“ að-
ferðinni.
Vafalaust getur einhver uppfinn-
ingamaðurinn enn fullkomnað þessar
nýju kviknvndaaðferðir á næstu ár-
um og gert þær bæði betri og viðráð-
anlegri. Hitt virðist augljóst, að þess-
ar nýjungar boði kvikmyndir frarn-
Dísarfell hleypur af stokkunum
Nýlt kaupskip, „Dísarfell", sem er eign Sambands íslenzkra samvinnufélaga,
hljóp af stokkunum í Hardinxvelt í Hollandi 5. fcbiúar, og sýnir mvndin
skipið skömmu eftir að það var komið á flot. „DísarfeH‘‘, sem er um 900
þungalestir, hefur Hcimahöfn í horlákshöfn, og er væntanlegt hingað til
lands í maímánuði í vor.
8