Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1953, Síða 12

Samvinnan - 01.08.1953, Síða 12
Þriggja ára stríð —og óbreytt landamæri En þjóðabcmclala.g befur með sameiginlegu átaki stöðvað framsókn árásarríkis Kóreustríðinu er ekki lokið, enda þótt samið hafi verið vopnahlé aust- ur þar. Nú munu hefjast nýir samn- ingar um hinn eiginlega frið í þessu ógæfusamasta allra landa, og það er þegar nokkur reynsla fengin fyrir því, að samningar geta dregizt á langinn í Panmunjon, eða hvar það nú verð- ur, sem stórveldin setjast niður til að skipa málum Kóreu. Það eru nú rösk- lega þrjú ár síðan Kóreustyrjöldin hófst, en tvö heil ár síðan viðræður um vopnahlé byrjuðu. Þessi tvö ár má segja, að verið hafi þrátefli á víg- stöðvunum, mikið barizt og mörgum mannslífum fórnað, en ekki um að ræða stórfelldar tilraunir til sóknar af hvorugs hálfu. Það rná búast við, að þetta þrátefli standi enn um sinn, þrátt fyrir þá blessunarlegu ráðstöf- un, að hætt er bardögum. Kóreustyrjöldin hefur í eðli sínu ver- ið ólík öllum fyrri styrjöldum, og enn getur enginn inetið þau áhrif, sem hún hefur vafalaust haft á gang heims- málanna. Hún er sérstæð sökum þess, að í fyrsta skipti í sögunni hefur þjóðabandalag gripið til sameigin- legra aðgerða gegn árásarríki, Enda þótt ekki hafi tekizt að ráða niður- lögum árásarríkisins og bandamanna þess (til þess þyrfti sennilega heims- styrjöld), þá hefur sameinuðu þjóð- unum tvímælalaust tekizt að fyrir- byggja, að árásin næði tilgangi sín- um. Iiér sjást brrcður iveir við leiði jiriðja bróðurins i hcrhirkjugarði. Mesl var þó mannfall hinna óbreyttu ourgara. Það hefur lengi verið hugsjón frið- samra manna í heiminum að tryggja frið með samstöðu flestra eða allra þjóða um ötyggi sitt (Collective se- curity). Þetta hafa þeir viljað gera með því að sameina allar þjóðir í eitt þjóðabandalag og skuldbinda þær þannig til að leggja fram hjálp til þess að stöðva hvaða ríki, sem ger- ist árásarríki. Nú eru óteljandi vandkvæði á full- kominni framkvæmd þessarar hug- sjónar, eins og geta má nærri. Þó hef- ur hún nú í fyrsta sinn verið reynd í Kóreustyrjöldinni, og hún hefur að því leyti heppnazt, að árásarríkið hef- ur ekkert land getað Iagt undir sig, eins og tilgangur þess vafalaust var. Ef meta ætti, hvaða gagn þessi blóð- uga styrjöld hefur gert, verða menn að reyna að gera sér í hugarlund, hvað árásaraðilinn, kommúnistaríkin, hefðu gert næst, ef þau hefðu andspyrnu- laust getað lagt undir sig Suður- Kóreu og þannig orðið herrar 20 millj- ón Kóreubúa. Það rná telja víst, að með vörn Suður-Kóreu hafi samein- uðu þjóðirnar stöðvað framsókn kommúnista og tilraunir þeirra til að leggja undir sig hvert ríkið á fætur öðru. Saga styrjaldarinnar. Kórea hefur verið ógæfuland um þúsundir ára, ofurselt yfirráðum mó- gúla og keisara í nágrannaríkjunum, eftir því hvern hæst bar hverju sinni. Síðustu 40 árin fyrir heimsstj’rjöld- ina laut landið Japönum, enda er að- eins stutt sund milli Kóreuskaga og Japanseyja og því landfræðilega eðli- legt, að Japanir byrjuðu þar, er þeir herjuðu á meginlandið. Þegar heims- veldi Japana hrundi í styrjöldinni, féll Kórea í hendur bandamanna. 12

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.