Samvinnan - 01.08.1953, Side 9
jMagaeifjah
SMÁSAGA EFTIR ÍRSKA RITHÖFUNDINN
Liam O’Flaherty
Þetta vatn hefur tvö nöfn, sagði
gamli veiðimaðurinn og kveikti í pípu
sinni. Eiginlega heitir það Svarta-
vatn, en við hér í sveitinni köllum
það Alagavatnið. Það er fagurt og
friðsamlegt hér við vatnið í sólskini,
þegar svanirnir synda um spegilslétt-
an vatnsflötinn. En kæmuð þér hér
á vetrardegi, munduð þér játa, að
bæði nöfnin eiga við vatnið. Þá eru
bæði vatnið sjálft og klettarnir um-
hverfis það kolsvört, og þá heyrast úr
bylgjunum hljóð sem minna á vein-
andi konu ....
Gamli fiskimaðurinn hélt áfram:
Fyrir mörgum, mörgum árum trúði
fólk því, að illur andi kæmi í vatnið.
Ymsir trúa þessu enn, og það mun
vart finnast sá maður í þorpinu, sem
þorir að koma hingað einn á dimm-
urn vetrarkvöldum.
Það er líka sagt, að hér hafi fyrir
mörgum árum búið helgur maður.
Hann var einn síns liðs, og af þakk-
læti til fuglanna, sem voru nábúar
hans, blessaði hann þá og kallaði eilífa
bölvun yfir hvern þann, sem gerði
þeim rnein. Af þessum sökum hefur
vatnið orðið friðland fyrir hvers kon-
ar fuglalíf. Jafnvel hugrökkustu eða
illgjörnustu hnokkar í þorpinu vildu
heldur láta höggva af sér hægri hend-
ina en kasta steini á eftir fugli hér eða
ræna hreiður við vatnið.
Sagan segir ennfremur, að hinn
helgi maður hafi gefið hverjum bletti
við vatnið nafn eftir þeim fuglum, sem
þar áttu sér hreiður. En þetta mun
þó ekki vera með öllu rétt. Ég hef
að minnsta kosti gefið Villiandahelli
nafnið. Það gerði ég fyrir þrjátíu ár-
um, en fram til þess tíma er mér ekki
kunnugt um, að staðurinn hafi borið
nokkuð örnefni.
Þér getið séð hellis- eða holuminn-
ið þarna til hægri við hegrana tvo.
Það er eins og svartur gluggi hafi ver-
ið settur á þverhníptan klettavegginn.
Holan er nú nokkrum metrum yfir
vatnsfletinum, en sundmaður getur
náð til hennar með höndunum, þegar
hátt er í vatninu. Annars gæti sund-
maður, eða jafnvel smábarn ekki
komizt inn í holuna. Og rotturnar
komast ekki upp klettinn, svo að þetta
er tilvalinn staður fyrir hreiður.
Ég sagði áðan, að það Væru næst-
um þrjátíu ár, síðan ég gaf holunni
nafn. Og nú skal ég segja yður sög-
una af því.
Einn morgun seint að hausti kom
ég með kúna mína hér niður að vatn-
inu, — það var við ströndina þarna
til hægri, þar sem hestarnir þrír standa
úti í vatninu. Þegar ég hafði brynnt
henni, kom ég auga á andarunga, sem
var að reyna að fela sig milli hálla
steinanna við vatnsborðið. Þegar ég
kom nær, reyndi hann ekki að kom-
ast á brott.
£g tók andarungann upp og setti
hann í lófa mér, en hann tísti örlítið.
Þessi litli og varnarlausi vesalingur
var enn þakinn fyrstu mjúku fjöðr-
unum, og var nær dauða en lífi af
kulda og sulti. Ekki gat ég séð for-
eldra hans neins staðar, svo að ég
komst að þeirri niðurstöðu, að þau
hlytu að hafa yfirgefið hann eða týnt
honum. Eg setti hann því inn fyrir
skyrtu mína og tók hann með mér
heim.
Það vildi svo vel til, að konan mín
átti nokkra andarunga um þessar
mundir. Þar sem hún átti enga önd
til að unga þeim út, hafði hún látið
hænu gera það, en jafnskjótt og þeir
voru komnir úr eggjunum, vildi hæn-
an hvorki sjá þá né heyra. Fuglgarm-
urinn hefur vafalaust verið þrumu
lostinn, er hún sá þessar furðulegu
verur, sem komu úr eggjunum, því
að hún lagði á flótta í flýti. Konan
mín varð því að setja ungana í strá-
kassa í eldhúsinu og hugsa um þá
sjálf. Þeir voru ekki mikið eldri en
þessi villiungi, sem ég nú kom með
heim.
Flýttu þér að leggja þennan litla
9