Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1953, Blaðsíða 29

Samvinnan - 01.03.1953, Blaðsíða 29
S^/-frakkar með WELLINGTON sniði (t.v.) og RAGLAN sniði (t.h.) Fyrirliggjandi GEFJUN - IÐUNN Kirkjustræti - Reykjavík í húsið, sá hann að hún var fegurri en hann hafði gert sér ljóst áður, þrátt fyrir grátinn og aurug föt hennar. Hann fann í henni einhvern ljóma, sem hann hafði ekki séð í öðr- um konum. Hann vakti eina þjónustustúlkuna og lét færa Helenu súpu og ávexti. Það var búið um hana í herbergi, sem var langt frá svefnherbergi hans sjálfs. Hún sagði ekki neitt, nema hvað hún svaraði já og nei við spurningum hans um það, hvað hún vildi borða. Það var eitthvað óvana- legt við hana. Hún var eins og villtur fugl, sem hefur ver- ið settur í búr innanhúss. Um morguninn vakti ein af þjónustustúlkunum Ogden til að segja honum, að unga konan væri mjög mikið veik, og virtist ekki vita, hvar hún væri. Þetta var upphaf af löngum veikindum hennar, sem urðu til þess, að Ogden frestaði brottför sinni til Ameríku. Læknar stunduðu hana og vissu lengi vel ekki, hvort hún mundi lifa eða deyja. Það var sérkennilegt við þessa atburði, að enginn mað- ur á allri Rivieraströndinni virtist sakna konunnar. Það bárust engar tilkynningar um hvarf hennar til lögregl- unnar, og Ogden neyddist til að fá leynilögreglumenn til að rannsaka málið, þegar læknarnir heimtuðu að vita nafn sjúklingsins. Eftir þrjá daga færðu lögreglumenn- irnir honum þær upplýsingar, að konan væri austurrísk, héti frú Múller og hefði búið á litlu gistihúsi í Monte Carlo. Konan, sem átti gistihúsið, hafði ekki haft áhyggj- ur af hvarfi hennar, þar sem hún hafði tilkynnt, að hún mundi verða burtu í nokkra daga, og auk þess skilið eftir farangur sinn. Vegabréf hennar fannst í farangrinum, og Ogden lét flytja eigur hennar allar yfir í hús sitt. Flestir hefðu sent stúlkuna á sjúkrahús eða hressing- arhæli, en Ogden hafði yndi af ævintýrum og hann vildi lifa á sem óvenjulegastan hátt, svo að hann hafði hana kyrra í húsi sínu. Henni hefur sjálfsagt skilizt nægilega fljótt, að hún hafði ekkert að óttast af hans hendi. Hann sagði henni, hver hann væri. Hann útskýrði einnig fyrir henni, hversu ríkur hann væri, að hann gæti ekki eytt tekjum sínum öllum, og hún þyrfti því ekki að óttast kostnað. Það kom honum á óvart að heyra, að hún væri sjálf vel efnum búin, og hún bað hann að halda saman kostnaði, sem hann yrði fyrir hennar vegna, svo að hún gæti endurgreitt honum. En fyrst í stað sagði hún ekkert um það, hvers vegna hún hefði legið grátandi í urð við vegarbrún um miðja nótt. Hún hresstist smám saman, þrátt fyrir það, að hún virtist ekki hafa neina löngun til að lifa. Henni virtist standa á sama um allt og alla. Jafnvel er þau voru að tala saman kom það fyrir, að hún virtist hverfa ofan í djúp gleymskunnar. Ogden varð smám saman ástfanginn af henni, þar sem hún sat veikburða á svölunum við strönd Miðjarðarhafs- ins og virtist dáleidd af því að stara of lengi í augu dauð- ans. Hann varð ekki ástfanginn í henni á venjulegan hátt, eins og ég eða þú eða elskhugi hennar í Bad Múnster, heldur fylltist hann djúpri lotningu, sem átti helzt skylt við aðdáun á gömlu listaverki. Hún var í augum hans dýrmæt eign, sem varð að fara vel með. 29

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.