Samvinnan - 01.03.1953, Blaðsíða 18
Ágrip af sögu verzlunar-
samtaka við ísafjarðardjúp
Eftir Kristján Jónsson frá Garðsstöðum
Ekki verður með vissu sagt, hvenær
fyrst vaknaði hreyfing í þessu héraði
um félagslegar umbætur á verzlunar-
högunum, en skyldar hræringar hafa
vaknað hér snemma. Birtust þær fyrst
í samtökum þilskipaeigenda um
ábyrgðarsjóð fiskiskipa. — Þó varð
vart verzlunarsamtaka við Isafjarð-
ardjúp þegar um miðja síðastliðna
öld. Eflaust hafa ritgerðir Jóns Sig-
urðssonar í Nýjum félagsritum kynt
undir þá hreyfingu. Verzlúnarfélög
þau, sem spruttu upp í Þingeyjarsýslu,
er um getur í hinni fróðlegu bók Arn-
órs Sigurjónssonar, „íslenzk sam-
vinnufé'lög hundrað ára“, hafa varla
verið kunn hér vestra á þeim árum.
Litlu fyrir 1850 hafði Ásgeir Ás-
geirsson frá Rauðamýri tekið skip-
stjórapróf í Danmörku. Eignaðist
hann síðar þilskip, talsvert stærra en
hákarlajagtirnar gömlu. Skip þetta
notaði hann til millilandaferða, flutti
út fisk og Iýsi að haustinu, en kom
að aflíðandi vetri með erlendar vörur,
aðallega matvörur. Gögn munu fyrir
bví, að Ásgeir hafi fyrst flutt pöntun-
arvörur fyrir ýmsa bændur við Isa-
fjarðardjúp og jafnframt flutt út af-
urðir þeirra, aðallega fisk og hákarla-
lýsi.
Hugmyndin var þá að stofna
til verzlunarfélags. Sá félagsskapur
komst að vísu aldrei á laggirnar og
munu mörg atvik hafa hamlað þar á
móti. Hugmyndir manna um verzlun-
arfélög voru þá í þoku og þroski al-
mennings til þátttöku í slíkum félags-
skap vitanlega ekki á marga fiska. Og
raunar má segja, að verið sé að glíma
við þann draug enn í dag, og hefir sú
glíma staðið yfir síðan kaupfélög risu
á legg hér á landi.
Ásgeir mun og ekki hafa verið til
þess fallinn að gerast forystumaður
slíks félagsskapar. Hann skorti ýmis-
legt, sem nauðsynlegt telst til að
standa fyrir verzlunarfyrirtæki með
mörgum, ólíkum mönnum innan sinna
vébanda, þótt hann væri atorkumik-
,11 og reyndist síðan mjög dugandi
kaupmaður.
En úr þessum kaupferðum hans reis
síðan verzlun Á. Ásgeirssonar 1852,
sem varð um mannsaldurs skeið eitt
umsvifamesta verzlunar- og útgerðar-
fyrirtæki vestan lands — og þótt víð-
ar væri leitað. Verzlunin var að vísu
eign innlendra manna, en aðaleigend-
urnir voru jafnan búsettir í Kaup-
mannahöfn, svo að arður verzlunar-
innar og að lokum söluverð hennar
mestallt gekk úr greipum landsins.
Hins vegar átti Ásgeirsverzlun allra
fyrirtækja mestan þátt í atvinnu-
rekstri á Isafirði og í þessu héraði yf-
irlejtt. En það er önnur saga, sem
ekki verður rakin hér.
Næstu áratugina verður ekki vart
verzlunarsamtaka hér við Djúp. Þó er
talið, að séra Þorsteinn Böðvarsson í
Vatnsfirði hafi einatt gert samning við
kaupmenn á ísafirði fyrir sig og ýmsa
bændur við ísafjarðardjúp. Hafi þeir
á þann hátt náð mun betri kaupum
en aðrir viðskiptamenn þessara verzl-
ana áttu þá við að búa. — Þetta mun
hafa verið á árunum 1860—70.
Um og nokkuru fyrir 1880 höfðu
ýmsir Djúpbændur verzlunarsamtök
með sér (má vera, að kaupstaðarbúar
hafi einnig nokkrir verið þar með).
Pöntuðu þeir nauðsynjavörur og
skiptu með sér. Þessir menn létu
byggja litla timburhúsið við Hafnar-
stræti, þar sem vörubílastöðin hefur
nú aðsetur. Kaupfélag Isfirðinga
(eldra) eignaðist síðar hús þetta og
stækkaði víst eitthvað og notaði fyr-
ir vörugeymslu. Þessi samtök, sem
aldrei var neinn fastbundinn félags-
skapur, voru nefnd „Pöntunin“
svona manna á milli. Samtök þessi
liðuðust brátt sundur. Kenna kunn-
ugir menn því um, að kaupmenn hafi
tekið að gefa hinum stærri pöntun-
armönnum launprísa, og dregið þá þar
með frá pöntunarfélagsskapnum.
Magnús Olafsson prentsmiðjustjóri
man frá bernsku sinni eftir samtök-
um þessum. Telur hann, að umrædd
pöntunarsamtök hafi átt húsið, sem
hér hefur verið nefnt, og að líkindum
látið byggja það. Að öðru leyti eru
samtök þessi gleymd.
En hér skal nú í stuttu máli get-
ið þeirra kaupfélaga og verzlunar-
samtaka, sem starfað hafa í Norður-
Isafjarðarsýslu og ísafjarðarbæ áður
en núverandi Kaupfélag ísfirðinga
kom til sögunnar.
Kaupfélag Isfirðinga, hið eldra.
Skömmu eftir að Skúli Thoroddsen
gerðist sýslumaður ísfirðinga 1884,
skapast hreyfing fyrir stofnun kaup-
félags. Efldist sú hreyfing hægt en
ákveðið, vafalaust fyrst og fremst
fyrir öflugan áróður Skúla og nán-
ustu fylgismanna hans. Telja má og
víst, að stofnun Kaupfélags Þingey-
ínga og hin merkilega félagslega
vakning, sem brátt varð kunn af
blöðum og viðræðum áhugamanna
um þessi efni, hafi átt afdrifamikinn
þátt í fæðingu kaupfélagsins.
Stjórnmálaskoðanir Skúla og sam-
hyggjenda hans munu þó hafa verið
ið aðalafltaug félagsstofnunarinnar.
Danskri verzlun og hálfdanskri bar
fyrst og fremst að hnekkja, bægja
burt kúgun, en skapa alþýðu réttlát
viðskiptakjör; kenna mönnum að
treysta sjálfum sér og félagsskap sín-
um, jafnt í verzlunarmálum sem hin-
um stjórnarfarslegu.
Eru þetta raunar meðal hornsteina
samvinnufélagsskaparins enn í dag.
Kaupfélag Isfirðinga var í pöntunar-
félagsformi, eins og önnur kaupfélög
á þeim árum. Það var raunar nokk-
urskonar stórsöluverzlun félagsmann-
anna. Deildir voru ein og tvær í
hreppi hverjum á félagssvæðinu og
jafnan tvær á ísafirði. — Deildar-
stjórar söfnuðu vörupöntunum hver
á sínu svæði, oftast nokkru eftir ára-
mót, og jafnframt lofaði félagsmað-
urinn ákveðnu magni af gjaldej'ris-
vöru, jafnan fullverkuðum saltfiski,
sem ætlað var að nægði fyrir vöru-
pöntun hans. Útvegsbændur víðsveg-
ar við Djúp og í norðurhreppunum
18