Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1953, Side 4

Samvinnan - 01.08.1953, Side 4
í Arnasafni Hver síða hennar býr yfir leyndar- dómum og leiðir okkur inn á ókunna stigu íslenzkrar menningarsögu Eftir BJÖRN T H. BJÖRNSSON, listfræðing „A einum stað sjáum við deyjandi konu i rúmi . . . sáilin stígur i liki barns uj)j) um munn kon- unnar.“ Fátt veit ég tendra hugann meir en að komast á einmæli við forna muni; sitja í hliðskjálf tímans, sjá aldir og ókunna menn ganga fram í skarti sínu og tötrum, sjá djásn þeirra, snilld og erfiði. Mest er þó vert, þegar tekst að særa til máls við sig löngu horfinn rnann cg finna í nálægð sér andrúm þess lífs, sem hann lifði. Þá er oft erf- itt að spyrja og þó hálfu þyngra að greiða þau myrku svör, sem gefast. Hann segir sjaldnast til nafns, en samt má kynnast honum og eignast að góð- um vini. Þeir, sem lagt hafa stund á íslenzkar minjar, eiga margan slíkan vin. I Þjóðminjasafni okkar, í Arna- safni og öðrurn stöðum, þar sem ís- lenzk saga lifir tærust, eiga þeir sitt heima. Þar má finna þá á hljóðlátum stundum. Það er einn slíkur maður, sem mig Iangar að kynna lesendum lítillega, og verða þeir að afsaka þann ljóð á hátt- vísi, að ég skuli ekki kynna hann með nafni. Hann hefur enn ekki sagt til sín og mun ef til vill aldrei gera það. En handaverkin, sem hann hefur skil- ið eftir sig, segja okkur þúsundfalt meir en nokkurt nafn. Maður þessi hefur verið á bezta skeiði áratugina eftir 1400, og það hníga að því nokkrar stoðir, að hann hafi verið munkur, ekki ósennilega að Helgafelli. Hann hefur verið einn frá- bærasti teiknari Islands á sínum tíma, og honum hefur legið á herðum hinn margvíslegasti vandi til hagleiks og lista, eins og þá var títt. Þjóðfélagið var of smátt og dreift til þess að menn gætu helgað sig ákveðnum starfa, — listamaðurinn varð ð gera allt jöfn- um höndum, skera líkneskjur í kirkj- ur, mála altarisbríkur, lýsa handrit, smíða silfurdjásn konum og klerkum, krossa og fjöldamargt annað, er að listfengi laut. Hann varð að gera sér litina sjálfur, og allt hið flókna kerfi kaþólskra helgisagna og táknfræði varð að vera honum nærtækt og ljóst. Þar mátti ekki hnjóta um smæsta stein. Þá var ekki pappír til að krota á uppdrætti, ekki blýantur í vasa. Ef hann þurfti að gera uppdrætti, varð Þessi gamla mynd af I.úbeck minnir mjög ti staðhcetti i myndinni af heilögum Gcorg á ncestu siðu. hann að teikna með fjöður á dýrmætt skinn, og þar varð engu breytt. Þótt ckkur sé ómetanlegs virði að eiga verkin sjálf, eru frumdrættir þeirra okkur jafnvel enn meira virði. Þar stendur listamaðurinn sjálfur andspænis okkur og hefur ekki brugð- ið yfir sig neinum hátíðahjúpi, þar getum við skyggnzt inn í hugrenn- ingar hans og séð margt það, sem hann hefði ef til vill ekki viljað sýna neinum. Þar getum við hlegið með honum á góðum stundum og orðið þátttakendur í striti hans. Víðsvegar um álfuna eru til slitur af slíkum uppdráttarbókum miðalda, en því miður slitur ein. Þó vill svo skemmtilega til, að okkur íslending- um hefur geymzt ein slík bók, nærri óskemmd, og það er höfundur henn- ar, sem ég minntist á áðan. Sum handrita okkar eru þannig, að það má rekja sögu þeirra til síns upp- h.afs, en þessi litla bók kemur beint út úr þoku aldanna — í blessaðar hend- urnar á Arna Magnússyni. A miða, sem hann hefur lagt inn í bókina, hef- ur hann skrifað þetta: „Komin til mín frá sr. Þórði Oddssyni á Völlum í Svarfadak enn hann feck af Sr. Þór- arni í Stærra ar skoge. Sr. Þórarinn af Illuga Jonssjmi fra Elrðum, enn Tlluge af Vestfjörðum ein hvers stað- ar, hvadan hellst vita menn eigi, enn Illuge er dauður.“ Framan við upp- dráttarbókina var bundið kver með siðfræðilegum mjmdum, svonefndur Physiologus, og vantaði þar blað eða 4

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.