Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1953, Blaðsíða 12

Samvinnan - 01.03.1953, Blaðsíða 12
Um hafnleysi á Hellisandi — og sjálfsafgreiðslubúðir í Svíþjóð Rætt við ungan kaupfélagsstjóra. KaupfélagshúsiÖ á Hellissandi. Óvíða á landinu munu aðstæður til útróðra vera betri en á Hellisssandi á Snæfellsnesi. Samt hefur fólki þar haldur farið fækkandi og hinir tæp- lega fjögur hundruð íbúar byggja af- komu sína nær eingöngu á tveim þil- farsbátum, 3—4 trillum og einu frystihúsi. Stafar það fyrst og fremst af slæmum hafnarskilyrðum, að ekki er miklu meiri útgerð frá þessum stað, og er því von, að menn þar horfi vonaraugum á hina nýju landshöfn, sem verið er að gera hjá Rifi, rétt fyrir innan Sand. Er full ástæða til að vænta þess, að útgerð muni stór- vaxa og atvinnu- líf eflast, þegar höfnin verður til- búin. Frá þessu skýr- ir Matthías Pét- ursson, hinn ungi kaupfélagsstjóri á Hellissandi, en Matthias Pétursson, hann tok Vlð haupféiagsstjóri á Hell- starfi þar síðast- issandi. liðið sumar. Hafði Matthías þá ný- lega lokið námi við framhaldsdeild Samvinnuskólans, en að því loknu farið á vegum skólans til Svíþjóðar og starfað hjá kaupfélögum þar, auk þess sem hann sótti námskeið á menntasetri sænskra samvinnumanna, Vár Gárd. Matthías er ættaður úr Arnes- hreppi á Ströndum, sonur Péturs Friðrikssonar, er lengi var bóndi í Skjaldbjarnarvík, nyrzta bæ í Strandasýslu, og konu hans, Sigríð- ar Jónsdóttur. Var Matthías um tveggja ára skeið við nám í Reyk- holtsskóla, en stundaði eftir það margvísleg störf, síldarvinnu á Siglu- firði og í Djúpuvík á sumrin og ýmsa vinnu heima við um vetur. Árið 1949 kom hann til Reykjavíkur og settist í Samvinnuskólann. Var hann þar tvö ár (áður en skólanum var breytt í eins árs skóla), og var síðan valinn í hina fámennu framhaldsdeild skól- ans. Veitti Sambandið honum loks ásamt einum öðrum nemanda styrk og fyrirgreiðslu til námsdvalar í Sví-- þjóð, eins og ætlunin er að gera fyr- ir nokkra nemendur á ári hverju í framtíðinni. Matthías tók við Kaupfélagi Hell- issands á tvítugsafmæli þess, en það var stofnað 1932. Eru félagsmenn um sjötíu talsins, sem er hátt miðað við íbúatölu félagssvæðisins. Auk félags- ins er á Hellissandi einn kaupmaður og pöntunarfélag, sem starfsmenn frystihússins hafa haldið uppi. Frá Hellissandi er aðeins fimm mínútna akstur til hinnar nýju lands- hafnar. Þar er nú þegar búið að steypa hið nauðsynlegasta af garði, en eftir er að dæla sandi upp úr höfninni, og verður það væntanlega gert í sumar, þannig að útræði þaðan geti hafizt í haust. Verður að því mikil bót. Frá höfninni er aðeins hálftíma róður á góð mið og er það algengt, að sjó- menn leggi lóðir og komi síðan í land í stað þess að bíða á miðunum, unz þeirra er vitjað aftur. HEFUR ÁHUGA Á SJÁLFSAFGREIÐSLUBÚÐUM. I Svíþjóðarför sinni kynnti Matt- hías sér margar þeirra nýjunga í ið á síðustu árum, og starfaði meðal annars í einni hinna mörgu sjálfsaf- greiðslubúða sænsku samvinnufélag- anna. Var sú í Rásunda, skammt ut- an við Stokkhólm. „Ég álít það alveg ófyrirgefanlegt, að ekki skuli vera búið að koma upp sjálfsafgreiðslubúð í Reykjavík, þar sem aðstaðan til slíkrar tilraunar er að sjálfsögðu bezt,“ segir Matthías. „I Svíþjóð eru nú varla innréttaðar mat- vöruverzlanir á annan hátt, og leika Svíar sér að því að loka matvörubúð- um örskamman tíma og opna þær aft- ur sem sjálfsafgreiðslubúðir. Innrétt- ing er sízt dýrari en með gamla lag- inu, en þó þarf beldur meira gólfrúm en í eldri búðum til að sjálfsafgreiðsla fari vel. Þó er allur þorri hinna nýju sjálfsafgreiðslubúða erlendis ekki mikið stærri en matvöruverzlanir eru hér á landi. Það er að vísu takmarkað, hvaða vörur er hægt að selja í hinum nýju smásöluverzlunum, og ná þær ekki al- mennt til annars en matvöru, enda njóta kostir þeirra sín bezt þar. Þó er verið að taka upp sjálfsafgreiðslu í fleiri og fleiri greinum og virðist ganga vel. Og víst er það, að fólkið kann mjög vel við hina nýju verzl- unaraðferð.“ Enda þótt Matthías hafi varla að- stoðu til þess á Hellissandi að riða á vaðið með slíkar nj'Jungar í skipan verzlana, verða vonandi aðrir til þess fyrr en varir. En full ástæða er til að ætla, að sjálfsafgreiðslubúðir muni reynast jafn vel hér á landi og þær bafa reynzt í nágrannalöndum okkar. 12

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.