Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1953, Blaðsíða 7

Samvinnan - 01.03.1953, Blaðsíða 7
Kvikmyndir framtíða rinnar Sjónvarpið dregur fólkið frá kvikmyndahúsum, sem svara með nýrri og gerbreyttri sýningartækni. Kvikmyndirnar eiga nú mjög í vök að verjast í þeim löndum, þar sem sjónvarp hefur náð almennri út- breiðslu. Þar vill fólk frekar sitja í hægindastólum heima í stofu og horfa á myndir sér til skemmtunar en sækja kvikmyndahús, þar sem greiða þarf inngangseyri fyrir að sitja í misjafn- lega þægilegum stólum í þéttri þvögu og sjá eina eða tvær kvikmyndir. Að- sókn að kvikmyndahúsunum hefur eðlilega minnkað verulega. En nú virðast kvikmyndirnar ætla að koma með krók á móti bragði. Merkar nýjungar í kvikmyndagerð hafa komið fram á sjónarsviðið og vakið athjrgli almennings, og bendir allt til þess, að framundan sé stór- breyting ef ekki bylting í kvik- myndagerð. Venjulegar kvikmyndir eru „flat- ar“ — aðeins myndir á vegg, enda þótt þær hreyfist. Lengi hefur verið reynt að gera kvikmyndir, sem hefðu „þriðju víddina“, — það er að segja dýpt. Hefur það verið augljóst mál, að næðist slík dýpt í kvikmyndirn- ar, mundu þær gerbreytast og verða stórum mun eðlilegri en áður. Það er langt síðan byrjað var að vinna að tilraunum í þessum efnum, og munu bæði amerískir, rússneskir og brezkir vísindamenn hafa glímt við þetta vandamál. Er langt síðan þeim tókst að leysa þrautina, en þó aðeins með þeirn annmörkum, að áhorfendur þurftu að hafa sérstök gleraugu til þess að sjá hinar óvenju- legu kvikmyndir. En nú nýlega hefur tekizt að komast hjá þessum ann- marka, og eru byrjaðar sýningar á „Cinerama“ myndum í kvikmynda- húsum við Broadway í New York. Hafa þær vakið gífurlega athygli og eru aðgöngumiðar pantaðir langt fram í tímann. Hefur þetta ekki far- ið framhjá stjórnendum kvikmynda- félaganna í Holjywood, sem nú kepp- ast við að tilkynna áform sín um hinar nýju „þrívíðu“ kvikmyndir. Norski blaðamaðurinn Gunnar Leistikow lýsir hinum nýju „Cine- rama“ kvikmyndum svo, að áhorf- andanum finnist hann sitja inni í miðri myndinni. Ef kvikmyndin væri tekin í bát á siglingu, væri myndin þannig, að áhorfandanum fyndust fjöll hverfa til beggja handa, rétt eins og hann sæti í bát á slíkri ferð. Ef myndin væri ekki óeðlilega stór og htirnir fagrir og sterkir gerfilitir, væri blekkingin fullkomin. Ennþá hafa „Cinerama“ kvik- myndir ekki verið gerðar af samhang- andi sögum eða slíku efni, heldur eru þær aðeins ferðamyndir og landslags. 7

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.