Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1953, Page 7

Samvinnan - 01.08.1953, Page 7
Þessi myncl frd Frankfurt gefur góða hugmynd uin viðreisn Vestur-Þýikalands, og sýnir liið nýja risa við hlið þess gamla, sem eltki var eyðilagt i heimsstyrjöldinni. Einn undursamlegasti, en um leið sorglegasti kaflinn í þróunarsögu sam- vinnustefnunnar er sá, sem gerzt hef- ur í Þýzkalandi. Eins og margar aðrar félagsmálahreyfingar, sem ris- ið hafa í Norðurálfu síðustu mannsaldra, festi samvinnuhugsjónin snemma rætur með Þjóðverjum, enda þótt þróun hennar fyrstu árin væri allólík því, sem gerðist á sama tíma, t. d. í Bretlandi. Aratug eftir áratug blómgaðist samvinnustarfið í Þýzka- landi, unz árið 1932 að 3,6 milljón- ir manna höfðu skipað sér undir merki samvinnufélaganna, er voru 1208 talsins, áttu yfir 13.000 verzlanir, margvíslegan iðnað og höfðu um 60.000 starfsmenn. En þá dundu ósköpin yfir í mynd naúsmans. Að vísu höfðu samvinnu- menn orðið fyrir margvíslegum árás- um nazista fyrr og þeir jafnvel ráð- ÞÝZK SAMVINNA RÍS ÚR RÚSTUM izt inn í verzlanir með ofbeldi, brot- ið þar og skemmt. En eftir valda- töku Hitlers og flokks hans vissu samvinnumenn, hvaða örlög biðu þeirra, því að nazistar voru yfirlýst- ir og ógrímuklæddir andstæðingar samvinnustefnunnar. Þeir nutu stuðn- ings kaupmanna og peningamanna margra og fóru ekki dult með það, að undir þeirra stjórn mundi sam- vinnan ekki eiga sjö dagana sæla. Aður en nazistar komu til valda, höfðu stormsveítir þeirra þegar gert stórfellt tjón með árásum á verzlan- ir og mannvirki samvinnumanna. Þegar þeir réðu lögum og lofum í landinu, og hinar sömu stormsveitir fóru um landið í nafni yfirvaldanna, réðust þær inn á skrifstofur sam- vinnusambandsins og margra stærstu kaupfélaganna. Ýmsir af fremstu leið- togum samvinnumanna voru fluttir á brott og fangelsaðir, og er Adam Remmle þeirra kunnastur. Tóku nú nazistar sjálfir við stjórn félaganna og má nærri geta, að þá var öllu lýð- ræði innan þeirra lokið. Og þarmeð var lífsandi félaganna kæfður. Þeirn tók að hnigna og þau visnuðu eins og afskorið blóm undir stjórn brúnstakkanna. Það var upphaflega ætlun nazista að leysa samvinnufélögin upp og þurrka þau þannig út með einu pennastriki, en fá vildarvinum sínum í kaupmannastétt mannvirki þeirra og aðstöðu, eða græða á þeim sjálf- ir. Þegar þetta vofði yfir, kom hinn ötuli forustumaður þýzku samvinnu- hreyfingarinnar, Henry Everling, til skjalanna. Hann gekk fyrir Robert Ley, nazistaráðherrann kunna, sem stjórnaði verkal}/rðsmálum og hafði yfir samvinnumálum að segja. Eftir harða baráttu tókst Everling að sýna Ley fram á, að allt hagkerfi landsins mundi stórlega raskast, ef samvinnu- hreyfingin yrði leyst upp, og hvarf Ley frá þeirri stefnu. Nú tóku nazistar það til bragðs að sameina öll samvinnusambönd og fé- lög undir einn hatt til þess að geta ráðið betur við þau. Þeir tóku við stjórn hreyfingarinnar allrar og mann- Kaupfélögin í Vestur-Þýzkalandi einu hafa nú um tvær milljónir meðlima. 7

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.