Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1953, Blaðsíða 11

Samvinnan - 01.08.1953, Blaðsíða 11
Það var létt yfir sölunum i Bifröst, þegar kauþfélagskonur voru þar saman komnar. Þúsund kaupfélagskonur heimsækja Bifröst Mörg kaupfélög hafa í sumar boð'Lð húsmæðrum í ferðalög Fræðslu- og skemmtistarfsemi kaupfélaganna fyrir húsmæður hefur á þessu sumri verið margþættari en nokkru sinni fyrr. Var getið um það í maíhefti Samvinnunnar, að nokkur kaupfélög hefðu í vor haldið kaffi- samsæti fyrir húsfreyjurnar, og hefur það nú reynzt rétt, sem þar var spáð, að áhugi á slíkri starfsemi mundi fara ört vaxandi. Eins og telja verður mjög vel við- eigandi, hefur Bifröst verið miðstöð þessa fræðslu- og skemmtistarfs í sum- ar. Var heimilið algerlega lokað al- menningi fram í júlíbyrjun, en fyrir þann tíma var það eingöngu ætlað slíku starfi kaupfélaganna, svo og fundarhöldum samvinnumanna. 475 konur úr Borgarfirði. Kaupfélag Borgfirðinga hafði Bif- Hulda Stefánsdóttir talar i Bifröst. röst til afnota í fjóra daga og bauð þangað 475 konum víðs vegar af fé- lagssvæðinu. Dvöldust þær mikinn hluta dags við Hreðavatn og hlýddu á fjölbreytta dagskrá. Þegar matazt hafði verið um hádegið, ávarpaði Þórður Pálmason, kaupfélagsstjóri, konurnar og bauð þær velkomnar. Þá talaði Baldvin Þ. Kristjánsson, er- indreki, um konurnar og samvinnu- starfið. Þessu næst tók frú Hulda Stefánsdóttir til máls og ræddi um þjóðleg verðmæti og húsmæðra- skólana og voru jafnan umræð- ur að loknu því erindi. Tóku þar margar húsfreyjur til máls. Þá var á dagskránni kvikmyndasýning og ein- söngur Halldórs Sigurbjörnssonar, starfsmanna KB. Loks var almenn- ur söngur undir stjórn Bjarna Bjarna- (Framh. á 20. siðu) 11

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.